469. fundur bæjarstjórnar
469. fundar bæjarstjórnar verður haldinn kl. 17 fimmtudaginn 21. janúar 2021, í fundarsal á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsi.
Beina útsendingu af fundinum má finna í spilaranum í hægri dálki hér (neðst ef síða er skoðuð í farsíma).
Dagskrá
Almenn mál
1. Trúnaðarmál á eignasviði - 2021010059
Trúnaðarmál lagt fram í bæjarstjórn.
2. Góustaðir við Sunnuholt - Fyrirspurn um byggingarleyfi - 2019100003
Tillaga frá 550. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 6. janúar 2021, um að bæjarstjórn heimili auglýsingu á aðalskipulagsbreytingu sem snýr að því að stækka íbúðarsvæði Í6 (Holtahverfi) í vestur átt og ein ný lóð bætist við, Sunnuholt 5, sem stuðlar að þéttingu byggðar, en landbúnaðarsvæðið í landi Góustaða minnkar sem því nemur, í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. Sætún 3, Suðureyri. Umsókn um lóðarleigusamning - 2020120068
Tillaga frá 550. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 6. janúar 2021, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Sætún 3, Suðureyri.
4. Stofnun vegsvæðis í landi Kirkjubóls, Bjarnadal - 2020120081
Tillaga frá 550. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 6. janúar 2021, um að bæjarstjórn heimili uppskiptingu lands og stofnun vegsvæðis í landi Kirkjubóls í Bjarnadal.
5. Breiðadalur - Tengivirki - 2021010004
Tillaga frá 550. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 6. janúar 2021, um að bæjarstjórn heimili vinnslu á deiliskipulagi vegna yfirbyggingar tengivirkis Landsnets í Breiðadal.
6. Skólavegur 5, Hnífsdal. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021010009
Tillaga frá 550. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 6. janúar 2021, um að bæjarstjórn heimili endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Skólaveg 5, Hnífsdal.
7. Breiðadalur - smávikjun neðan Breiðadalsvirkjunar - 2021010046
Tillaga frá 551. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 13. janúar 2021, um að bæjarstjórn heimili gerð deiliskipulags skv. skipulaglögum nr. 123/2010 fyrir svæði undir smávirkjun neðan Breiðadalsvirkjunar í landi Veðrarár II, Breiðadal.
8. Fjarðarstræti 11, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021010030
Tillaga frá 551. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 13. janúar 2021, um að bæjarstjórn heimili endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Fjarðarstræti 11, Ísafirði.
9. Stakkanes 18, 400. Umsókn um gerð lóðarleigusamnings - 2020120085
Tillaga frá 550. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 6. janúar 2021, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Stakkanes 18, Ísafirði.
Fundargerðir til kynningar
10. Bæjarráð - 1136 - 2101007F
Fundargerð 1136. fundar bæjarráðs sem haldinn var 11. janúar 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í 21 lið.
11. Bæjarráð - 1137 - 2101012F
Fundargerð 1137. fundar bæjarráðs sem haldinn var 18. janúar 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í 14 liðum.
12. Fræðslunefnd - 422 - 2101005F
Fundargerð 442. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 14. janúar 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
13. Íþrótta- og tómstundanefnd - 219 - 2101009F
Fundargerð 219. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 15. janúar 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í einum lið.
14. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 550 - 2012009F
Fundargerð 550. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 6. janúar 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í 15 liðum.
15. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 551 - 2101008F
Fundargerð 551. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 13. janúar 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
16. Velferðarnefnd - 455 - 2012019F
Fundargerð 455. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 7. janúar 2021 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í sjö liðum.