494. fundur bæjarstjórnar
494. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, fimmtudaginn 5. maí og hefst kl. 17.
Beint streymi af fundi má finna hér á síðunni fyrir neðan fundardagskrá.
Dagskrá
Almenn mál
1. Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2021 - 2022010041
Bæjarstjóri leggur fram til síðari umræðu ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2021.
2. Lánsumsókn hafnarsjóður 2022 - 2022040046
Tillaga frá 1197. fundi bæjarráðs sem fram fór þann 2. maí 2022, um að bæjarstjórn samþykki hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Ísafjarðarhafna hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 200.000.000 til 17 ára, með föstum 1,00% vöxtum, láns í lánaflokknum LSS39.
Ábyrgð þessi er veitt í samræmi við heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og að bæjarstjórn veiti Lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til að fjármagna uppbyggingu á höfn að Sundabakka í Skutulsfirði, en um 670 milljón króna framkvæmd er að ræða, ríkisstyrkt um 60%, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Þá er lagt til að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skuldbindi hér með sveitarfélagið sem eiganda Ísafjarðarhafna til að selja ekki eignarhlut sinn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt. Fari svo að Ísafjarðarbær selji eignarhlut í Ísafjarðarhöfnum til annarra opinberra aðila, skuldbindur Ísafjarðarbær sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.
Jafnframt er lagt til að Birgi Gunnarssyni, kt. 050263-5419, verði veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Ísafjarðarbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.
3. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022 - 2022040056
Tillaga frá 1196. fundi bæjarráðs sem fram fór þann 25. apríl 2022, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 6 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna breytinga á launaáætlun ársins 2022.
4. Nefndarmenn 2018-2022 yfir- og undirkjörstjórn - 2018050091
Forseti bæjarstjórnar leggur til við bæjarstjórn að kjósa neðangreinda aðila í yfirkjörstjórn og undirkjörstjórnir Ísafjarðarbæjar, vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022:
Yfirkjörstjórn:
3 aðalmenn: Díana Jóhannsdóttir, Jóhanna Oddsdóttir, Kristín Þóra Henrýsdóttir.
3 varamenn: Anna Ragnheiður Grétarsdóttir, Helga Alberta Ásgeirsdóttir, Björn Davíðsson.
I.-III. kjördeild Ísafjörður og Hnífsdalur:
15 aðalmenn: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Helga Salóme Ingimarsdóttir, Jón Hálfdán Jónsson, Eggert Stefánsson, Matthildur Helgadóttir, Fanný Margrét Bjarnardóttir, Thelma E. Hjaltadóttir, Gunnlaugur Finnbogason, Gunnar Ingi Kristjánsson, Sara Emily Newman, Rakel Sylvía Björnsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Helga Björt Möller, Aðalheiður Jóhannsdóttir, Guðbjörg Ebba Högnadóttir.
15 varamenn: Steinar Skjaldarson, Vignir Örn Pálsson, Teitur Magnússon, Jóhanna Ýr Barðadóttir, Grímur Daníelsson, Kristín Ósk Jónasdóttir, Ásta María Sverrisdóttir, Eiríkur Gísli Johansson, Sveinbjörn Orri Heimisson, Dóra Hlín Gísladóttir, Halla Ólafsdóttir, Sindri Snæfells Kristinsson, Gaui Már Þorsteinsson, Marta Sóley Hlynsdóttir, Daníel Wale Adeleye.
IV. kjördeild Suðureyri:
5 aðalmenn: Þorleifur Sigurvinsson, Svala Jónsdóttir, Gróa Rán Birgisdóttir, Helga Guðný Kristjánsdóttir, Steinar Skjaldarson.
5 varamenn: Jóhannes Aðalbjörnsson, Karl R. Sigurbjörnsson, Emilia Agata Górecka, Smári Karvel Guðmundsson, Svavar Guðmundsson.
V. kjördeild Flateyri:
5 aðalmenn: Kristján R Einarsson, Jóhanna Kristjánsdóttir, Óttar Guðjónsson, Soffía Ingimarsdóttir, Vigdís Erlingsdóttir.
2 varamenn: Ingibjörg Guðmundsdóttir, Hulda María Guðjónsdóttir.
VI. kjördeild Þingeyri:
5 aðalmenn: Agnes Arnardóttir, Austra Kamarauskaite, Gíslína Matthildur Gestsdóttir, Jónína Hrönn Símonardóttir, Marsbil G. Kristjánsdóttir.
5 varamenn: Jóhannes Sigursveinsson, Hildur Inga Rúnarsdóttir, Janne Kristensen, Iwona Motycka, Eiríkur Óðinn Hauksson.
5. Tónlistarfélag Ísafjarðar - fasteignagjöld - 2020120006
Tillaga frá 1195. fundi bæjarráðs sem fram fór þann 11. apríl 2022, um að bæjarstjórn samþykki samning milli Ísafjarðarbæjar og Tónlistarfélags Ísafjarðar um árlegan styrk vegna greiðslu fasteignagjalda til tíu ára.
6. Samningur v. Fossavatnsgöngu 2022-2024 - 2022030115
Tillaga frá 1197. fundi bæjarráðs sem fram fór þann 2. maí 2022, um að bæjarstjórn samþykki samstarfssamning Ísafjarðarbæjar og Fossavatnsgöngunnar um framkvæmd Fossavatnsgöngunnar árin 2023-2025, með þeim minniháttar breytingum sem ræddar voru á fundinum.
