465. fundur bæjarstjórnar
465. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar verður haldinn í fundarsal á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði þann 26. nóvember 2020 og hefst kl. 17:00.
Dagskrá
Almenn mál
1. Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032
Bæjarstjóri leggur fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2021 fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
2. Gjaldskrár 2021 - 2020050033
Bæjarráð leggur gjaldskrár Ísafjarðarbæjar 2021 fyrir til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
3. Beiðni um greiðslu kostnaðar í kjölfar snjóflóða á Flateyri - 2020100110
Tillaga frá 1129. fundi bæjarráðs, sem fram fór 9. nóvember 2020, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 18 við fjárhagsáætlun 2020 vegna greiðslu kostnaðar vegna Gunnukaffis ehf.
4. Úttekt frárennslislagna 2016 - 2016110066
Tillaga frá 101. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fram fór 10. nóvember 2020, um að bæjarstjórn samþykki að hefja vinnu við stefnumótun sveitarfélagsins í frárennslismálum og gerð verði framkvæmdaáætlun til næstu 10 ára.
Þá er jafnframt tillaga um að bæjarstjórn samþykki að Heiða Hrund Jack, skipulagsfulltrúi, verði tilnefnd sem fulltrúi í Vatnasvæðanefnd fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.
5. Umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar - 2010120030
Tillaga frá 101. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fram fór 10. nóvember 2020, um að bæjarstjórn samþykkir að hafin verði vinna við endurskoðun umferðaröryggisáætlunar Ísafjarðarbæjar og leggur til við bæjarstjórn að áætla fjármagn í fjárhagsáætlunargerð 2021.
8. Aðalgata 26, Suðureyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020090079
Tillaga frá 547. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 11. nóvember 2020, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Aðalgötu 26, Suðureyri.
9. Sætún 1, 400. Umsókn um gerð lóðarleigusamnings - 2020090104
Tillaga frá 547. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 11. nóvember 2020, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Sætún 1, Ísafirði.
10. Hlíðarvegur 40, 400. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020100008
Tillaga frá 547. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 11. nóvember 2020, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hlíðarveg 40, Ísafirði.
11. Brekkugata 40, 470. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020100062
Tillaga frá 547. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 11. nóvember 2020, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Brekkugötu 40, Þingeyri.
12. Brekkugata 1, 470. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020100063
Tillaga frá 547. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 11. nóvember 2020, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Brekkugötu 1, Þingeyri.
13. Engjavegur 8, 400. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020100071
Tillaga frá 547. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 11. nóvember 2020, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Engjaveg 8, Ísafirði.
14. Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna Covid-19 - 2020110018
Tillaga frá 1130. fundi bæjarráðs, sem fram fór 16. nóvember 2020, um að bæjarstjórn samþykki greiðslur íþrótta- og tómstundastyrkja til lágtekjuheimila, og reglna vegna þess.
15. Snjómokstur Ísafirði og Hnífsdal, útboð. - 2019100083
Tillaga frá 1131. fundi bæjarráðs, sem fram fór 23. nóvember 2020, um að bæjarstjórn heimili útboð á snjómokstri í Skutulsfirði og Hnífsdal, á grundvelli breytinga á útboðsgögnum.
16. Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005
Tillaga frá 1131. fundi bæjarráðs, sem fram fór 23. nóvember 2020, um að bæjarstjórn samþykki samning um frumathugun vegna viðbyggingar Hjúkrunarheimilisins Eyrar.
17. Fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði - 2020040001
Tillaga frá 1131. fundi bæjarráðs, sem fram fór 23. nóvember 2020, um að bæjarstjórn taki málið til afgreiðslu, á þann hátt að samþykkja breytingar á útboðsgögnum samkvæmt minnisblaði sviðsstjóra, og heimila útboð í kjölfarið.
18. Lýðskólinn á Flateyri - 2016110085
Tillaga frá 1131. fundi bæjarráðs, sem fram fór 23. nóvember 2020, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 19 við fjárhagsáætlun 2020 vegna styrks til endurbóta á Nemendagörðum Lýðskólans.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
6. Flateyraroddi - endurgerð deiliskipulags - 2020100066
Tillaga frá 547. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 11. nóvember 2020, um að bæjarstjórn heimili endurbætur og uppfærslu á deiliskipulagi Flateyrarodda.
7. Verkefnið Sólsetrið á Þingeyri - 2019050058
Tillaga frá 547. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 11. nóvember 2020, um að bæjarstjórn heimili að deiliskipulagstillaga og greinargerð fyrir Sólsetrið, Þingeyri, dags. 28.07.2020 verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerðir til kynningar
26. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 547 - 2010031F
Fundargerð 547. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 11. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í 15 liðum.
19. Bæjarráð - 1129 - 2011008F
Fundargerð 1129. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 9. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í 20 liðum.
20. Bæjarráð - 1130 - 2011015F
Fundargerð 1130. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 16. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í 16 liðum.
21. Bæjarráð - 1131 - 2011019F
Fundargerð 1131. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 23. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í 29 liðum.
22. Hafnarstjórn - 216 - 2011014F
Fundargerð 216. fundar hafnarstjórnar, sem haldinn var 18. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í átta liðum.
23. Íþrótta- og tómstundanefnd - 215 - 2011003F
Fundargerð 215. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 4. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í fimm liðum.
24. Íþrótta- og tómstundanefnd - 216 - 2011012F
Fundargerð 216. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 18. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í þremur liðum.
25. Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 34 - 2011013F
Fundargerð 34. fundar sameinaðrar almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhepps, sem haldinn var 13. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í einum lið.
27. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 101 - 2011002F
Fundargerð 101. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 10. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í þremur liðum.
28. Velferðarnefnd - 453 - 2011005F
Fundargerð 453. fundar velferðarnefndar, sem haldinn var 5. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er í sex liðum.