536. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 536. fundar fimmtudaginn 20. júní kl. 17.
Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Beint streymi af fundinum er í spilaranum neðst á þessari síðu og á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.
Dagskrá
Almenn mál
1. Nefndarmenn 2022-2026 - 2022050135
Tillaga forseta um kosningu forseta og varaforseta bæjarstjórnar samkvæmt 7. gr. samþykkta um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköpum bæjarstjórnar.
Tillagan er sú að Sigríður Júlía Brynleifsdóttir verði kjörin forseti, Magnús Einar Magnússon fyrsti varaforseti og Kristján Þór Kristjánsson annar varaforseti bæjarstjórnar.
2. Nefndarmenn 2022-2026 - 2022050135
Tillaga forseta um kosningu þriggja aðalfulltrúa og þriggja varafulltrúa í bæjarráð til eins árs, auk áheyrnarfulltrúa og varaáheyrnarfulltrúa, sbr. 27. gr. samþykkta um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköpum bæjarstjórnar. Jafnframt tillaga forseta um kosningu formanns og varaformanns bæjarráðs.
Tillaga forseta er að Gylfi Ólafsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Jóhann Birkir Helgason verði kosin aðalfulltrúar, og Magnús Einar Magnússon, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Steinunn Guðný Einarsdóttir verði kosin varafulltrúar, auk þess sem Kristján Þór Kristjánsson verði kosinn áheyrnarfulltrúi, og Elísabet Samúelsdóttir verði kosin varaáheyrnarfulltrúi. Formaður yrði Gylfi Ólafsson og varaformaður Nanný Arna Guðmundsdóttir.
3. Fundir bæjarstjórnar 2022-2026 - 2022050136
Tillaga forseta um að sumarleyfi bæjarstjórnar verði tveir mánuðir, júlí og ágúst 2023, og að bæjarstjórn komi saman til fyrsta fundar að loknu sumarleyfi þann 5. september 2024.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála samkvæmt 8. gr. samþykkta um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköpum bæjarstjórnar.
4. Fundir bæjarstjórnar 2022-2026 - 2022050136
Tillaga forseta að dagsetningum bæjarstjórnarfunda september 2024 til og með júní 2025, samkvæmt minnisblaði Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 18. júní 2024.
5. Gjaldskrár skólaárið 2024-2025 - 2024060003
Tillaga forseta um að bæjarstjórn samþykki breytingar á gjaldskrám leikskóla, grunnskóla og dægradvalar, með gildistíma 1. ágúst 2024 til 31. júlí 2025, auk annarra breytinga á fyrirkomulagi leikskólaþjónustu í Ísafjarðarbæ.
6. Sumarróló á Suðureyri - Ágústa ÍS bátur leiktæki - 2024040077
Tillaga frá 1287. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 10. júní 2024, um að bæjarstjórn samþykki samning Ísafjarðarbæjar við Hollvinasamtök Ágústu ÍS-65, um uppgerð bátsins á Sumarróló á Suðureyri.
7. Aflamark Byggðastofnunar á Þingeyri - 2024060049
Tillaga frá forseta um að leggja fram eftirfarandi umsögn vegna umsóknar um aflamark á Þingeyri.
8. Deiliskipulag Suðurtangi - Breyting 2023 - 2023040059
Tillaga frá 632. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. júní 2024, um að bæjarstjórn heimili málsmeðferð á greinargerð og uppdrætti frá Verkís ehf., dags. 24. maí 2024, sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. Mjólkárvirkjun. Breyting á deiliskipulagi vegna Mjólkárlínu 2 - tillaga um að heimila breytingu - 2024060033
Tillaga frá 632. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. júní 2024, um að bæjarstjórn heimili breytingu á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar, í samræmi við erindi dags. 7. júní 2024.
10. Mjólkárvirkjun. Breyting á deiliskipulagi vegna Mjólkárlínu 2 - tillaga um að heimila auglýsingu - 2024060033
Tillaga frá 632. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. júní 2024, um að bæjarstjórn heimili auglýsingu tillögu á breytingum á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar.
11. Landmótun við skíðasvæðið í Tungudal. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2024060007
Tillaga frá 632. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. júní 2024, um að bæjarstjórn heimili útgáfu framkvæmdaleyfis vegna landmótunar í Dalsbotnsbrekkur í Tungudal, með vísan til ákvæða Ú50 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og í meðfylgjandi gögn.
Nefndin leggur áherslu á að vandað verði til við frágang og að nýr skurður sem mótaður verður vegna afrennslis vatns, fylgi línum í landslagi og verði sem náttúrlegastur.
12. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011
Tillaga frá 632. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. júní 2024, um að bæjarstjórn samþykki að samið verði við Verkís um ráðgjöf við endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2020-2032 og að gert verði ráð fyrir fjármagni til verkefnisins í fjárhagsáætlun á árunum 2025 og 2026.
13. Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062
Tillaga forseta um að bæjarstjórn taki til umræðu og samþykki umsögn um mál nr. 114/2024, í samráðsgátt stjórnvalda, frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti "Drög að flokkun fimm virkjunarkosta".
Fundargerðir til kynningar
14. Bæjarráð - 1286 - 2405024F
Lögð fram til kynningar 1287. fundargerð bæjarráðs, en fundur var haldinn 3. júní 2024.
Fundargerðin er í tíu liðum.
15. Bæjarráð - 1287 - 2406004F
Lögð fram til kynningar 1287. fundargerð bæjarráðs, en fundur var haldinn 10. júní 2024.
Fundargerðin er í átta liðum.
16. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 632 - 2406003F
Lögð fram til kynningar fundargerð 632. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. júní 2024.
Fundargerðin er í tólf liðum.
17. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 6 - 2405022F
Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 5. júní 2024.
Fundargerðin er í fimm liðum.
18. Velferðarnefnd - 479 - 2405023F
Lögð fram til kynningar fundargerð 479. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 6. júní 2024.
Fundargerðin er í níu liðum.