513. fundur bæjarstjórnar
Bæjarstjórn kemur saman til 513. fundar þriðjudaginn 18. apríl. Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er sendur út í beinu streymi á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar og í spilaranum neðst á þessari síðu.
Dagskrá
Almenn mál
1. Nefndarmenn 2022-2026 - fræðslunefnd - 2022050135
Tillaga Jóhanns Birkis Helgasonar, oddvita D-lista Sjálfstæðisflokks, um að Dagný Finnbjörnsdóttir verði kosin aðalmaður D-lista í fræðslunefnd, í stað Steinunnar Guðnýjar Einarsdóttur. Jafnframt að Steinunn Guðný Einarsdóttir verði kosin varamaður D-lista í fræðslunefnd, í stað Þóru Marýjar Arnórsdóttur.
2. Nefndarmenn 2022-2026 - skipulags- og mannvirkjanefnd - 2022050135
Tillaga Jóhanns Birkis Helgasonar, oddvita D-lista Sjálfstæðisflokks, um að Steinunn Guðný Einarsdóttir verði kosin aðalmaður D-lista í skipulags- og mannvirkjanefnd, í stað Aðalsteins Egils Traustasonar. Jafnframt að Þóra Marý Arnórsdóttir verði kosin varamaður D-lista í skipulags- og mannvirkjanefnd, í stað Steinunnar Guðnýjar Einarsdóttur.
3. Nefndarmenn 2022-2026 - umhverfis- og framkvæmdanefnd - 2022050135
Tillaga Jóhanns Birkis Helgasonar, oddvita D-lista Sjálfstæðisflokks, um að Þóra Marý Arnórsdóttir verði kosin aðalmaður D-lista í í umhverfis- og framkvæmdanefnd, í stað Dagnýjar Finnbjörnsdóttur.
4. Torfnes - Gervigras útboð 2023 - 2022120019
Tillaga frá 1236. fundi bæjarráðs, þann 27. mars 2023, um að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi sviðsmynd varðandi uppbyggingu gervigrasvallar á Ísafirði, byggt á kostnaðarmati úr minnisblaði sviðsstjóra og að bæjarstjóra verði falið að bjóða verkið út:
„Jarðvinna og viðgerðir á drenlögnum á æfingavelli, nýtt Fifa Quality gras á æfingavöll, ásamt staðsteyptum gúmmípúða og REPDM innfyllingu, og förgun eldra grass.
Jarðvinna og drenglagnir á æfingavöll. Fifa Quality gras á aðalvöll, ásamt staðsteyptum gúmmipúða og REPDM innfyllingu.
Jafnframt er gert ráð fyrir hönnun á undirstöðum og lagnaleiðum fyrir ljósamöstur við aðalvöll.“
5. Slökkvistöð - staðarvalsgreining - 2022050186
Tillaga frá 1236. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 27. mars 2023, um að bæjarstjórn samþykki að gera ráð fyrir byggingu nýrrar slökkvistöðvar í nýju skipulagi á Suðurtanga, en fyrirhugað er að hefjast handa árið 2029, skv. núgildandi framkvæmdaáætlun.
6. Reglur Ísafjarðarbæjar um um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka - 2023030087
Tillaga frá 1236. fundi bæjarráðs, þann 27. mars 2023, um að bæjarstjórn samþykki nýjar reglur Ísafjarðarbæjar um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka.
7. Björgunarfélag Ísafjarðar - samstarfssamningur - 2017120003
Tillaga frá 1236. fundi bæjarráðs, sem fram fór 27. mars 2023, um að bæjarstjórn samþykki nýjan þjónustusamning við Björgunarfélag Ísafjarðar, sem gildir frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2027.
8. Kirkjubólsland - beiðni um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2023020129
Tillaga frá 1237. fundi bæjarráðs, þann 3. apríl 2023, um að bæjarstjórn samþykki að veita 30% afslátt af gatnagerðargjöldum til Aðstöðunnar sf. við byggingu iðnaðarhúsnæðis á Kirkjubólslandi, L138012, með vísan til 6. gr. laga nr. 153/2006, um gatnagerðargjald, um sérstaka lækkunarheimild, en bæjarráð telur að bygging fasteignar í Engidal sé á svæði sem hefur sætt lítilli ásókn undanfarin ár, auk þess að vera á hættumatssvæði B, þ.e. fasteign með takmarkaðri viðveru.
