474. fundur bæjarstjórnar

474. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á 2. hæð Stjórnsýsluhússins þann 15. apríl 2021 og hefst kl. 17.00.

Beina útsendingu af fundinum má finna í spilaranum í hægri dálki hér (neðst ef síða er skoðuð í farsíma).

Dagskrá

Almenn mál

1. Framtíð þjónustumiðstöðvar Ísafjarðarbæjar - 2021030076
Mál sett á dagskrá að beiðni bæjarfulltrúa Í-lista í samræmi við 4. tl. 1. mgr. 10. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, ásamt tillögu til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs verði falið að móta hugmyndir af framtíðarskipulagi þjónustu-miðstöðvar. Markmiðið verði að tryggja góða þjónustu og getu þjónustumiðstöðvar til að sinna hinum ýmsu viðhalds- og rekstrarverkefnum til hagsbóta fyrir bæjarbúa og atvinnulíf. Kortleggja þarf hvaða verkefni á að vera á hendi þjónustumiðstöðvar og hvernig á að sinna þeim. Skoða mætti að sameina starfsemi þjónustumiðstöðvar við aðrar stofnanir bæjarins, eins og höfnina eða skíðasvæðið til að byggja upp sterkari einingu.

2. Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091
Tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórn veiti Hafdísi Gunnarsdóttur lausn frá störfum sínum í bæjarstjórn og fastanefndum Ísafjarðarbæjar, að hennar eigin ósk, til loka kjörtímabils, með vísan til heimildar í 2. mgr. 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 38/2011.

3. Endurgjaldslausar tíðavörður í grunnskólum og félagsmiðstöðvum - 2021040028
Mál sett á dagskrá að beiðni bæjarfulltrúa Í-lista í samræmi við 4. tl. 1. mgr. 10. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, ásamt tillögu til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um að fræðslunefnd, ásamt sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, verði falið að útfæra tillögu um ókeypis tíðarvörur í grunnskólum og félagsmiðstöðvum í Ísafjarðarbæ og leggja fyrir bæjarstjórn auk kostnaðaráætlunar.
Stefnt skal að því að strax haustið 2021 verði ókeypis tíðarvörur í boði í öllum grunnskólum og fræðslumiðstöðvum sveitarfélagsins.

4. Umsókn um stofnframlag - Bæjartún hses.. - 2021020097
Tillaga frá 1146. fundi bæjarráðs, sem fram fór 22. mars 2021, um að bæjarstjórn samþykki umsókn Bæjartúns hses. um 12% stofnframlög vegna byggingar almennra íbúða í Ísafjarðarbæ, á Flateyri, á Suðureyri og á Þingeyri, í samræmi við umsóknargögn og minnisblað sviðsstjóra.
Auk þessa tillaga um að samþykkja viðauka 2 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021 vegna málsins.

5. Umsókn um stofnframlag - Bæjartún hses.. - 2021020097
Tillaga frá 557. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 8. apríl 2021, um að bæjarstjórn heimili að hefja vinnu við nýtt deiliskipulag á Þingeyri og veiti heimild til að hefja vinnu við breytingar á deiliskipulagi Flateyrar frá 29. janúar 1998, og deiliskipulagi milli Sætúns og Hlíðarvegar á Suðureyri frá 3. desember 2003, til þess að fjölga byggingalóðum í sveitarfélaginu. Þær lóðir sem skipulagðar verða á Þingeyri fara síðan til auglýsingar skv. úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar, sem og þær lóðir sem verða aukalega til við breytingu á skipulagi Flateyrar og Suðureyrar.

6. Bygging nýrra nemendagarða Lýðskólans - 2020090040
Tillaga frá bæjarstjóra um að bæjarstjórn samþykki umsókn Nemendagarða Lýðskólans á Flateyri um 12% stofnframlög vegna byggingar nemendagarða á Flateyri, í samræmi við uppfærð umsóknargögn og minnisblað sviðsstjóra.
Auk þessa tillaga um að samþykkja viðauka 3 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021 vegna málsins.

7. Act Alone - endurnýjun samnings 2021 - 2021030095
Tillaga frá 156. fundi atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 23. mars 2021, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun samnings við Act Alone til þriggja ára.

8. Reglur um heiðursborgara Ísafjarðarbæjar - 2021030099
Tillaga frá 1147. fundi bæjarráðs, sem fram fór 29. mars 2021, um að bæjarstjórn samþykki reglur um heiðursborgara Ísafjarðarbæjar.

9. Sjúkraflutningar - samningur - 2009020008
Tillaga frá 1148. fundi bæjarráðs, sem fram fór 12. apríl 2021, um að bæjarstjórn samþykki viðauka við samning um sjúkraflutninga á svæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

10. Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022
Tillaga frá 1147. fundi bæjarráðs, sem fram fór 29. mars 2021, um að bæjarstjórn samþykki framkomið tilboð, að fjárhæð kr. 23.000.000, fyrir íbúð 105 að Sindragötu 4a, Ísafirði.

11. Skrúður - málefni garðsins 2021 - 2021020030
Tillaga frá 1148. fundi bæjarráðs, sem fram fór 12. apríl 2021, um að bæjarstjórn samþykki samstarfssamning Ísafjarðarbæjar og Framkvæmdasjóðs Skrúðs.

