509. fundur bæjarstjórnar

Bæjarstjórn kemur saman til 509. fundar fimmtudaginn 23. febrúar 2023, kl. 17.00, í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Bein útsending er af fundinum í spilara neðst á þessari síðu og á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá

Almenn mál

1. Velferðarþjónusta Vestfjarða - 2022100128
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu starfshóps um Velferðarþjónustu Vestfirðinga, dags. 9. febrúar 2023, en niðurstaða hópsins er að sveitarfélög á Vestfjörðum vinni sameiginlega að barnaverndarþjónustu og þjónustu við fólk með fötlun, og að gerður verði samningur við Ísafjarðarbæ um að vera leiðandi sveitarfélag skv. 96. gr. sveitarstjórnarlaga.
Þá leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja drög að samningi um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum, með þeim fyrirvara að samningurinn taki breytingum vegna framkominna athugasemda sveitarfélaganna á Vestfjörðum.

2. Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis. - 2019060026
Tillaga bæjarráðs frá 1230. fundi sem fram fór þann 13. febrúar 2023, um að bæjarstjórn samþykki varp umframefnis, vegna dýpkunar Sundahafnar og uppdælingu efnis, í haf við innanverða Pollgötu.
Bæjarráð tók jákvætt í tillögur um losun umframefnis innan við Pollgötu, skv. minnisblaði Vegagerðarinnar, en um er að ræða 200.000 m3 frá uppdælingu við Sundabakka, með þeim rökum að ávinningurinn af losuninni væri tvíþættur. Annars vegar væri ódýrara að losa efni þarna heldur en í Óshlíðinni og hins vegar myndu framtíðarlandfyllingar við Pollgötu verða mun ódýrari þar sem botninn væri búinn að taka sig og ekki þyrfti að byggja garða á jafn miklu dýpi.

3. Minjasjóður Önundarfjarðar - stjórn - 2022030087
Í samræmi við 5. tl. C liðar 48. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og skipulagsskrá Minjasjóðs Önundarfjarðar skal ný bæjarstjórn skipa fulltrúa í stjórn Minjasjóðsins. Bernharður Guðmundsson var skipaður af bæjarstjórn þann 17. nóvember 2022, og hefur Jóna Símonía Bjarnardóttir nú óskað eftir nýjum fulltrúa í sinn stað.
Á 1230. fundi bæjarráðs, þann 13. febrúar 2023, var bæjarstjóra falið að leggja fyrir bæjarstjórn tillögu að nýjum fulltrúa Ísafjarðarbæjar í stjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar.
Bæjarstjóri leggur nú til við bæjarstjórn að Sigríður Júlía Brynleifsdóttir verði skipuð fulltrúi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í stjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar.

4. Samningur um árlegan styrk til Edinborgarhúss - 2023020069
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samning Ísafjarðarbæjar og Edinborgarhússins ehf. um árlegan styrk sem nemur fjárhæð fasteignagjalda ár hvert, gegn reksturs menningarhúss í Ísafjarðarbæ, frá 1. janúar 2023 til tíu ára.

5. Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005
Tillaga bæjarráðs frá 1229. fundi sem fram fór þann 6. febrúar 2023, um að bæjarstjórn samþykki verkkaupasamning um hjúkrunarheimili á Ísafirði, Eyri, VK-23009, dags. í janúar 2023, milli Ísafjarðarbæjar, heilbrigðisráðuneytisins og Framkvæmdasýslu ríkisins - Ríkiseigna.

6. Uppbyggingasamningar 2023 - 2023010108
Tillaga frá 239. fundi íþrótta- og tómstundarnefndar sem haldinn var 1. febrúar 2023, um að bæjarstjórn samþykki að gerðir verði samningar við eftirfarandi félög sem sóttu um uppbyggingarsamning, í samræmi við neðangreinda tillögu. Heildarupphæð úthlutunar er 12.000.000.
Skotís - Skotíþróttafélag Ísafjarðar kr. 4.000.000-
GÍ- Golfklúbbur Ísafjarðar kr. 4.000.000-
Blakdeild Vestra kr. 750.000-
Gólfklúbburinn Gláma kr. 2.500.000-
KKD Vestra kr. 750.000-

7. Eyrargata 11 á Suðureyri. Umsókn um lóð undir einbýlishús - 2023010069
Tillaga frá 602. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var þann 9. febrúar 2023, um að bæjarstjórn samþykki að Nostalgía ehf. fái lóðina við Eyrargötu 11 Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

8. Bræðratunga, umsókn um raðhúsalóð - 2023010245
Tillaga frá 602. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var þann 9. febrúar 2023, um að bæjarstjórn samþykki að úthluta lóðunum við Bræðratungu 2-10 til Landsbyggðarhúsa ehf. skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Umsækjanda sé jafnframt bent á að breyta þurfi deiliskipulagi til að aðlaga hugmyndir framkvæmdaaðila að skipulagi á framkvæmdasvæði.

9. Djúpvegur L138924. Umsókn um stækkun lóðar vegna viðbyggingar - 2023010269
Tillaga frá 602. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var þann 9. febrúar 2023, um að bæjarstjórn heimili stækkun lóðar við Djúpveg L138924, en að lögð verði áhersla á að aðgengi að öðrum húsum á svæðinu verði ekki skert.

Fundargerðir til kynningar

13. Hafnarstjórn - 238 - 2301022F
Lögð fram til kynningar fundargerð 238. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 3. febrúar 2023.
Fundargerðin er í fimm liðum.

10. Bæjarráð - 1229 - 2302003F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1229. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 6. febrúar 2023.
Fundargerðin er í tólf liðum.

11. Bæjarráð - 1230 - 2302007F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1230. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 13. febrúar 2023.
Fundargerðin er í tólf liðum.

12. Bæjarráð - 1231 - 2302010F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1231. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 20. febrúar 2023.
Fundargerðin er í sex liðum.

14. Íþrótta- og tómstundanefnd - 239 - 2301015F
Lögð fram til kynningar fundargerð 239. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 1. febrúar 2023.
Fundargerðin er í einum lið.

15. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 602 - 2301020F
Lögð fram til kynningar fundargerð 602. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 9. febrúar 2023.
Fundargerðin er í tíu liðum.

16. Öldungaráð - 13 - 2302006F
Lögð fram til kynningar fundargerð 13. fundar öldungaráðs, en fundur var haldinn 16. febrúar 2023.
Fundargerðin er í fimm liðum.