473. fundur bæjarstjórnar
473. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á 2. hæð Stjórnsýsluhússins þann 18. mars 2021 og hefst kl. 17.00.
Beina útsendingu af fundinum má finna í spilaranum í hægri dálki hér (neðst ef síða er skoðuð í farsíma).
Dagskrá
Almenn mál
1. Ráðning sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs 2020 - 2020120066
Tillaga bæjarstjóra að ráðningu sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, í samræmi við niðurstöðu bæjarstjóra og Intellecta, skv. minnisblaði bæjarstjóra, dags. 12. mars 2021.
Óskað er eftir því að afgreiðslan fari fram fyrir luktum dyrum.
2. Ísland ljóstengt 2021 - 2021020087
Tillaga frá 1144. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 8. mars 2021, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 1 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021, vegna umsóknar Ísafjarðarbæjar í verkefninu Ísland ljóstengt 2021.
3. Hrauntunga 1-3. Umsókn um lóð undir parhús - 2021020102
Tillaga frá 1145. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 15. mars 2021, um að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi tillögu:
„Bæjarstjórn samþykkir að framlengja tímabundið heimild til niðurfellingar gatnagerðargjalda, af nýbyggingu íbúðarhúsnæðis, á lóðum við þegar tilbúnar götur í sveitarfélaginu sem ekki þarf að leggja frekari kostnað í. Lækkunin er gerð á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga nr. 153/2006, um gatnagerðargjöld. Ákvæðið gildi til 31. desember 2021.“
4. Dýrafjörður virkjanir Botnsvirkjun Hvallátursvirkjun - 2021020045
Tillaga frá 555. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 10. mars 2021, um að bæjarstjórn heimili málsmeðferð á skipulags- og matslýsingum fyrir Botnsvirkjun og Hvallátursvirkjun í Dýrafirði, skv. 40. gr. skipulagslaga 123/2010.
5. Æðartangi 8, umsókn um lóð undir atvinnuhúsnæði - 2021020104
Tillaga frá 555. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 10. mars 2021, um að bæjarstjórn heimili að Garðar Sigurgeirsson, f.h. Skeiðs ehf., fái lóðina Æðartangi 8, Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
6. Æðartangi 10, umsókn um lóð undir atvinnuhúsnæði - 2021020105
Tillaga frá 555. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 10. mars 2021, um að bæjarstjórn heimili að Garðar Sigurgeirsson, f.h. Skeiðs ehf., fái lóðina Æðartangi 10, Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
7. Seljaland 18, Ísafirði. Umsókn um einbýlishúsalóð - 2021020131
Tillaga frá 103. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fram fór þann 16. mars 2021, um að bæjarstjórn heimili að Aron Svanbjörnsson og Fanney Rósa Jónsdóttir fái lóðina Seljaland 18, Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda er vísað til bæjarráðs.
8. Framtíð þjónustumiðstöðvar Ísafjarðarbæjar - 2021030076
Mál sett á dagskrá að beiðni bæjarfulltrúa Í-lista í samræmi við 4. tl. 1. mgr. 10. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Fundargerðir til kynningar
9. Bæjarráð - 1144 - 2103006F
Fundargerð 1144. fundar bæjarráðs sem haldinn var 8. mars 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í 16 liðum.
10. Bæjarráð - 1145 - 2103012F
Fundargerð 1145. fundar bæjarráðs sem haldinn var 15. mars 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í 23 liðum.
11. Fræðslunefnd - 424 - 2103007F
Fundargerð 424. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 11. mars 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
12. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 555 - 2103008F
Fundargerð 555. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 10. mars 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í tólf liðum.
13. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 103 - 2101028F
Fundargerð 103. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 16. mars 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
14. Velferðarnefnd - 457 - 2103002F
Fundargerð 457. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 4. mars 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í fjórum liðum.