535. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 535. fundar fimmtudaginn 6. júní kl. 17.
Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Beint streymi af fundinum er í spilaranum neðst á þessari síðu og á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.
Dagskrá
Almenn mál
1. Sala hjúkrunarheimilisins Eyrar - 2024030137
Tillaga frá 1286. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 3. júní 2024, um að bæjarstjórn samþykki að hefja sölu á fasteigninni Eyri á Ísafirði.
2. Fagrihvammur L137997 í Skutulsfirði. Lóðamál - 2024040156
Tillaga frá 1285. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 27. maí 2024, um að bæjarstjórn samþykki að falla frá forkaupsrétti að landi og mannvirkjum Fagrahvamms, fnr. 211-8921, í þetta skipti, vegna fyrirhugaðrar sölu þess.
3. Félagsheimili Súgfirðinga - endurbætur - 2018080053
Tillaga frá 1286. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 3. júní 2024, um að bæjarstjórn samþykki niðurrifi viðbyggingarinnar við Félagsheimilið á Suðureyri, með þeim fyrirvara að byggingafulltrúi þurfi jafnframt að gefa leyfi.
4. Suðurtangi, atvinnustarfssemi. Breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - 2023110129
Tillaga frá 631. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 30. maí 2024, um að bæjarstjórn heimili málsmeðferð í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í því felst að tillagan er auglýst með áberandi hætti, svo sem í dagblaði sem gefið er út á landsvísu og lögbirtingarblaði og öðrum miðlum sveitarfélagsins og í gegnum skipulagsgátt.
5. Æðartangi 2, 400. Umsókn um stækkun lóðar vegna aðkomu - 2023100066
Tillaga frá 631. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 30. maí 2024, um að bæjarstjórn heimili stækkun lóðarinnar Æðartanga 2, á Ísafirði, í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og framlögð gögn.
6. Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-20, svæði Í9. Dagverðardalur, orlofshúsabyggð - 2021060044
Tillaga frá 631. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 30. maí 2024, um að bæjarstjórn heimili málsmeðferð í samræmi við 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila.
7. Dagverðardalur, frístundahúsasvæði. Nýtt deiliskipulag - 2023100068
Tillaga frá 631. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 30. maí 2024, um að bæjarstjórn heimili málsmeðferð á greinargerð og uppdrætti, vegna deiliskipulagstillögu við Dagverðardal, Skutulsfirði, á svæði F21, dags. í maí 2024, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
8. Ból Ísafjarðarbæ. Nýtt deiliskipulag - 2022110039
Tillaga frá 631. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 30. maí 2024, um að bæjarstjórn samþykki nýtt deiliskipulag, skv. uppfærðum uppdrætti og greinargerð, unnin af M11 arkitektum dags. 23. maí 2024, þar sem brugðist hefur við athugasemdum Skipulagsstofnunar dags. 4. apríl 2024, sbr. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda telur nefndin að áorðnar breytingar séu ekki þess eðlis að auglýsa þurfi tillöguna að nýju, þar ekki er um veigamiklar breytingar að ræða.
9. Fjarðargata 72 á Þingeyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2024050096
Tillaga frá 631. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 30. maí 2024, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun lóðaleigusamnings vegna Fjarðargötu 72, Þingeyri.
10. Fjarðargata 35, Þingeyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2024050140
Tillaga frá 631. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 30. maí 2024, um að bæjarstjórn samþykki lóðarleigusamning undir Fjarðargötu 35 á Þingeyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 27. maí 2024.
11. Suðurtangi 18 og 20, Ísafirði. Umsókn um afnot svæðis - 2023100113
Tillaga frá 631. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 30. maí 2024, um að bæjarstjórn samþykki afnotasamning á Suðurtanga 18 og 20 á Ísafirði.
12. 69. Fjórðungsþing Vestfirðinga - 2024020035
Tillaga frá 1286. fundi bæjarráðs, frá fundi sem haldinn var 3. júní 2024, um að bæjarstjórn kjósi Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, sem aðalfulltrúa og Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur sem varafulltrúa í kjörnefnd fyrir 69. Fjórðungsþing Vestfirðinga að sumri.
13. Reglur Ísafjarðarbæjar um netnotkun, meðferð tölvupósts, gagna, tölvu- og hugbúnaðar 2024 - 2024050167
Tillaga frá 1286. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 3. júní 2024, um að bæjarstjórn samþykki reglur Ísafjarðarbæjar um netnotkun, meðferð tölvupósts, gagna, tölvu- og hugbúnaðar, og að fyrri reglur um meðferð á tölvupósti hjá Ísafjarðarbæ frá 2000, verði felldar úr gildi.
Fundargerðir til kynningar
14. Hafnarstjórn - 253 - 2405019F
Lögð fram til kynningar fundargerð 253. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 28. maí 2024.
Fundargerðin er í sjö liðum.
15. Menningarmálanefnd - 172 - 2405011F
Lögð fram til kynningar fundargerð 172. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 16. maí 2024.
Fundargerðin er í sex liðum.
16. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 631 - 2405013F
Lögð fram til kynningar 631. fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 30. maí 2024.
Fundargerðin er í 22 liðum.
17. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 5 - 2405008F
Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 15. maí 2024.
Fundargerðin er í fimm liðum.
18. Starfshópur um málefni leikskóla - 6 - 2405006F
Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar starfshóps um málefni leikskóla en fundur var haldinn 8. maí 2024.
Fundargerðin er í einum lið.