496. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 496. fundar síns þann 16. júní. Fundurinn verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, annarri hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og hefst kl. 17:00.

Beint streymi frá fundinum er hér fyrir neðan fundardagskrá. 

Dagskrá

Almenn mál

1. Nefndarmenn 2022-2026 - 2022050135
Forseti leggur til að Arna Lára Jónsdóttir verði kosin fulltrú í stjórn Byggðasafns Vestfjarða, og að Gylfi Ólafsson verði kosinn varamaður, í samræmi við samþykktir Byggðsafnsins.

2. Fulltrúaráð Vestfjarðastofu - - 2022060027
Tillaga frá 1199. fundi bæjarráðs, sem fram fór 9. júní 2022, um að bæjarstjórn skipi nýjan fulltrúa til setu í fulltrúaráði fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.
Forseti leggur til að Gylfi Ólafsson verði kosinn í fulltrúaráð Vestfjarðastofu.

3. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022 - 2022020099
Tillaga frá 1199. fundi bæjarráðs, sem fram fór 9. júní 2022, um að bæjarstjórn tilnefni landsþingfulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Forseti leggur til að Gylfi Ólafsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Steinunn Guðný Einarsdóttir verði kosin aðalfulltrúar á landsþing, og að Magnús Einar Magnússon, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Aðalsteinn Egill Traustason verði kosin varafulltrúar á landsþing Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

4. Stjórn Nave 2022-2026 - 2022060066
Tillaga frá 1200. fundi bæjarráðs, sem fram fór 13. júní 2022, um að bæjarstjórn tilnefni fulltrúa á samráðsfund Náttúrustofu Vestfjarða og fulltrúa í stjórn Stofunnar, og felur bæjarstjóra að mæta sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar á samráðsfund Nave.
Forseti leggur til að Catherine Chambers verði kosinn fulltrúi Ísafjarðarbæjar í stjórn Náttúrustofu Vestfjarða.

5. Samþykkt um öldungaráð - 2022030030
Tillaga frá bæjarstjóra um að bæjarstjórn taki til síðari umræðu og samþykki þannig breytingar á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, nánar tiltekið breytingar á 7. tl. B liðar 48. gr. um öldungaráð, í samræmi við minnisblað sviðsstjóra dags. 14. janúar 2022, og breytingar á samþykkt um öldungaráð, sem samþykktar voru á 488. fundi bæjarstjórnar þann 20. janúar 2022.
Breytingar á 7. tl. B liðar 48. gr. samþykkta um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar fela í sér að samkvæmt samþykkt um öldungaráð Ísafjarðarbæjar kýs bæjarstjórn þrjá fulltrúa og þrjá til vara, félög eldri borgara í Ísafjarðarbæ tilnefna þrjá fulltrúa og þrjá til vara, auk þess sem heilsugæslan kýs einn fulltrúa og einn til vara. Bæjarstjórn velur öldungaráðinu formann úr hópi öldungaráðsráðsmanna. Kjörtímabil ráðsins er hið sama og bæjarstjórnar.

6. Heildræn árangursstjórnun í fjármálum - 2022060019
Tillaga frá 1200. fundi bæjarráðs, sem fram fór 13. júní 2022, um að bæjarstjórn samþykki að ganga til samninga við KPMG um árangursstjórnun í fjármálum Ísafjarðarbæjar, í samræmi við verkefnatillögu KPMG, og á grundvelli framlagðs samnings.

7. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022 - viðauki 7 - 2022040056
Tillaga frá 1200. fundi bæjarráðs, sem fram fór 13. júní 2022, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 7 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna breytinga á áætlun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, samstarfsverkefnis við KPMG um heildræna árangursstjórnun í fjármálum og biðlauna fyrrverandi bæjarstjóra.

8. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022 - viðauki 8 - 2022040056
Tillaga frá 1200. fundi bæjarráðs, sem fram fór 13. júní 2022, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 8 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna snjómoksturs ársins 2022.

9. Brimbrjótur, Suðureyri - umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði - 2019120040
Tillaga frá 1200. fundi bæjarráðs, sem fram fór 13. júní 2022, um að bæjarstjórn samþykki viðauka við afnotasamning Ísafjarðarbæjar og Fisherman ehf. um afnot af landi til uppbyggingar við Brjótinn á Suðureyri.

10. Ártunga 3 - umsókn um lóð - 2022050117
Tillaga frá 585. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 9. júní 2022, um að bæjarstjórn samþykki að Teitur Magnússon fái lóðina við Ártungu 3, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

11. Daltunga 4 - umsókn um lóð - 2022050131
Tillaga frá 585. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 9. júní 2022, um að bæjarstjórn samþykki að Ívar Valsson, f.h. Tanga ehf, fái lóðina við Daltungu 4, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

12. Aðalstræti 8, 400. Umsókn um viðbótarlóð - 2019080022
Tillaga frá 585. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 9. júní 2022, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings vegna viðbótarlóðar við Aðalstræti 8, í samræmi við deiliskipulag Eyrarinnar.

13. Öldugata 5 á Flateyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2022050067
Tillaga frá 585. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 9. júní 2022, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings undir Öldugötu 5, í samræmi við deiliskipulag Flateyrar.

14. Grjótvörn og uppfylling til norðurs frá Norðurtanga í Skutulsfirði - Aðalskipulagsbreyting - 2020110080
Tillaga frá 585. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 9. júní 2022, um að bæjarstjórn heimili auglýsingu á vinnslutillögu grjótvarnar og landfyllingar norðan Skutulsfjarðareyrar, vegna breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, skv. II. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010. Nefndin leggur áherslu á að málið verði vel kynnt íbúum og hagsmunaaðilum á auglýsingatímanum.

15. Efstaból - stækkun lóðar - 2022060020
Tillaga frá 585. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 9. júní 2022, um að bæjarstjórn heimili uppskipti lands úr landi Neðri-Engidals L138018 og í framhaldinu stækka lóð Efstabóls L2304448, í Engidal.

Fundargerðir til kynningar

16. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 191 - 2205005F
Lögð fram til kynningar fundargerð 191. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, en fundur var haldinn 12. maí 2022.
Fundargerðin er í einum lið.

17. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 585 - 2205012F
Lögð fram til kynningar fundargerð 585. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 9. júní 2022.
Fundargerðin er í 14 liðum.