467. fundur bæjarstjórnar

467. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fundarsal á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 17. desember 2020 og hefst kl. 17:00.

Beina útsendingu af fundinum má finna í spilaranum í hægri dálki hér (neðst ef síða er skoðuð í farsíma).

Dagskrá:

Almenn mál

1. Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032
Bæjarstjóri leggur fram, til síðari umræðu, tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja, fyrir árið 2021, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2021-2023.

2. Gjaldskrár 2021 - 2020050033
Bæjarstjóri leggur fram gjaldskrár Ísafjarðarbæjar 2021 til síðari umræðu. Gjaldskrár eru óbreyttar, utan tveggja.

Annars vegar lagði íþrótta- og tómstundanefnd til á 217. fundi sínum, þann 2. desember 2020, að breyta afslætti á árskorti á skíðasvæði úr 20% í 50% fyrir einstaklinga með virkt árskort í sundi sem fjármálastjóri lagði til í minnisblaði.
Afsláttur á árskorti kemur í staðinn fyrir súperpassa sem detta út úr gjaldskrá 2021. Lagt er til sérverð fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á árskort í sundi.
Íþrótta- og tómstundanefnd lagði við bæjarráð að samþykkja gjaldskrá íþróttamannvirkja fyrir árið 2021, og bæjarráð vísaði gjaldskránni til seinni umræðu í bæjarstjórn, á 1134. fundi sínum þann 14. desember 2020.

Hins vegar samþykkti hafnarstjórn gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar 2021 á 217. fundi sínum, þann 8. desember 2020, og vísaði til samþykktar í bæjarstjórn.
Breytingar voru gerðar á þjónustugjaldskrá II. kafla, n.t.t. 9. gr. um gjald fyrir rafmagn, en rafmagnsmælum var skipt upp í fleiri flokka og sett upp lágmarksgjald, sett var upp lágmarksgjald vegna hafnsögu í 10. gr., sett var upp og skilgreint fast mánaðargjald, lágmarksgjald, vegna sorphirðu, og skilgreindir voru útkallstaxtar vegna vogargjalda í 16. gr. Að lokum var orðalagi 19. gr. breytt þannig að innheimta færi fram hjá innheimtustjóra, eins og raunin er, en ekki hjá hafnarstjóra.

3. Stytting vinnuviku - 2020090005
Tillaga frá 1133. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 7. desember 2020, um að bæjarstjórn veiti bæjarstjóra umboð til að samþykkja eða hafna fyrir hönd hennar vinnutímasamkomulag hverrar stofnunar fyrir sig.

4. Afsal húsnæðis Tónlistarskóla Ísafjarðar til Ísafjarðarbæjar - 2020120005
Tillaga frá 1133. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 7. desember 2020, um að bæjarstjórn feli bæjarstjóra að hefja viðræður við Tónlistarfélag Ísafjarðar um beiðni félagsins um að sveitarfélagið yfirtaki rekstur og viðhald húsnæðis Tónlistarskólans við Austurveg 11 á Ísafirði.

5. Tónlistarfélag Ísafjarðar - fasteignagjöld 2019 og 2020 - 2020120006
Tillaga frá 1134. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 14. desember 2020, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 20 við fjárhagsáætlun 2020 vegna styrks til Tónlistarfélags Ísafjarðar vegna fasteignagjalda áranna 2019 og 2020.

6. Uppbyggingasamningar 2020 - 2019080035
Tillaga frá 217. fundi íþrótta- og tómstundanefndar, sem fram fór þann 2. desember 2020, um að bæjarstjórn samþykki umsóknarferli uppbyggingasamninga.

7. Reglur vegna greiðslna lögmannsaðstoðar í barnaverndarmálum - 2019090053
Tillaga frá 179. fundi barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, sem fram fór þann 20. nóvember 2020, um að bæjarstjórn samþykki reglur vegna greiðslna lögmannsaðstoðar í barnaverndarmálum.

Fundargerðir til kynningar

8. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 173 - 2006015F
Fundargerð 173. fundar barnaverndarnefndar, sem haldinn var 2. júlí 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í einum lið.

9. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 174 - 2008005F
Fundargerð 174. fundar barnaverndarnefndar, sem haldinn var 17. ágúst 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í tveimur liðum.

10. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 175 - 2008016F
Fundargerð 175. fundar barnaverndarnefndar, sem haldinn var 18. september 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í tveimur liðum.

11. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 176 - 2009026F
Fundargerð 176. fundar barnaverndarnefndar, sem haldinn var 29. september 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í einum lið.

12. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 177 - 2010003F
Fundargerð 177. fundar barnaverndarnefndar, sem haldinn var 6. október 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í einum lið.

13. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 178 - 2010008F
Fundargerð 178. fundar barnaverndarnefndar, sem haldinn var 8. október 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í þremur liðum.

14. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 179 - 2010025F
Fundargerð 179. fundar barnaverndarnefndar, sem haldinn var 20. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í tveimur liðum.

15. Bæjarráð - 1133 - 2012006F
Fundargerð 1133. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 7. desember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í tólf liðum.

16. Bæjarráð - 1134 - 2012008F
Fundargerð 1134. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 14. desember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í 24 liðum.

17. Hafnarstjórn - 217 - 2012007F
Fundargerð 217. fundar hafnarstjórnar, sem haldinn var 8. desember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í þremur liðum.

18. Íþrótta- og tómstundanefnd - 217 - 2011025F
Fundargerð 217. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 2. desember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í fjórum liðum.

19. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 549 - 2012004F
Fundargerð 549. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 9. desember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í fjórum liðum.

20. Velferðarnefnd - 454 - 2012003F
Fundargerð 454. fundar velferðarnefndar, sem haldinn var 11. desember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í ellefu liðum.