511. fundur bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 511. fundar fimmtudaginn 16. mars kl. 17, í fundarsal bæjarstjórnar, á 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Streymt er frá fundinum á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar og í spilaranum neðst á þessari síðu.

Dagskrá

Almenn mál

1. Velferðarþjónusta Vestfjarða - 2022100128
Forseti bæjarstjórnar leggur fram til síðari umræðu lokadrög samnings um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum. Forseti leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn, auk þess að gefa bæjarstjóra fullt umboð til undirritunar hans og samþykktar, ef til kæmu minni háttar breytingar á honum við lokaútgáfu hans.

2. Móttaka flóttamanna 2023 - 2023010017
Tillaga frá 1233. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 6. mars 2023, um að bæjarstjórn samþykki að Ísafjarðarbær taki á móti allt að 40 einstaklingum í samræmdri móttöku flóttafólks á tímabilinu 1. febrúar 2023 til 31. janúar 2024.
Forseti leggur fram til samþykktar þjónustusamning við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, um samræmda móttöku flóttafólks.
Auk þessa er lagður fram til samþykktar viðauki 2 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023, vegna málsins.

3. Verktakasamningur um samþætta þjónustu og kennsluráðgjöf - 2023030034
Tillaga frá 450. fundi fræðslunefndar, sem fram fór 9. mars 2023, um að bæjarstjórn samþykki samning um samþætta þjónustu og kennsluráðgjöf, við Sólveigu Norðfjörð, sem nú sinnir verkefnastjórn við innleiðingu farsældarlaganna í Ísafjarðarbæ. Ásamt verkefnastjórn mun hún jafnframt sinna kennsluráðgjöf í Ísafjarðarbæ. Samningurinn gildir frá 1. ágúst 2023 til 31. desember 2024.

4. Verktakasamningur um sálfræðiþjónustu 2023-2025 - 2023030033
Tillaga frá 450. fundi fræðslunefndar, sem fram fór 9. mars 2023, um að bæjarstjórn samþykki samning um skólasálfræðiþjónustu, við starfandi skólasálfræðinga Ísafjarðarbæjar, Björgu Norðfjörð og Sólveigu Norðfjörð. Gildistími samnings er 20. ágúst 2023 til 15. júní 2025.

5. Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-20, svæði Í9. Dagverðardalur, orlofshúsabyggð - 2021060044
Tillaga frá 694. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 9. mars 2023, um að bæjarstjórn samþykki að hefja málsmeðferð í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6. Ofanflóðavarnir við Flateyri - breytingar mannvirkja eftir snjóflóð 2020 - 2022070037
Tillaga frá 694. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 9. mars 2023, um að bæjarstjórn heimili óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna úrbóta við ofanflóðavarnir á Flateyri.

Fundargerðir til kynningar

7. Bæjarráð - 1233 - 2303002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1233. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 6. mars 2023.
Fundargerðin er í ellefu liðum.

8. Bæjarráð - 1234 - 2303006F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1234. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 13. mars 2023.
Fundargerðin er í 13 liðum.

9. Fræðslunefnd - 450 - 2303003F
Lögð fram til kynningar fundargerð 450. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 9. mars 2023.
Fundargerðin er í fjórum liðum.

10. Hafnarstjórn - 239 - 2303005F
Lögð fram til kynningar fundargerð 239. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 10. mars 2023.
Fundargerðin er í sjö liðum.

11. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 604 - 2302014F
Lögð fram til kynningar fundargerð 604. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 9. mars 2023.
Fundargerðin er í tólf liðum.

12. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 129 - 2302017F
Lögð fram til kynningar fundargerð 129. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 1. mars 2023.
Fundargerðin er í sex liðum.