501. fundur bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 501. fundar síns fimmtudaginn 3. nóvember kl. 17. Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Hlekkur á streymi frá fundinum er fyrir neðan fundardagskrá en einnig er hægt að fylgjast með á YouTube-rás Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá

Almenn mál

1. Heildræn árangursstjórnun í fjármálum - 2022060019
Tillaga frá 1217. fundi bæjarráðs, sem fram fór 31. október 2022, um að bæjarstjórn samþykki tillögur KPMG, en tillögurnar voru unnar frekar af bæjarstjóra, og á vinnufundi bæjarfulltrúa, bæjarstjóra, sviðsstjóra og fjármálastjóra 1. nóvember 2022.

2. Álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda 2023 - 2022090089
Tillaga frá 1217. fundi bæjarráðs, sem fram fór 31. október 2022, um að bæjarstjórn taki til umræðu álagningarhlutfall fasteignagjalda Ísafjarðarbæjar 2023.

3. Fjárhagsáætlun 2023 - 2022050009
Bæjarstjóri leggur fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023 fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

4. Framkvæmdaáætlun 2023 til 2033 - 2022050016
Bæjarstjóri leggur framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023-2033 fram til samþykktar í bæjarstjórn.

5. Gjaldskrár 2023 - 2022050015
Tillaga frá 1216. fundi bæjarráðs, sem fram fór 24. október 2022, um að bæjarstjórn samþykki framkomnar gjaldskrár fyrir árið 2023.

6. Aðgerðaáætlun menningarstefnu Ísafjarðarbæjar - 2022100090
Tillaga frá 1217. fundi bæjarráðs, sem fram fór 31. október 2022, um að bæjarstjórn samþykki aðgerðaáætlun menningarstefnu Ísafjarðarbæjar, en áætlunin var unnin frekar af bæjarstjóra, og á vinnufundi bæjarfulltrúa, bæjarstjóra, sviðsstjóra og fjármálastjóra 1. nóvember 2022.

7. Fræðslusafn Akademias - þjónustusamningur - 2022100129
Tillaga frá 1217. fundi bæjarráðs, sem fram fór 31. október 2022, um að bæjarstjórn samþykki samning Akademias ehf. og Ísafjarðarbæjar.

8. Dagverðardalur 2 - Ósk um stækkun lóðar - 2021080022
Tillaga frá 595. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. október 2022, um að bæjarstjórn heimili stækkun lóðarinnar Dagverðardalur 2, í samræmi við framlagt mæliblað umhverfis- og eignasviðs.

9. Fjarðarstræti 15, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamningsgerð - 2022100023
Tillaga frá 595. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. október 2022, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings undir Fjarðarstræti 15 á Ísafirði.

10. Aðalstræti 46, Þingeyri. Umsókn um gerð lóðarleigusamnings - 2022100031
Tillaga frá 595. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. október 2022, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings undir Aðalstræti 46 á Þingeyri, í samræmi við deiliskipulag Þingeyrar.

11. Umsókn um lóðarleigusamning - 2022100108
Tillaga frá 595. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. október 2022, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings í samræmi við mæliblað tæknideildar, fyrir Fjarðarstræti 20 á Ísafirði.

12. Deiliskipulag við Hlíðargötu á Þingeyri - 2021100054
Tillaga frá 595. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. október 2022, um að bæjarstjórn heimili að tillaga að deiliskipulagi við Hlíðargötu á Þingeyri verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010.

13. Hóll í Firði, Önundarfirði. Nýtt deiliskipulag á F37 -Stekkjarlæksbakkar - 2022050043
Tillaga frá 595. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. október 2022, um að bæjarstjórn staðfesti framlagða tillögu að deiliskipulagi Stekkjarlæksbakka.

14. Strandgata 3b, Hnífsdal. Fyrirspurn um stækkun lóðar - 2022100080
Tillaga frá 595. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. október 2022, um að bæjarstjórn heimili stækkun lóðarinnar Strandgötu 3b í Hnífsdal.

Fundargerðir til kynningar

15. Bæjarráð - 1216 - 2210019F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1216. fundar bæjarráðs, haldinn 24. október 2022.
Fundargerðin er í 11 liðum.

16. Bæjarráð - 1217 - 2210023F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1217. fundar bæjarráðs, haldinn 31. október 2022.
Fundargerðin er í 17 liðum.

17. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 595 - 2210018F
Lögð fram til kynningar fundargerð 595. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, haldinn 27. október 2022.
Fundargerðin er í 13 liðum.