7. Þarfagreining aðildarfélaga HSV og bæjarstjórnar fyrir árin 2022-2027 (uppbyggingaráætlun) - 2021080069
Tillaga frá 231. fundi íþrótta- og tómstundanefndar sem fram fór þann 27. apríl 2022, um að bæjarstjórn samþykki að gerðir verði samningar við þau sjö félög sem sóttu um uppbyggingarstyrki. Upphæð í hvert verkefni verði kr. 1.714.285.
8. Grjótvörn og uppfylling til norðurs frá Norðurtanga í Skutulsfirði - Aðalskipulagsbreyting - 2020110080
Tillaga frá fulltrúum D-lista Sjálfstæðisflokks og B-lista Framsóknarflokks frá 582. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór þann 13. apríl 2022, um að bæjarstjórn samþykki að velja landfyllingu norðan Fjarðarstrætis úr valkostagreiningu sem unnin var af Verkís ehf. í mars 2022.
9. Endurskoðun á reglum um lóðarúthlutanir - 2022040058
Tillaga frá 583. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór þann 27. apríl 2022, um að bæjarstjórn samþykki breytingar á lóðarúthlutunarreglum í samræmi við minnisblað Smára Karlssonar, starfsmanns umhverfis- og eignasviðs, dags. 20. apríl 2022.
10. Snjómokstur á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri - þjónustusamningur 2019-2021 - 2018100087
Tillaga frá 119. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar sem fram fór þann 8. apríl 2022, um að bæjarstjórn samþykki að nýta framlengingarákvæði samninga um snjómokstur til tveggja ára á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri.
11. Ósk um óverulega breytingu á Ask. Ísaf.b. vegna jarðhitanýtingar við Laugar í Súgandafirði - 2022030080
Tillaga frá 581. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór þann 6. apríl 2022, um að bæjarstjórn heimili málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010.
12. Ósk um óverulega breytingu á Aðalskipulagi vegna strenglagna í Arnarfirði - 2022030014
Tillaga frá 582. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór þann 13. apríl 2022, um að bæjarstjórn samþykki meðfylgjandi aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga vegna strenglagna í Arnarfirði.
13. Öldugata 1b og 1, ósk um sameiningu lóða - 2021080073
Tillaga frá 581. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór þann 6. apríl 2022, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings undir Öldugötu 1b, í samræmi við deiliskipulag Flateyrar.
14. Æðartangi 6, Ísafirði Umsókn um lóð undir atvinnuhús - 2022010152
Tillaga frá 582. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór þann 13. apríl 2022, um að bæjarstjórn heimili að Garðar Sigurgeirsson, f.h. Vestfirskra verktaka ehf., fái lóðina við Æðartanga 6, Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
15. Æðartangi 8-10 -ósk um breytingu á deiliskipulagi - 2022030158
Tillaga frá 582. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór þann 13. apríl 2022, um að bæjarstjórn heimili málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
16. Dynjandisheiði - Breyting á aðalskipulagi vegna veglagningar - 2021030106
Tillaga frá 582. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór þann 13. apríl 2022, um að bæjarstjórn samþykki veglínu D og að framkvæmdaaðila gert að uppfæra uppdrátt og greinargerð í samræmi við athugasemdir. Nefndin telur breytingar ekki þess eðlis að auglýsa þurfi tillöguna að nýju.
Fundargerðir til kynningar
17. Bæjarráð - 1195 - 2204008F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1195. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 11. apríl 2022.
Fundargerðin er í sex liðum.
18. Bæjarráð - 1196 - 2204014F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1196. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 25. apríl 2022.
Fundargerðin er í 13 liðum.
19. Bæjarráð - 1197 - 2204020F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1195. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 2. maí 2022.
Fundargerðin er í 11 liðum.
20. Fræðslunefnd - 439 - 2204003F
Lögð fram til kynningar fundargerð 439. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 13. apríl 2022.
Fundargerðin er í sjö liðum.
21. Fræðslunefnd - 440 - 2204016F
Lögð fram til kynningar fundargerð 440. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 28. apríl 2022.
Fundargerðin er í sex liðum.
22. Hafnarstjórn - 230 - 2204009F
Lögð fram til kynningar fundargerð 230. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 12. apríl 2022.
Fundargerðin er í átta liðum.
23. Íþrótta- og tómstundanefnd - 231 - 2204015F
Lögð fram til kynningar fundargerð 231. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 27. apríl 2022.
Fundargerðin er í einum lið.
24. Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 37 - 2204012F
Lögð fram til kynningar fundargerð 37. fundar sameinaðrar almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, en fundur var haldinn 26. apríl 2022.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
25. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 581 - 2204002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 581. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 6. apríl 2022.
Fundargerðin er í 16 liðum.
26. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 582 - 2204006F
Lögð fram til kynningar fundargerð 582. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. apríl 2022.
Fundargerðin er í 11 liðum.
27. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 583 - 2204011F
Lögð fram til kynningar fundargerð 583. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. apríl 2022.
Fundargerðin er í þremur liðum.
28. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 119 - 2203010F
Lögð fram til kynningar fundargerð 119. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 8. apríl 2022.
Fundargerðin er í níu liðum.