533. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 533. fundar fimmtudaginn 2. maí kl. 17.

Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Beint streymi af fundinum er í spilaranum neðst á þessari síðu og á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá

Almenn mál

1. Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2023 - 2024010197
Bæjarstjóri leggur fram til fyrri umræðu ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2023.

2. Gjaldskrár 2024 - 2023040034
Tillaga frá 251. fundi hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 30. apríl 2024, um að bæjarstjórn samþykki uppfærða gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar þar sem við bætist leigugjald fyrir bílastæði á hafnarsvæði, svæðið verði leigt frá maí til september og gjaldið verði 35.000 kr. fyrir tímabilið. Einnig er bætt við gjaldskrána gjald fyrir leigu á fríholtum. Gjaldið verði 65.000 kr. per einingu fyrir hverja byrjaða 24 tíma.

3. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs - breyting 16. gr. 2024 - 2024020165
Forseti leggur fram til síðari umræðu breytingar á 16. gr. samþykktar um meðhöndlun úrgangs.

4. Umsókn um framkvæmdaleyfi. Endurbygging varna við Flateyri - 2024040116
Tillaga frá 629. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn þann 24. apríl 2024, um að bæjarstjórn samþykki að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna framkvæmda á Flateyri, með hliðsjón af framlögðum gögnum og umsókn.

5. Hlíðarvegur 50, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2024010203
Tillaga frá 629. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn þann 24. apríl 2024, um að bæjarstjórn samþykki að heimila breytingu á lóð við Hlíðarveg 50, í samræmi við meðfylgjandi lóðablað tæknideildar.

6. Aðalfundur Hvetjanda 2024 - 2024040162
Tillaga forseta um að bæjarstjórn veiti bæjarstjóra umboð til að sækja aðalfund Hvetjanda sem er boðaður 14. maí 2024, og fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundi. Í því umboði felst að jafnaði að viðkomandi geti boðið sig fram í stjórn félagsins og tekið þar sæti nái hann kjöri á aðalfundi.

Fundargerðir til kynningar

7. Bæjarráð - 1282 - 2404024F
Lögðð fram til kynningar fundargerð 1282. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 29. apríl 2024.
Fundargerðin er í átta liðum.

8. Bæjarráð - 1281 - 2404019F
Lögðð fram til kynningar fundargerð 1281. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 22. apríl 2024.
Fundargerðin er í níu liðum.

9. Hafnarstjórn - 252 - 2404023F
Lögð fram til kynningar fundargerð 252. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 30. apríl 2024.
Fundargerðin er í fjórum liðum.

10. Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 40 - 2404003F
Lögð fram til kynningar fundargerð 40. fundar sameinaðrar almannavarnanefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, en fundur var haldinn 23. apríl 2024.
Fundargerðin er í fjórum liðum.

11. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 629 - 2404011F
Lögð fram til kynningar fundargerð 629. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 24. apríl 2024.
Fundargerðin er í 13 liðum.

12. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 4 - 2404006F
Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 17. apríl 2024.
Fundargerðin er í fimm liðum.

13. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 146 - 2404020F
Lögð fram til kynningar fundargerð 146. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 23. apríl 2024.
Fundargerðin er í fjórum liðum.