457. fundur bæjarstjórnar
457. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 28. maí 2020 og hefst kl. 17:00.
Beina útsendingu af fundinum má finna í spilaranum í hægri dálki hér (neðst ef síða er skoðuð í farsíma).
Dagskrá
Almenn mál
1. Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2019 - 2019110062
Bæjarstjóri leggur fram til fyrri umræðu ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2019.
2. Mannréttindastefna Ísafjarðarbæjar - 2020040059
Tillaga frá 447. fundi velferðarnefndar, sem fram fór 7. maí sl., um að bæjarstjórn samþykki mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar.
3. leiðbeinandi álit_tvöföld skólavist barns í leik- og grunnskóla - 2019100022
Tillaga frá 416. fundi fræðslunefndar, sem fram fór 18. maí sl., um að bæjarstjórn samþykki reglur um tvöfalda skólavist barns í leik- og grunnskóla.
4. Heimgreiðslur til foreldra sem ekki hafa fengið úthlutað leikskólaplássi - 2020020017
Tillaga frá 416. fundi fræðslunefndar, sem fram fór 18. maí sl., um að bæjarstjórn samþykki reglur um heimgreiðslur til foreldra.
5. Ruslahreinsun á Hornströndum - 2018020088
Tillaga frá 93. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fram fór 11. febrúar 2020, um að bæjarstjórn samþykki styrkbeiðni um hreinsun á Hornströndum.
og Tillaga frá 1094. fundi bæjarráðs, sem fram fór 17. febrúar 2020, um að bæjarstjórn samþykki erindið.
6. Kosning í undirkjörstjórnir - Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091
Kosning í undirkjörstjórnir Ísafjarðarbæjar.
7. Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - stækkun íbúðabyggðar - 2019110057
Tillaga frá 538. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 20. maí sl., um að bæjarstjórn heimili að hefja vinnu á nýju deiliskipulagi á opnu svæði við Seljalandsveg, breytingar fela í sér m.a. að opnu svæði verði breytt í íbúðarsvæði.
8. Engjavegur 3. Umsókn um nýjan lóðarleigusamning, - 2019090075
Tillaga frá 538. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 20. maí sl., um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun á lóðaleigusamningi fyrir Engjaveg 3, Ísafirði.
9. Engjavegur 19. Umsókn um lóðarleigusamning og leiðréttingu skráningar, - 2019080058
Tillaga frá 538. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 20. maí sl., um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun á lóðaleigusamningi fyrir Engjaveg 19, Ísafirði.
10. Suðurtangi 14, nýbygging. Ósk um dsk-breytingu vegna hærri byggingar - 2020040016
Tillaga frá 538. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 20. maí sl., um að bæjarstjórn heimili frávik frá deiliskipulagi í samræmi við umsókn frá Hampiðju Íslands ehf. þar sem hæð byggingarinnar verður 10,5 m og er því innan marka um hámarkshæð bygginga við hindranaflöt Ísafjarðarflugvallar.
11. Vestfjarðavegur 60 um Dynjandisheiði. Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar - 2020040042
Tillaga frá 538. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 20. maí sl., um að bæjarstjórn heimili breytingu aðalskipulags Ísafjarðarbæjar vegna vegaframkvæmda í Dynjandisvogi.
Fundargerðir til staðfestingar
12. Atvinnu- og menningarmálanefnd - 151 - 2005005F
Lögð er fram til kynningar fundargerð 151. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 13. maí 2020. Fundargerðin er í einum lið.
13. Bæjarráð - 1105 - 2005002F
Lögð er fram til kynningar fundargerð 1105. fundar bæjarráðs sem haldinn var 10. maí 2020. Fundargerðin er í 23 liðum.
14. Bæjarráð - 1106 - 2005011F
Lögð er fram til kynningar fundargerð 1106. fundar bæjarráðs sem haldinn var 18. maí 2020. Fundargerðin er í 32 liðum.
15. Bæjarráð - 1107 - 2005013F
Lögð er fram til kynningar fundargerð 1107. fundar bæjarráðs sem haldinn var 25. maí 2020. Fundargerðin er í 24 liðum.
16. Fræðslunefnd - 416 - 2003008F
Lögð er fram til kynningar fundargerð 416. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 18. maí 2020. Fundargerðin er í ellefu liðum.
17. Hafnarstjórn - 212 - 2005015F
Lögð er fram til kynningar fundargerð 212. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 26. maí 2020. Fundargerðin er í fjórum liðum.
18. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 538 - 2004012F
Lögð er fram til kynningar fundargerð 538. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 20. maí 2020. Fundargerðin er í 15 liðum.
19. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 97 - 2005010F
Lögð er fram til kynningar fundargerð 97. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 19. maí 2020. Fundargerðin er í fjórum liðum.
20. Velferðarnefnd - 447 - 2003024F
Lögð er fram til kynningar fundargerð 447. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 7. maí 2020. Fundargerðin er í fjórum liðum.