540. fundur bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 540. fundar þriðjudaginn 15. október kl. 17.

Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Bein útsending af fundinum er á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá

Almenn mál

1. Álagningarhlutfall fasteignagjalda 2025 - 2024070020
Tillaga frá 1298. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 7. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki að álagningarhlutfall fasteignaskatts verði samkvæmt tillögu II í minnisblaði sviðsstjóra, þ.e. skattur á íbúðarhúsnæði lækki og verði 0,52%, skattur á atvinnuhúsnæði verði óbreyttur 1,65%, skattur á opinberar byggingar verði óbreyttur 1,32%, og lóðarleiga verði óbreytt 1,5%.

2. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 8 - HSV, íþróttaskóli og íþróttasvæði. - 2024040018
Tillaga frá 1298. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 7. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 8 við fjárhagsáætlun 2024, vegna breytinga á HSV, íþróttaskóla og íþróttasvæði. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og er rekstrarafgangur því óbreyttur í 184.283.817,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 503.565.629,-.

3. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 9 - snjómokstur - 2024040018
Tillaga frá 1298. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 7. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 9 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024 vegna snjómoksturs. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 25.000.000,-
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 24.983.817,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 24.983.817 og lækkar rekstrarafgangur því úr 184.283.817,- í 159.300.000
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 24.983.817 og er rekstrarafgangur lækkaður úr kr. 503.565.629,-. í 478.581.812,-

4. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning 2024 - endurskoðun á tekjuviðmiðum fyrir 2025 - 2024100024
Tillaga frá 482. fundi velferðarnefndar, en fundur var haldinn 10. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki að tekjuviðmið sérstaks húsnæðisstuðnings hækki um 5,6% líkt og almennnar hækkanir í gjaldskrám Ísafjarðarbæjar. Einnig leggur velferðarnefnd til að hámarksstuðningur hækki samhliða. Fullur bótaréttur geti að hámarki orðið kr 95.000,- á mánuði.

5. Tunguskeið, Skutulsfirði. Nýtt deiliskipulag á svæði í2 - 2024090115
Tillaga frá 638. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 26. september 2024, um að bæjarstjórn samþykki að farið verði í vinnu við nýtt deiliskipulag við Tunguskeiðs undir íbúðabyggð skv. 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Fundargerðir til kynningar

6. Bæjarráð - 1298 - 2410004F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1298. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 7. október 2024.
Fundargerðin er í 13 liðum.

7. Hafnarstjórn - 255 - 2409030F
Lögð fram til kynningar fundargerð 255. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 3. október 2024.
Fundargerðin er í 6 liðum.

8. Menningarmálanefnd - 174 - 2409031F
Lögð fram til kynningar fundargerð 174. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 2. október 2024.
Fundargerðin er í 3 liðum.

9. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 638 - 2409022F
Lögð fram til kynningar fundargerð 638. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 26. september 2024.
Fundargerðin er í 13 liðum.

10. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 639 - 2410008F
Lögð fram til kynningar fundargerð 639. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 10. október 2024.
Fundargerðin er í 8 liðum.

11. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 151 - 2410009F
Lögð fram til kynningar fundargerð 151. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 10. október 2024.
Fundargerðin er í 4 liðum.

12. Velferðarnefnd - 482 - 2410003F
Lögð fram til kynningar fundargerð 482. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 10. október 2024.
Fundargerðin er í 4 liðum.