459. fundur bæjarstjórnar
459. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, þann 18. júní 2020 og hefst kl. 17:00.
Beina útsendingu af fundinum má finna í spilaranum í hægri dálki hér (neðst ef síða er skoðuð í farsíma).
Dagskrá
Almenn mál
1. Kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar - 2018050091
Kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar samkvæmt samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Tillaga forseta bæjarstjórnar um að Kristján Þór Kristjánsson verði kosinn forseti bæjarstjórnar, Hafdís Gunnarsdóttir verði kjörin 1. varaforseti bæjarstjórnar, og Nanný Arna Guðmundsdóttir verði kjörin 2. varaforseti bæjarstjórnar.
2. Kosning bæjarfulltrúa í bæjarráð - 2018050091
Kosning bæjarfulltrúa í bæjarráð samkvæmt samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Forseti leggur til að kosinn verða í bæjarráð Daníel Jakobsson sem formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson sem varaformaður og Nanný Arna Guðmundsdóttir.
Til vara í bæjarráð leggur forseti til að kosin verða Hafdís Gunnarsdóttir, Kristján Þór Kristjánsson og Arna Lára Jónsdóttir.
3. Bæjarstjórnarfundir 2020 - sumarleyfi bæjarstjórnar - 2020060061
Bæjarstjóri ber upp tillögu um að sumarleyfi bæjarstjórnar verði tveir mánuðir og að bæjarstjórn komi næst til fundar að loknu sumarleyfi fyrsta fimmtudaginn í september 2020, þ.e. 3. september. Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
4. Samstarfssamningur milli Slökkviliðs Ísafjarðar og Slökkviliðs Súðavíkur - 2020030068
Tillaga frá 1109. fundi bæjarráðs, sem fram fór 8. júní sl., um að bæjarstjórn samþykki þjónustusamning Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar við Slökkvilið Súðavíkurhrepps, dags. 5. júní 2020.
5. Samstarfshópur um friðlýsingar á Vestfjörðum - 2019100101
Tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórn fresti ákvörðun um friðlýsingu við Dynjanda þar til bæjarfulltrúar hafi fundað með sérfræðingi Umhverfisstofnunar vegna málsins, og að málinu verði frestað þar til bæjarstjórn hefur störf aftur að hausti.
6. Seljalandsvegur 68, endurnýjun á grunnleigusamningi - 2018020095
Tillaga frá 539. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 10. júní sl., um að bæjarstjórn heimili endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Seljalandsveg 68, Ísafirði.
7. Túngata 13, 400. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020050053
Tillaga frá 539. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 10. júní sl., um að bæjarstjórn heimili endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Túngötu 13, Ísafirði.
8. Aðalgata 21, Suðureyri - Ósk um stækkun lóðar - 2020050070
Tillaga frá 539. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 10. júní sl., um að bæjarstjórn heimili frávik frá deiliskipulagi byggingarreitar Aðalgötu 21, þar sem fyrirhuguð viðbygging nær aðeins út fyrir byggingarreit. Nefndin telur ekki þörf á grenndarkynningu.
9. Vallargata 5, Flateyri - Umsókn/sameining lóða - 2016110027
Tillaga frá 539. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 10. júní sl., um að bæjarstjórn samþykki erindi Óttars Guðjónssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur um að hefja vinnu við deiliskipulag vegna sameiningu lóða Vallargötu 3B og Vallargötu 5, Flateyri.
10. Dagverðardalur 7. Umsókn um frístundahúsalóð - 2020050069
Tillaga frá 539. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 10. júní sl., um að bæjarstjórn heimili vinnu við nýtt deiliskipulag Dagverðardals.
11. Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - stækkun íbúðabyggðar - 2019110057
Tillaga frá 539. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 10. júní sl., um að bæjarstjórn heimili breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar. Breytingin felur í sér að opið svæði neðan varnargarða í framhaldi af Urðarvegi og við Seljalandsveg verði samfellt íbúðarsvæði I4.
Jafnframt leggur nefndin til að bæjarstjórn heimili framkvæmdaraðila að vinna nýtt deiliskipulag á reitnum.
12. Vestfjarðavegur (60) um Bjarnadalsá í Bjarnadal. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2020060010
Tillaga frá 539. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 10. júní sl., um að bæjarstjórn heimili útgáfu framkvæmdaleyfis, sbr. 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
13. Tungubraut, ósk um deiliskipulagsbreytingu vegna raðhúsalóða - 2020030055
Tillaga frá 539. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 10. júní sl., um að bæjarstjórn heimili breytingu á deiliskipulagi Tunguskeiðs.
14. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - 2020010031
Tillaga frá 1110. fundi bæjarráðs, sem fram fór 15. júní sl., um að bæjarstjórn samþykki viðauka 8 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2020.
15. Framtíðarskipulag íþróttamannvirkja á Ísafirði - 2015020087
Tillaga frá 1110. fundi bæjarráðs, sem fram fór 15. júní sl., um að bæjarstjórn samþykki erindisbréf nefndar um framtíðarskipulag íþróttamannvirkja á Torfnesi, og skipi í nefndina.
16. Ósk um umsögn um hvort rétt sé að takmarka eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum í Jökulfjörðum - 2020060046
Tillaga frá 1110. fundi bæjarráðs, sem fram fór 15. júní sl., um að bæjarstjórn veiti umsögn um hvort rétt sé að takmarka eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum í Jökulfjörðum.
Fundargerðir til kynningar
17. Atvinnu- og menningarmálanefnd - 152 - 2005023F
Lögð er fram fundagerð 152. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar, sem haldinn var 3. júní 2020. Fundargerðin er í tveimur liðum.
18. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 172 - 2005022F
Lögð fram fundargerð 172. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, sem haldinn var 5. júní 2020. Fundargerðin er í einum lið.
19. Bæjarráð - 1109 - 2006004F
Lögð fram fundargerð 1109. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 8. júní 2020. Fundargerðin er í tólf liðum.
20. Bæjarráð - 1110 - 2006008F
Lögð fram fundargerð 1110. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 15. júní 2020. Fundargerðin er í 15 liðum.
21. Íþrótta- og tómstundanefnd - 210 - 2006009F
Lögð fram fundargerð 210. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 16. júní 2020. Fundargerðin er í þremur liðum.
22. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 539 - 2005014F
Lögð fram fundargerð 539. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 10. júní 2020. Fundargerðin er í 15 liðum.
23. Velferðarnefnd - 448 - 2005017F
Lögð fram fundargerð 448. fundar velferðarnefndar, sem haldinn var 4. júní 2020. Fundargerðin er í fjórum liðum.