470. fundur bæjarstjórnar

470. fundur bæjarstjórnar verður haldinn fimmtudaginn 21. janúar 2021 kl. 17, í fundarsal á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsi.

Beina útsendingu af fundinum má finna í spilaranum í hægri dálki hér (neðst ef síða er skoðuð í farsíma).

Dagskrá

Almenn mál

1. Jarðgangaáætlun fyrir Vestfirði - 2021010101
Tillaga frá 1138. fundi bæjarráðs, sem fram fór 25. janúar 2021, um að bæjarstjórn taki afstöðu til forgangsröðunar í jarðgöngum á Vestfjörðum.

2. Sundstræti 36, eignarland og lóðarmál - 2020100045
Tillaga frá 552. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. janúar 2021, um að bæjarstjórn heimili málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. Stefnisgata 4. Umsókn um lóð fyrir fiskhjall á atvinnuhúsasvæði - 2019110025
Tillaga frá 552. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. janúar 2021, um að bæjarstjórn heimili að umsækjandi fái lóð undir fiskþurrkunarhjall að Stefnisgötu 4, Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.

4. Hafnarbakki 1, Flateyri. Umsókn um lóð fyrir atvinnuhús - 2021010106
Tillaga frá 552. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. janúar 2021, um að bæjarstjórn heimili að Valdimar Jónsson, f.h. Hjálms fasteigna ehf., fái lóð að Hafnarbakka 1, Flateyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur út gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

5. Hafnarstræti 6 á Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021010031
Tillaga frá 552. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. janúar 2021, um að bæjarstjórn heimili endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Hafnarstræti 6, Ísafirði, með kvöð um gönguleið í gegnum undirgöng og lóð.

6. Vallargata 5, Flateyri - Umsókn/sameining lóða - 2016110027
Tillaga frá 552. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. janúar 2021, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Vallargötu 5, Flateyri.

7. Áfangastaðastofa Vestfjarða - 2021010103
Tillaga frá 1139. fundi bæjarráðs, sem fram fór 1. febrúar 2021, um að bæjarstjórn heimili stjórn Vestfjarðastofu/FV að staðfesta samning um Áfangastaðastofu á Vestfjörðum við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og að samþykkja að Áfangastaðastofa á Vestfjörðum verði rekin sem deild innan Vestfjarðastofu sem tekur við verkefnum Markaðsstofu Vestfjarða.

8. Nýsköpunarbærinn Ísafjörður - 2021010035
Tillaga frá 1139. fundi bæjarráðs, sem fram fór 1. febrúar 2021, um að bæjarstjórn samþykki að taka þátt í samstarfsverkefni við Vestfjarðastofu um Nýsköpunarmílu Ísafjarðar.
Þá er lögð fram tillaga frá Birgi Gunnarssyni, bæjarstjóra, um að Birgir Gunnarsson, Hafdís Gunnarsdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson verði skipuð í stýrihóps verkefnisins, og að Heiða Jack, skipulagsfulltrúi, verði skipuð í vinnuhóp verkefnisins.

9. Samstarfssamningur - Kómedíuleikhúsið - 2005090047
Tillaga frá 1139. fundi bæjarráðs, sem fram fór 1. febrúar 2021, um að bæjarstjórn samþykki samning Ísafjarðarbæjar við Kómedíuleikhúsið til tveggja ára, árin 2021 og 2022.

10. Hóll á Hvilftarströnd. Eyðijörð, lögbýli, tekið til ábúðar og landbúnaðarstarfsemi. - 2021010104
Tillaga frá 1139. fundi bæjarráðs, sem fram fór 1. febrúar 2021, um að bæjarstjórn samþykki að taka lögbýlið Hól á Hvilftarströnd, fnr. 212-6295, sem er eyðijörð, aftur til ábúðar og landbúnaðarstarfsemi

11. Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091
Tillaga bæjarfulltrúa B-lista Framsóknarflokks um að Viðar Kristinsson verði kosinn varamaður í íþrótta- og tómstundanefnd, í stað Hákons Ernis Hrafnssonar, sem fulltrúi B-lista Framsóknarflokks.

Fundargerðir til kynningar

12. Atvinnu- og menningarmálanefnd - 155 - 2101010F
Fundargerð 165. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 26. janúar 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í sjö liðum.

13. Bæjarráð - 1138 - 2101022F
Fundargerð 1138. fundar bæjarráðs sem haldinn var 25. janúar 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í 13 liðum.

14. Bæjarráð - 1139 - 2101029F
Fundargerð 1139. fundar bæjarráðs sem haldinn var 1. febrúar 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í 20 liðum.

15. Íþrótta- og tómstundanefnd - 220 - 2101016F
Fundargerð 220. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 20. janúar 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í þremur liðum.

16. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 552 - 2101024F
Fundargerð 552. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. janúar 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í 16 liðum.

17. Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal - 10 - 2101017F
Fundargerð 10. fundar starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal sem haldinn var 20. janúar 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í einum lið.

18. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 102 - 2011006F
Fundargerð 102. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 27. janúar 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í fimm liðum.