502. fundur bæjarstjórnar
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 502. fundar síns fimmtudaginn 17. nóvember kl. 17. Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Hlekkur á streymi frá fundinum er fyrir neðan fundardagskrá en einnig er hægt að fylgjast með á YouTube-rás Ísafjarðarbæjar.
Dagskrá
Almenn mál
1. Ráðning hafnarstjóra - 2022090142
Tillaga bæjarstjóra um ráðningu hafnarstjóra, í samræmi við 51. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
2. Velferðarþjónusta Vestfjarða - 2022100128
Tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórn samþykki að ganga til samninga við KPMG ehf., um þjónustu og þóknun vegna ráðgjafar um um Velferðarþjónustu á Vestfjörðum, í samstarfi við Vestfjarðastofu og önnur sveitarfélög á Vestfjörðum, en kostnaður Ísafjarðarbæjar er um helmingur að heildarkostnaði, eða 3-4 m.kr. á árinu 2022.
Þá gerir bæjarstjóri jafnframt tillögu um að bæjarstjórn samþykki viðauka 19 við fjárhagsáætlun 2022, vegna málsins, en viðaukinn hefur engin áhrif á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar.
3. Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsa og byggingarleyfisgjald í Ísafjarðarbæ - 2021110044
Tillaga frá 596. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 10. nóvember 2022, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu og stofngjald fráveitu, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum, sem tekur gildi 1. janúar 2023.
4. Reglur um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar-, sumarhúsa- og atvinnuhúsnæði - 2022010144
Tillaga frá 596. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 10. nóvember 2022, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á reglum um úthlutun lóða fyrir íbúðar-, sumarhúsa- og atvinnuhúsnæði.
5. Minjasjóður Önundarfjarðar - stjórn - 2022030087
Tillaga frá 1219. fundi bæjarráðs frá 14. nóvember 2022 að skipa Bernharð Guðmundsson sem stjórnarmann í Minjasjóði Önundarfjarðar í stað Birgis Gunnarssonar, frá 1. janúar 2023.
6. Aðgerðaáætlun menningarstefnu Ísafjarðarbæjar - 2022100090
Tillaga frá 165. fundi menningarmálanefndar, þann 11. október 2022, um að bæjarstjórn samþykki aðgerðaráætlun með menningarstefnu Ísafjarðarbæjar.
Málið var tekið fyrir á 501. fundi bæjarstjórnar, þann 3. nóvember 2022, þar sem samþykkt varð að fresta málinu til næsta fundar bæjarstjórnar, og að unnið verði frekar að tillögunum á vinnufundi bæjarfulltrúa og starfsmanna 16. nóvember 2022.
Er uppfærð aðgerðaáætlun, eftir vinnufund frá 16. nóvember 2022, með Menningarstefnu Ísafjarðarbæjar lögð fram til samþykktar í bæjarstjórn.
7. Sunnuholt 5 - Umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2022100130
Tillaga frá 1218. fundi bæjarráðs frá 7. nóvember 2022 að samþykkja niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna nýbyggingar við Sunnuholt 5 á Ísafirði, í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar á 499. fundi sínum þann 6. október.
Skilyrði eru að framkvæmdir hefjist fyrir 31. desember 2023, og ljúki með lokaúttekt fyrir 31. desember 2026.
8. Brekkustígur 5 - umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2022110014
Tillaga frá 1218. fundi bæjarráðs frá 7. nóvember 2022 um að samþykkja niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna nýbyggingar við Brekkustíg 5 á Suðureyri, í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar á 499. fundi sínum þann 6. október.
Skilyrði eru að framkvæmdir hefjist fyrir 31. desember 2023, og ljúki með lokaúttekt fyrir 31. desember 2026.
9. Ósk um deiliskipulagsbreytingu við Mjólkárvirkjun - 2022110032
Tillaga frá 596. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 10. nóvember 2022, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að heimila vinnu við deiliskipulagsbreytingu við Mjólkárvirkjun.
10. Verndarsvæði í byggð. - 2017100040
Tillaga frá 596. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 10. nóvember 2022, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að verndarsvæði í byggð, sem auglýst var.
11. Aðlögunaraðgerðir vegna loftslagsaðgerða - 2022110068
Lögð fram tillaga Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur um að bæjarstjórn samþykki boð um að verða leiðandi sveitarfélag í vinnu við þróun aðlögunaraðgerða vegna áhrifa loftslagsbreytinga á sveitarstjórnarstigi, en Byggðastofnun heldur utan um verkefnið.
Fundargerðir til kynningar
12. Bæjarráð - 1218 - 2211007F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1218. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 7. nóvember 2022.
Fundargerðin er í tíu liðum.
13. Bæjarráð - 1219 - 2211010F
Lögð fram til kyninngar fundargerð 1219. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 14. nóvember 2022.
Fundargerðin er í tíu liðum.
14. Fræðslunefnd - 446 - 2211004F
Lögð fram til kynningar fundargerð 446. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 10. nóvember 2022.
Fundargerðin er í þremur liðum.
15. Hafnarstjórn - 235 - 2211002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 235. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 9. nóvember 2022.
Fundargerðin er í fimm liðum.
16. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 596 - 2211006F
Lögð fram til kynningar fundargerð 596. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 10. nóvember 2022.
Fundargerðin er í 16 liðum.
17. Velferðarnefnd - 466 - 2210021F
Lögð fram til kynningar fundargerð 466. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 3. nóvember 2022.
Fundargerðin er í fjórum liðum.