492. fundur bæjarstjórnar 17. mars
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 492. fundar síns fimmtudaginn 17. mars kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu.
Beint streymi af fundi má finna hér á síðunni fyrir neðan fundardagskrá.
Dagskrá
Almenn mál
1. Endurskoðun verkefnasamninga 2022 - 2022020115
Tillaga frá 230. fundi íþrótta- og tómstundanefndar, sem fram fór 2. mars 2022, um að bæjarstjórn samþykki verkefnasamningi HSV og Ísafjarðarbæjar.
2. Húsnæðismál háskólanemenda - stofnframlag og lóðavilyrði - 2021050072
Tillaga frá 1191. fundi bæjarráðs, sem fram fór 14. mars 2022, um að bæjarstjórn samþykki uppfærða umsókn Háskólaseturs Vestfjarða, f.h. óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar um byggingu nemendagarða á Ísafirði, en um er að ræða samþykki um að veita 12% stofnframlag til byggingar nemendagarða Háskólaseturs Vestfjarða, að fjárhæð kr. 93.897.600.
Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 3 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022 vegna málsins, en áhrif á samantekinn A og B hluta er auknar tekjur kr. 20.320.146,- eða hækkun rekstrarafgangs úr kr. 47.800.000 í kr. 68.120.146,-
3. Húsnæðismál háskólanemenda - beiðni um niðurrif skúra við Fjarðarstræti 20 - 2022030070
Tillaga frá 1191. fundi bæjarráðs, sem fram fór 14. mars 2022, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 4 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, og samþykkja þar með jafnframt beiðni Háskólaseturs Vestfjarða, f.h. óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar um byggingu nemendagarða, um að Ísafjarðarbær sjái um niðurrif skúrabyggingar við Fjarðarstræti 20 á Ísafirði og afhendi þannig lóðina tilbúna til byggingar.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er aukinn kostnaður kr. 37.947.487,- eða lækkun rekstrarafgangs úr kr. 68.120.146 í kr. 30.172.659.
4. Fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði - 2020040001
Tillaga frá 1191. fundi bæjarráðs, sem fram fór 14. mars 2022, um að bæjarstjórn samþykki viljayfirlýsingu Ísafjarðarbæjar og Íþróttafélagsins Vestra vegna byggingar fjölnota íþróttahúss (knatthúss) á Torfnesi á Ísafirði, og að bæjarstjóra verið falið að vinna málið áfram með íþróttafélaginu.
5. Minjasjóður Önundarfjarðar - stjórn - 2022030087
Tillaga forseta um að kjósa Birgi Gunnarsson, bæjarstjóra, sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar í stjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar, í stað Helenu Jónsdóttur, í samræmi við 5. tl. C liðar 48. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Fundargerðir til kynningar
6. Bæjarráð - 1190 - 2203002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1190. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 7. mars 20222.
Fundargerðin er í sex liðum.
7. Bæjarráð - 1191 - 2203007F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1191. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 14. mars 20222.
Fundargerðin er í tólf liðum.
8. Fræðslunefnd - 437 - 2203003F
Lögð fram til kynningar fundargerð 437. fundar fræðslunefndar en fundur var haldinn 10. mars 20222.
Fundargerðin er í sex liðum.
9. Íþrótta- og tómstundanefnd - 230 - 2202021F
Lögð fram til kynningar fundargerð 230. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 2. mars 20222.
Fundargerðin er í tveimur liðum.