542. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 542. fundar fimmtudaginn 21. nóvember kl. 17.
Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Bein útsending af fundinum er á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.
Dagskrá
Almenn mál
1. Fundir bæjarstjórnar 2022-2026 - 2022050136
Tillaga forseta bæjarstjórnar um fundir maímánaðar verði miðvikudaginn 16. apríl (nýr fundatími vegna páska), miðvikudaginn 30. apríl (í stað þriðjudagsins 29. apríl) og fimmtudaginn 15. maí (í stað funda 8. og 22. maí), vegna lagafrests um samþykkt ársreiknings 2024.
2. Frístundastyrkir - 2024110087
Tillaga frá 1303. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 18. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki að kr. 10.000.000 verði eyrnamerktar verkefni um frístundastyrk á árinu 2025 og að fjárhæðin verði hluti af fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025.
Jafnframt tillaga um að bæjarstjórn samþykki að vísa gerð reglna og verklags um úthlutun frístundastyrkja Ísafjarðarbæjar til skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar.
3. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - 17 Stofnframlög Brákar - 2024040018
Tillaga frá 1303. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 18. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki endurmat á 12% stofnframlagi sveitarfélagsins, og þar með viðauka 17 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna aukins stofnframlags í verkefnum tengdum sölu á íbúðum á Suðureyri og Þingeyri til Brákar.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur 185.800.000.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 738.700.000
4. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - 16 Alþingiskosningar - 2024040018
Tillaga frá 1302. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 11. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 16 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024, vegna Alþingiskosninga 2024.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 2.633.390
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er lækkun hagnaðar um kr. 2.633.390, og lækkar rekstrarafgangur því úr kr. 187.100.000 og verður kr. 184.466.610.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er lækkun hagnaðar um kr. 2.633.390 og lækkar rekstrarafgangur því úr kr. 740.000.000 og verður kr. 737.366.610.
5. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - 14 Velferðarþjónusta Vestfjarða - 2024040018
Tillaga frá 1302. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 11. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 14 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024, vegna Velferðarþjónustu Vestfjarða, n.t. vegna skammtímadvalar á Reykhólum og stuðningsþjónustu innan heimilis.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma i kr. 187.100.000.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 740.000.000,-
6. Þjónustukjarni á Þingeyri - Blábanki - 2015100017
Tillaga frá 1302. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 11. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun á þjónustusamningi Blábankans, samfélagsmiðstöðvar á Þingeyri við Ísafjarðarbæ, til áranna 2025-2027.
7. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - 15 þjónustubifreið Hafnasjóðs - 2024040018
Tillaga frá 256. fundi hafnarstjórnar, sem haldinn var þann 5. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 15 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024, vegna kaupa á nýjum þjónustubíl fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A-hluta eru kr. 0 og rekstrarafgangur því óbreyttur í kr. 187.100.000.
Áhrif viðaukans á samantekinn A- og B-hluta eru kr. 0 og er rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 740.000.000.
8. Tunguskeið, Skutulsfirði. Nýtt deiliskipulag á svæði í2 - 2024090115
Tillaga frá 641. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 14. nóvember 2024, um að bæjarstjórn heimili málsmeðferð í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. Úrgangsstjórnun og svæðisáætlun - 2022090018
Tillaga frá 641. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 14. nóvember 2024, og frá 152. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 7. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum 2024-2035.
10. Efnisnáma Mýrum í Dýrafirði. Ósk um aðalskipulagsbreytingu, Kýrá - 2024100090
Tillaga frá 641. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 14. nóvember 2024, um að bæjarstjórn heimili breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna efnistökusvæðis við Kýrá nr. 22694, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11. Reglur um útgáfu stöðuleyfa - 2022070024
Tillaga frá 641. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 14. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki uppfærðar reglur um stöðuleyfi.
12. Framkvæmdaleyfi. Dagverðardalur, orlofshúsasvæði á F21 - 2024090018
Tillaga frá 641. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 14. nóvember 2024, um að bæjarstjórn heimili útgáfu framkvæmdaleyfis, í samræmi við umsókn og fyrirliggjandi gögn. Aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag var staðfest hjá Skipulagsstofnun 8. nóvember 2024.
13. Fab lab smiðja í MÍ - beiðni um samstarf - 2023060085
Tillaga frá 12. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd, en fundur var haldinn 6. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki samning um rekstur Fab lab á Ísafirði, en samningurinn gildir til ársloka 2026.
14. Endurskoðun reglna um ferliþjónustu 2024 - 2024020101
Tillaga frá 482. fundi velferðarnefndar, en fundur var haldinn 12. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki nýjar reglur um akstursþjónustu.
Fundargerðir til kynningar
15. Bæjarráð - 1303 - 2411006F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1303. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 18. nóvember 2024.
Fundargerðin er í 11 liðum.
16. Bæjarráð - 1302 - 2410031F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1302. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 11. nóvember 2024.
Fundargerðin er í 15 liðum.
17. Hafnarstjórn - 256 - 2410021F
Lögð fram til kynningar fundargerð 256. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 5. nóvember 2024.
Fundargerðin er í 7 liðum.
18. Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 41 - 2410016F
Lögð fram til kynningar fundargerð 41. fundar sameinaðrar almannavarnanefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, en fundur var haldinn 29. október 2024.
Fundargerðin er í 5 liðum.
19. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 641 - 2410019F
Lögð fram til kynningar fundargerð 641. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 14. nóvember 2024.
Fundargerðin er í 14 liðum.
20. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 12 - 2410029F
Lögð fram til kynningar fundargerð 12. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 6. nóvember 2024.
Fundargerðin er í 8 liðum.
21. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 152 - 2410026F
Lögð fram til kynningar fundargerð 152. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 7. nóvember 2024.
Fundargerðin er í 4 liðum.
22. Velferðarnefnd - 482 - 2410025F
Lögð fram til kynningar fundargerð 482. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 12. nóvember 2024.
Fundargerðin er í 6 liðum.
23. Öldungaráð - 15 - 2409028F
Lögð fram til kynningar fundargerð 15. fundar öldungaráðs, en fundur var haldinn 29. október 2024.
Fundargerðin er í 6 liðum.