485. fundur bæjarstjórnar
485. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar verður haldinn fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, fimmtudaginn 2. desember 2021 og hefst kl. 17.00.
Beina hljóðútsendingu af fundinum má finna hér.
Dagskrá
Almenn mál
1. Fjárhagsáætlun 2022 - 2021040035
Bæjarstjóri leggur fram, til síðari umræðu, tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja, fyrir árið 2022, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2023-2025.
2. Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091
Tillaga bæjarfulltrúa Í-lista um að Björgvin Hilmarsson verði kosinn aðalmaður Í-lista í skipulags- og mannvirkjanefnd, í stað Smára Karlssonar.
3. Skipurit 2021 - 2021090011
Tillaga frá 1177. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 22. nóvember 2021, um að bæjarstjórn samþykki skipurit nefnda og stjórna sveitarfélagsins.
4. Mannauðsstefna - Uppfærsla á starfsmannastefnu - 2021110068
Tillaga frá 1178. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 29. nóvember 2021, um að bæjarstjórn samþykki uppfærða mannauðsstefnu Ísafjarðarbæjar.
5. Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga - 2020110026
Tillaga frá 1177. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 22. nóvember 2021, um að bæjarstjórn samþykki að á meðan neyðarástand ríkir vegna COVID-19 verði nefndum, ráðum og bæjarstjórn heimilt að funda samkvæmt breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga, sbr. og auglýsingu ráðherra nr. 1273/2021.
6. Hjólastefna Ísafjarðarbæjar - 2021090058
Tillaga frá 1177. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 22. nóvember 2021, um að bæjarstjórn samþykki hjólastefnu Ísafjarðarbæjar.
7. Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005
Tillaga frá 1177. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 22. nóvember 2021, um að bæjarstjórn samþykki að bæjarstjóri undirriti samning um frumathugun vegna viðbyggingar hjúkrunarheimilisins Eyrar.
8. Hafnarstræti 29 á Flateyri, lóð undir nemendagarða - 2021100017
Tillaga frá 571. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 24. nóvember 2021, um að bæjarstjórn samþykki að Nemendagarðar Lýðskólans, Flateyri fái lóðina við Hafnarstræti 29, Flateyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi uppdrættir ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. uppfærða mannauðsstefnu Ísafjarðarbæjar.
9. Brekkugata 50, Þingeyri - umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021090101
Tillaga frá 571. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 24. nóvember 2021, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Brekkugötu 50 á Þingeyri, skv. mæliblaði dags. 13. október 2021.
10. Vífilsmýrar í Önundarfirði. Staðfesting landamerkja - 2021110046
Tillaga frá 571. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 24. nóvember 2021, um að bæjarstjórn staðfesti landamerki milli Hóls í Firði og Vífilsmýra, að Kirkjubóli í Bjarnadal.
11. Verkefnið Sólsetrið á Þingeyri og deiliskipulag - 2019050058
Tillaga frá 571. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 24. nóvember 2021, um að bæjarstjórn samþykki tillögu PK arkitekta dags. 28. júlí 2021, með síðari breytingum dags. 15. október 2021, varðandi verkefnið Sólsetrið á Þingeyri og deiliskipulag.
Fundargerðir til kynningar
12. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 188 - 2111011F
Lögð fram til kynningar fundargerð 188. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, en fundur var haldinn 18. nóvember 2021.
Fundargerðin er í einum lið.
13. Bæjarráð - 1177 - 2111018F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1177. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 22. nóvember 2021.
Fundargerðin er í tíu liðum.
14. Bæjarráð - 1178 - 2111020F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1178. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 29. nóvember 2021.
Fundargerðin er í fimm liðum.
15. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 571 - 2111003F
Lögð fram til kynningar fundargerð 571. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 24. nóvember 2021.
Fundargerðin er í tólf liðum.