12. Uppbyggingasamningar 2020 - 2019080035
Tillaga frá 1147. fundi bæjarráðs, sem fram fór 29. mars 2021, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 4 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021 vegna uppbyggingasamninga 2019 og 2020, í samræmi við minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.

13. Kláfur upp Eyrarhlíð - 2019070011
Tillaga frá bæjarstjóra um að bæjarstjórn samþykki umsögn skipulagsfulltrúa vegna matsskyldufyrirspurnar Skipulagsstofnunar varðandi uppsetningu kláfs í hlíðum Eyrarfjalls, Ísafirði, dags. 8. apríl 2021, en málið var lagt fram til kynningar á 1148. fundi bæjarráðs, þann 12. apríl 2021.

14. Ártunga 3, Ísafirði. Umókn um lóð undir einbýlishús - 2021030061
Tillaga frá 556. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 24. mars 2021, um að bæjarstjórn veiti Gömlu spýtunni ehf. lóðina við Ártungu 3, Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

15. Daltunga 2, Ísafirði. Umsókn um lóð undir einbýlishús - 2021030052
Tillaga frá 556. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 24. mars 2021, um að bæjarstjórn veiti EBS fasteignum ehf. lóðina við Daltungu 2, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

16. Daltunga 4 , Ísafirði. Umsókn um lóð undir einbýlishús - 2021030053
Tillaga frá 556. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 24. mars 2021, um að bæjarstjórn veiti EBS fasteignum ehf. lóðina við Daltungu 4, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

17. Sjávargata 12, Þingeyri. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2020020041
Tillaga frá 557. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 8. apríl 2021, um að bæjarstjórn veiti Viðari Magnússyni lóðina við Sjávargötu 12, Þingeyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Þá skal kvöð fylgja lóð að á henni fái að standa spennistöð OV og að greitt aðgengi verði að spennistöðinni. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

18. Hafnarstræti 2a, Þingeyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021030073
Tillaga frá 556. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 24. mars 2021, um að bæjarstjórn heimili endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Hafnarstræti 2a, Þingeyri.

19. Sætún 2, Suðureyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021030072
Tillaga frá 556. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 24. mars 2021, um að bæjarstjórn heimili endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Sætún 2, Suðureyri.

20. Staðfesting landamerkja - 2021020013
Tillaga frá 556. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 24. mars 2021, um að bæjarstjórn staðfesti landamerki jarðanna Hestjarða, Efstabóls, Kroppstaða, Tungu í Firði, Hóls í Firði og Seljalands.

21. Staðfesting landamerkja - 2021020013
Tillaga frá 556. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 24. mars 2021, um að bæjarstjórn staðfesti landamerki jarðanna Kirkjubóls í Korpudal og Efstabóls, Efstabóls og Kroppstaða og Kirkjubóls í Korpudal og Kroppstaða.

22. Staðfesting landamerkja - 2021020013
Tillaga frá 556. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 24. mars 2021, um að bæjarstjórn staðfesti landamerki milli Hjarðardalsjarða og Tungu í Firði, Hóls í Firði, Holts og Lambadals Ytri 1.

23. Rofavörn, Pollgata - 2020020004
Tillaga frá 557. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 8. apríl 2021, um að bæjarstjórn heimili vinnu við breytingar á deiliskipulagi miðbæjar Ísafjarðar frá 22. mars 1994.

24. Tjarnarreitur Þingeyri - 2019060041
Tillaga frá 557. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 8. apríl 2021, um að bæjarstjórn samþykki deiliskipulag fyrir Tjarnarreit á Þingeyri, skipulagsuppdrátt og greinargerð, dags. 23. október 2020, með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. apríl 2021. Málsmeðferð er í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og skulu gögn send, ásamt málsmeðferð, til Skipulagstofnunar, þegar gögn hafa verið lagfærð í samræmi við þessa samþykkt.

Fundargerðir til kynningar

25. Atvinnu- og menningarmálanefnd - 156 - 2103021F
Fundargerð 156. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 23. mars 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í fimm liðum.

26. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 182 - 2103013F
Fundargerð 182. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 30. mars 2021 lögð fram til kynningar kynningar.
Fundargerðin er í einum lið.

27. Bæjarráð - 1146 - 2103015F
Fundargerð 1146. fundar bæjarráðs sem haldinn var 22. mars 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í 25 liðum.

28. Bæjarráð - 1147 - 2103027F
Fundargerð 1147. fundar bæjarráðs sem haldinn var 29. mars 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í 16 liðum.

29. Bæjarráð - 1148 - 2104001F
Fundargerð 1148. fundar bæjarráðs sem haldinn var 12. apríl 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í 15 liðum.

30. Fræðslunefnd - 425 - 2103020F
Fundargerð 425. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 25. mars 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í sex liðum.

31. Hafnarstjórn - 219 - 2103024F
Fundargerð 219. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 25. mars 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í níu liðum.

32. Íþrótta- og tómstundanefnd - 221 - 2103011F
Fundargerð 221. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 17. mars 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í einum lið.

33. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 556 - 2103022F
Fundargerð 556. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 24. mars 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í 16 liðum.