498. fundur bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 498. fundar síns fimmtudaginn 15. september. Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, og hefst klukkan 17.

Bein útsending verður af fundinum á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá

Almenn mál

1. Endurskoðun erindisbréfa nefnda Ísafjarðarbæjar 2022 - 2021050007
Tillaga frá 1201. fundi bæjarráðs, þann 20. júní 2022, um að bæjarstjórn samþykki nýtt erindisbréf velferðarnefndar Ísafjarðarbæjar.

2. Þjónustukjarni á Þingeyri - Blábanki - 2015100017
Tillaga frá 1210. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 12. september 2022, um að bæjarstjórn samþykki að Sædís Ólöf Þórsdóttir verði kosin aðalfulltrúi í stjórn Samfélagsmiðstöðvarinnar á Þingeyri, Blábanka, og að Jóhann Birkir Helgason, verði kosinn varafulltrúi.

3. Verkefnastjóri á Flateyri - nýsköpunar- og þróunarverkefni í kjölfar snjóflóða 2020 - 2020040039
Tillaga frá 1210. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 12. september 2022, um að bæjarstjórn samþykki að Arna Lára Jónsdóttir og Jóhann Birkir Helgason verði kosnir fulltrúar í verkefnastjórn nýsköpunar- og þróunarverkefnis á Flateyri

4. Samstarfsnefnd um friðlandið Hornstrandir - tilnefning fulltrúa - 2014120033
Tillaga frá 1209. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 5. september 2022, um að bæjarstjórn samþykki að Gauti Geirsson og Andrea Harðardóttir verði fulltrúar Ísafjarðarbæjar í Hornstrandanefnd, samráðsnefnd um friðlandið á Hornströndum.

5. Samstarf um barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum - 2021090094
Tillaga frá 1210. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 12. september 2022, um að bæjarstjórn samþykki að viðauka við samning Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps, um meðferð barnaverndarmála og kosningu í barnaverndarnefnd, en samningurinn, skv. viðauka gildir nú til 31. desember 2022.

6. Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni - 2022090010
Tillaga frá 1209. og 1210. fundum bæjarráðs, sem fram fóru þann 5. og 12. september 2022, um að bæjarstjórn samþykki samning um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni, viðauka I - erindisbréf valnefndar og viðauka II um þóknun ráðsmanna, með samningnum, f.h. Ísafjarðarbæjar, en samningurinn gildir frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2027.

7. Úrgangsstjórnun og svæðisáætlun - 2022090018
Tillaga frá 122. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fram fór þann 7. september 2022, um að bæjarstjórn samþykki að hafið verið samtal við öll sveitarfélög á Vestfjörðum um gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs.

8. Breiðadalur - smávirkjun neðan Breiðadalsvirkjunar - 2021010046
Tillaga frá 592. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 12. september 2022, um að bæjarstjórn heimili að hefja málsmeðferð í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9. Túngata 5 á Flateyri. Umsókn um byggingarlóð undir bílskúrgeymslu - 2022080017
Tillaga frá 592. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 12. september 2022, um að bæjarstjórn samþykki að Guðfinnu Hinriksdóttur verði úthlutað lóð við Túngötu 5 á Flateyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafa framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.

10. Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna Mjólkárlínu 2 - 2022090041
Tillaga frá 592. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 12. september 2022, um að bæjarstjórn heimili að hefja málsmeðferð í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11. Umsókn um lóð við Sundabakka - 2022090020
Tillaga frá 592. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 12. september 2022, um að bæjarstjórn heimili endurskoðun á deiliskipulagi Sundabakka.

12. Ásýnd miðbæjar - Framkvæmdaáætlun 2021-22 - 2021020051
Tillaga frá 592. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 12. september 2022, um að bæjarstjórn heimili endurskoðun deiliskipulags miðbæjarins á Ísafirði, sem er frá árinu 1993.

13. Reglur um útgáfu stöðuleyfa - 2022070024
Tillaga frá 592. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 12. september 2022, um að bæjarstjórn samþykki framlagðar reglur um útgáfu stöðuleyfa.

14. Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005
Tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórn samþykki að hefja vinnu við breytingar á deiliskipulagi vegna stækkunar á hjúkrunarheimilinu Eyri.

Fundargerðir til kynningar

15. Bæjarráð - 1209 - 2209002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1209. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 5. september 2022.
Fundargerðin er í tólf liðum.

16. Bæjarráð - 1210 - 2209008F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1210. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 12. september 2022.
Fundargerðin er í 17 liðum.

17. Fræðslunefnd - 442 - 2208016F
Lögð fram til kynningar fundargerð 442. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 8. september 2022.
Fudnargerðin er í ellefu liðum.

18. Íþrótta- og tómstundanefnd - 232 - 2208013F
Lögð fram til kynningar fundargerð 232. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 31. ágúst 2022.
Fundargerðin er í fimm liðum.

19. Íþrótta- og tómstundanefnd - 233 - 2209003F
Lögð fram til kynningar fundargerð 233. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 7. september 2022.
Fundargerðin er í einum lið.

20. Menningarmálanefnd - 164 - 2208005F
Lögð fram til kynningar fundargerð 164. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 30. ágúst 2022.
Fundargerðin er í sjö liðum.

21. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 592 - 2209005F
Lögð fram til kynningar fundargerð 592. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. september 2022.
Fundargerðin er í ellefu liðum.

22. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 122 - 2207009F
Lögð fram til kynningar fundargerð 122. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, en fundur var haldinn 7. september 2022.
Fundargerðin er í sjö liðum.