521. fundur bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 521. fundar þriðjudaginn 17. október.

Fundurinn er haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Einnig er hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum neðst á þessari síðu eða á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá

Almenn mál

1. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 - 2023010091
Tillaga frá 1258. fundi bæjarráðs um að bæjarstjórn samþykki viðauka 14 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023, vegna tilfærslu Leikskólans Tanga sem sérstök deild, aðgreint frá Sólborg. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0.

2. Seljaland 23, Ísafirði - umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2023100008
Tillaga frá 1258. fundi bæjarráðs, þann 9. október 2023, um að bæjarstjórn samþykki beiðni Rakelar S. Björnsdóttur um niðurfellingu gatnagerðargjalda við Seljaland 23 á Ísafirði, m.v.t. tímabundinnar niðurfellingarheimildar um niðurfellingu gjalda við þegar byggðar götur í sveitarfélaginu.

3. Líkamsræktaraðstaða á Ísafirði frá 2023 - 2023080046
Tillaga frá 1258. fundi bæjarráðs, frá 9. október 2023, um að bæjarstjórn samþykki tilboð Ísófit ehf. um rekstur líkamsræktar á Ísafirði og geymslu og umsjón tækja Ísafjarðarbæjar frá 1. nóvember 2023 til 31. október 2026.

4. Hvítisandur, Önundarfirði. Nýtt deiliskipulag í landi Þórustaða fyrir baðstað - 2023080049
Tillaga frá 617. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 12. október 2023, um að bæjarstjórn heimili auglýsingu á skipulagslýsingu í samræmi við 7. og 8. kafla skipulagslaga nr. 123/2010.

5. Brekka á Ingjaldssandi. Umsókn um stofnun lóðar -Fornusel - 2023100047
Tillaga frá 617. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 12. október 2023, um að bæjarstjórn heimili stofnun lóðar í landi Brekku á Ingjaldssandi .

6. Endurskoðun á reglum fyrir val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ - 2023010105
Tillaga frá 244. fundi íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 20. september 2023, um að bæjarstjórn samþykki endurskoðaðar reglur fyrir vali á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ.

Fundargerðir til kynningar

7. Bæjarráð - 1258 - 2310009F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1258. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 9. október 2023.
Fundargerðin er í 17 liðum.

8. Íþrótta- og tómstundanefnd - 246 - 2310003F
Lögð fram til kynningar fundargerð 246. fundar íþrótta- og tómstundanefndar en fundur var haldinn 4. október 2023.
Fundargerðin er í tveimur liðum.

9. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 617 - 2310010F
Lögð fram til kynningar fundargerð 617. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. október 2023.
Fundargerðin er í 13 liðum.

10. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 138 - 2310002F
Lögð frma til kynningar fundargerð 138. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 5. október 2023.
Fundargerðin er í einum lið.