486. fundur bæjarstjórnar

486. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, fimmtudaginn 16. desember 2021 og hefst kl. 17.00.

Beina hljóðútsendingu af fundinum má finna hér.

Dagskrá

Almenn mál

1. Uppbyggingaráætlun 2022 - 2021080069
Tillaga frá 228. fundi íþrótta- og tómstundanefndar, sem fram fór þann 1. desember 2021, um að bæjarstjórn samþykki uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar 2022-2027.

2. Engjavegur 9, 400. Umsókn um lóðarleigusamning - 2021080058
Tillaga frá 571. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 24. nóvember 2021, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Engjaveg 9 á Ísafirði, skv. mæliblaði dags. 13. október 2021.

3. Boð um kaup Suðurtangi 2 Ísafjörður - 2019050091
Tillaga frá 1176. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 15. nóvember 2021, um að bæjarstjórn samþykki kaupsamning um fasteign Sjósportmiðstöðvar Íslands að Suðurtanga 2 á Ísafirði, fnr. 222-9261 og 225-2110, að fjárhæð kr. 28.000.000

4. Vestfjarðastofa - skipan varamanns í stjórn - 2021120022
Tillaga frá 1179. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 6. desember 2021, um að bæjarstjórn kjósi Daníel Jakobsson sem varamann í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga.

5. Skeið ehf. - Umsókn um stofnframlag - 2021120018
Uppfærð tillaga frá 1180. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 13. desember 2021, um að bæjarstjórn samþykki að veita stofnframlag til Skeiðs ehf., þar sem áætluð gjöld sem sveitafélagið myndi gefa eftir eru gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöld, þ.e. kr. 13.800.000, og áætlað greitt stofnframlag á árinu 2022 er kr. 9.238.805 og við verklok árið 2023 kr. 23.038.805, auk þess sem lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2022.

6. Hlíf 1 - Umsókn um breytingu á innra fyrirkomulagi - 2021100094
Tillaga frá 1180. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 13. desember 2021, um að bæjarstjórn samþykki að selja byggingarétt rýmis á 4. hæð Hlífar 1 á Ísafirði, með samþykki um byggingaráform, m.v. núverandi ástand þ.e. fokheldisstig, með þeim kvöðum sem eru á húsinu.

7. Tankurinn - Útilistaverk á Þingeyri - 2019040026
Tillaga frá 1180. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 13. desember 2021, um að bæjarstjórn samþykki að veita styrk til Tanks menningarfélags vegna gatnagerðargjalda og byggingarleyfisgjalda að fjárhæð kr. 2.636.786, og samþykki viðauka 17 við fjárhagsáætlun 2021 vegna málsins, en viðaukinn hefur ekki áhrif á lokaniðurstöðu framkvæmda- eða fjárhagsáætlunar ársins 2021.

8. Vátryggingaútboð 2021 - 2021100091
Tillaga frá 1180. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 13. desember 2021, um að bæjarstjórn samþykki að fara að tillögu Ríkiskaupa í útboði nr. 21567 og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum í útboðskerfinu. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboðs er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda.

9. Hafnarbakki 5, umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020100029
Tillaga frá 1180. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 13. desember 2021, um að bæjarstjórn samþykki að afturkalla þá ákvörðun sína að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hafnarbakka 5, Flateyri, landnúmer 141100, er tekin var á 464. fundi bæjarstjórnar þann 5. nóvember 2020, á grundvelli umsóknar um endurnýjun á lóðarleigusamningi vegna fasteignarinnar með fasteignanúmerið 2126407. Þar með eru afturkölluð þau lóðarréttindi/leiguréttindi sem lóðarleigusamningur (grunnleigusamningur), dags. 24. nóvember 2020, ber með sér. Um heimild til afturköllunar vísast til 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ástæða afturköllunar er sú að orðalag lóðarleigusamningsins er ekki nægilega skýrt um þau lóðarréttindi sem til stóð að úthluta, þar sem samningurinn ber með sér að leigutaka sé leigð öll lóðin að Hafnarbakka 5 og þar með undan fasteignum á lóðinni í eigu annars aðila. Lóðarleigusamningurinn hafi því orðið annars efnis en til stóð. Er bæjarstjóra falið að hlutast til um að gripið verði til annarra viðeigandi ráðstafana til að leiðrétta þá röngu réttarstöðu sem lóðarleigusamningurinn kann að teljast bera með sér.

10. Viðhald Grunnskólans á Suðureyri vegna myglu - 2021090083
Tillaga frá bæjarstjóra um að bæjarstjórn samþykki viðauka 18 við fjárhagsáætlun ársins 2021 vegna viðhaldsframkvæmda í Grunnskólanum á Suðureyri, að fjárhæð kr. 13.500.000. Lagt er til frestun á öðrum verkefnum Eignasjóðs, en áhrif viðaukans á lokaniðurstöðu fjárhagsáætlunar eru engin, en minnisblað vegna málsins var lagt fram til kynningar á 1175. fundi bæjarráðs, þann 8. nóvember 2021.

Fundargerðir til kynningar

11. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 189 - 2112004F
Lögð fram til kynningar fundargerð 189. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, en fundur var haldinn 7. desember 2021.
Fundargerðin er í einum lið.

12. Bæjarráð - 1179 - 2112005F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1179. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 6. desember 2021.
Fundargerðin er í 13 liðum.

13. Íþrótta- og tómstundanefnd - 228 - 2111023F
Lögð fram til kynningar fundargerð 228. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 1. desember 2021.
Fundargerðin er í tveimur liðum.