538. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 538. fundar fimmtudaginn 19. september kl. 17.
Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Beint streymi af fundinum er á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.
Dagskrá
Almenn mál
1. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - 2024040018
Tillaga frá 1294. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 9. september 2024, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 7 við fjárhagsáætlun 2024.
Framkvæmdir A hluta hækka úr 350 m.kr. í 428,2 m.kr. og framkvæmdir B hluta lækka úr 598,5 m.kr. í 520,3 m.kr. Nettó breyting framkvæmda er því kr. 0. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-
2. Reglur Ísafjarðarbæjar um tekjutengdan afslátt af leikskólagjöldum - 2024080138
Tillaga frá 8. fundi skóla- íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 4. september 2024, var lag til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á reglum um tekjutengdan afslátt af leikskólagjöldum þannig að bætt verði inn málsgrein undir 4. gr. sem hljóðar þannig: "Forráðamenn skulu skila inn upplýsingum úr staðgreiðsluskrám tvisvar á ári þ.e. fyrir 1. ágúst og 1. febrúar ár hvert."
3. Slökkvistöð Ísafjörður - Þarfagreining nýrrar stöðvar - 2024090058
Tillaga frá 637. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 12. september 2024, um að bæjarstjórn samþykki að farið verði í hönnun á nýrri slökkvistöð á Ísafirði á árinu 2025, og gert verði ráð fyrir hönnunarkostnaði í komandi fjárhagsáætlun.
4. Mávagarður E2, Ísafirði. Umsókn um lóð vegna stækkunar - 2024090038
Tillaga frá 637. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 12. september 2024, um að bæjarstjórn samþykki að Olíudreifing ehf. fái lóðina E2 við Mávagarð L233619, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
5. Skeiði 10 - Umsókn um byggingarleyfi - 2019060068
Tillaga frá 637. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 12. september 2024, um að bæjarstjórn samþykki að afturkalla lóðarúthlutun Skeiðis 10. Lóðarhafa ber að fjarlægja óleyfisframkvæmdir sínar á lóðinni með vísan til greinar 2.9.1. í byggingareglugerð nr. 112/2012.
Fundargerðir til kynningar
6. Bæjarráð - 1294 - 2409009F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1294. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 8. september 2024.
Fundargerðin er í 12 liðum.
7. Bæjarráð - 1295 - 2409012F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1295. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 16. september 2024.
Fundargerðin er í 6 liðum.
8. Hafnarstjórn - 254 - 2409002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 254. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 8. september 2024.
Fundargerðin er í 7 liðum.
9. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 637 - 2409004F
Lögð fram til kynningar fundargerð 637. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. september 2024.
Fundargerðin er í 13 liðum.
10. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 8 - 2408014F
Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 4. september 2024.
Fundargerðin er í 12 liðum.
11. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 149 - 2409007F
Lögð fram til kynningar fundargerð 149. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 5. september 2024.
Fundargerðin er í 5 liðum.
12. Velferðarnefnd - 480 - 2409005F
Lögð fram til kynningar fundargerð 480. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 5. september 2024.
Fundargerðin er í 1 lið.