528. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 528. fundar þriðjudaginn 13. febrúar kl. 17.
Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Beint streymi af fundinum er í spilaranum neðst á þessari síðu eða á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.
Dagskrá
Almenn mál
1. Menntaskólinn á Ísafirði, Torfnesi. Breyting á deiliskipulagi - 2024010231
Tillaga frá 625. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 8. febrúar 2024, um að bæjarstjórn heimili vinnu við breytingar á deiliskipulagi við Torfnes.
Breytingar snúa að lóð Menntaskólans og lóð leikskólans Sólborgar vegna mögulegra byggingaráforma.
2. Seljalandsvegur 73, Ísafirði. Grenndarkynning - 2023120102
Tillaga frá 625. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 8. febrúar 2024, um að bæjarstjórn samþykki að hejfa vinnu við gerð deiliskipulags í efri byggð Ísafjarðarbæjar, sem allra fyrst, til að móta skilmála hverfisins.
3. Túngata 14, Suðureyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2024020001
Tillaga frá 625. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 8. febrúar 2024, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun á lóðarleigusamningi undir fasteignina við Túngötu 14 á Suðureyri.
4. Hlíðarvegur 50, 400. Umsókn um stofnun byggingarlóðar - 2023110126
Tillaga frá 625. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 8. febrúar 2024, um að bæjarstjórn samþykki að lóðin við Hlíðarveg 50, á Ísafirði, verði stofnuð í samræmi við framlagt mæliblað tæknideildar dags. 2. febrúar 2024.
5. Ósk um skipulagsbreytingar við Mjólká - aðalskipulag - 2022110031
Tillaga frá 625. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 8. febrúar 2024, um að bæjarstjórn heimila auglýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 við Mjólká, í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. Ósk um skipulagsbreytingar við Mjólká - deiliskipulag. - 2022110031
Tillaga frá 625. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 8. febrúar 2024, um að bæjarstjórn heimila auglýsingu auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerðir til kynningar
7. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 625 - 2401017F
Fundargerð 625. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 8. febrúar 2024.
Fundargerðin er í tíu liðum.
8. Velferðarnefnd - 476 - 2401018F
Lögð fram til kynningar fundagerð 476. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 1. febrúar 2024.
Fundargerðin er í sex liðum.