9. Gjaldskrár 2023 - Höfn - 2022050015
Tillaga frá 240. fundi hafnarstjórnar, sem haldinn var 12. apríl 2023, um að bæjarstjórn samþykki uppfærða gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023, þar sem bryggjugjöld 2023 verði eftirfarandi:„0-15 brt: 9,3 kr.
15-30 brt: 11,7 kr.
>30: 11,7 kr.“
10. Fyrirstöðugarður - Suðurtangi og Norðurtangi - viðauki 4 við fjárhagsáætlun - 2023040012
Tillaga frá 240. fundi hafnarstjórnar, þann 12. apríl 2023, um að bæjarstjórn samþykki að byggður verði 140 metra fyrirstöðugarður við Sundabakka, auk þess að samþykkja viðauka B við fjárhagsáætlun skv. gögnum málsins, sem yrði viðauki 4 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023.
Er því lagður fram til samþykktar viðauki 4, vegna málsins, sem gerir grein fyrir nettóaukningu framkvæmdaáætlunar kr. 135.000.000 og er lagt til að því verði mætt með lántöku fyrir Hafnarsjóð.
11. Eyrarskjól - Hjallastefnan, rekstur leikskóla - 2013120025
Tillaga frá 451. fundi fræðslunefndar, sem haldinn var 13. apríl 2023, um að bæjarstjórn samþykki áframhaldandi samstarf við Hjallastefnuna og að endurnýja samning við fyrirtækið um rekstur leikskólans Eyrarskjóls.
12. Brimbrjótur, Suðureyri - umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði - 2019120040
Tillaga frá 606. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 13. apríl 2023, um að bæjarstjórn samþykki breytingar á lið a. í viðauka samnings um áætlaðan framkvæmdatíma við Brjótinn á Suðureyri, nefnt iðnaðar- og athafnasvæði B20 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, á þann hátt að framkvæmdir við fyrsta áfanga, sbr. teikningu í viðauka I, skulu hefjast eigi síðar en 1. janúar 2024 og vera lokið eigi síðar en 30. apríl 2026, í stað þess að framkvæmdir eigi að hefjast eigi síðar en 1. maí 2023, og vera lokið eigi síðar en 30. apríl 2026, eins og núverandi samningur kveður á um.
13. Sætún 9 á Ísafirði. Viðauki við lóðarleigusamning - 2023020112
Tillaga frá 606. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 13. apríl 2023, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Sætún 9 á Ísafirði.
14. Engjavegur 28 L138199, 400. Umsókn um gerð lóðarleigusamnings - 2023030111
Tillaga frá 606. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 13. apríl 2023, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings við Engjaveg 28 á Ísafirði.
15. Skipagata 1, Suðureyri. Umsókn um lóð - 2023040019
Tillaga frá 606. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 13. apríl 2023, um að bæjarstjórn samþykki að úthluta Nostalgíu ehf. lóðinni við Skipagötu 1, Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
16. Stefnisgata 10, Suðureyri. Umsókn um lóð - 2023040020
Tillaga frá 606. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 13. apríl 2023, um að bæjarstjórn samþykki að úthluta Nostalgíu ehf. lóðinni við Stefnisgötu 10, Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Fundargerðir til kynningar
17. Bæjarráð - 1236 - 2303019F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1236. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 27. mars 2023.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
18. Bæjarráð - 1237 - 2303024F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1237. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 3. apríl 2023.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
19. Fræðslunefnd - 451 - 2303022F
Lögð fram til kynningar fundargerð 451. fundar fræðuslunefndar, en fundur var haldinn 13. apríl 2023.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
20. Hafnarstjórn - 240 - 2304001F
Lögð fram til kynningar fundargerð 240. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 12. apríl 2023.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
21. Íþrótta- og tómstundanefnd - 240 - 2303025F
Lögð fram til kynningar fundargerð 240. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 5. apríl 2023.
Fundargerðin er í fimm liðum.
22. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 606 - 2303020F
Lögð fram til kynningar fundargerð 606. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. apríl 2023.
Fundargerðin er í tíu liðum.