506. fundur bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 506. fundar síns fimmtudaginn 5. janúar 2023. Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, og hefst klukkan 17.

Beint streymi frá fundinum er á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar og í spilaranum neðst í fréttinni.

Dagskrá

Almenn mál

1. Byggðakvóti fiskveiðiárið 2022-2023 - 2022120086
Tillaga bæjarstjóra um að sérreglur um úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022-2023 verði óbreyttar frá fyrra ári.
Á 1224. fundi bæjarráðs 19. desember 2022 fól bæjarráð bæjarstjóra að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og hagsmunaaðila varðandi tillögur um sérreglur byggðakvóta. Umsagnarfrestur var til og með 2. janúar 2023, 7 umsagnir bárust.

2. Íbúðarbyggð á landfyllingu norðan Eyrar -Aðalskipulagsbreyting - 2020110080
Tillaga frá 599. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 22. desember 2022, um að bæjarstjórn heimili auglýsingu skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Auglýsingarferlið, þar sem tekið yrði á móti athugasemdum, stendur yfir í rúmar 6 vikur. Að því loknu verður farið yfir athugasemdir sem berast innan athugasemdafrests og fjallað um þær efnislega.

3. Suðurtangi 6, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021120014
Tillaga frá 599. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 22. desember 2022, um að bæjarstjórn heimili endurskoðun á deiliskipulagi á Suðurtanga, íbúðar og þjónustusvæði sem samþykkt var 5. nóvember 2015. Jafnframt leggur nefndin til að íbúðarbyggð verði látin víkja fyrir léttum iðnaði og safnasvæði og útivist verði gefið meira rými í skipulaginu.

4. Bakkavegur 19-21, stofnun lóðar - 2022120047
Tillaga frá 599. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 22. desember 2022, um að bæjarstjórn samþykki breytingu á lóðarmörkum undir Bakkaveg 19 í Hnífsdal.

5. Grundarstígur 15 á Flateyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamning fyrir L141129 - 2022120082
Tillaga frá 599. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 22. desember 2022, um að bæjarstjórn heimili endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Grundarstíg 15 á Flateyri.