455. fundur bæjarstjórnar

455. fundur bæjarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 22. apríl næstkomandi kl. 18:15.

Beina útsendingu af fundinum má finna í spilaranum í hægri dálki hér (neðst ef síða er skoðuð í farsíma).

Dagskrá

Almenn mál

1. Terra - eftirlit 2020 - 2020010053
Tillaga frá 95. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fram fór 7. apríl sl., um að bæjarstjórn samþykki breytta gjaldskrá Ísafjarðarbæjar vegna sorphirðu.

2. Framlenging tímabundinnar ráðningar sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs - 2020040024
Tillaga af 1102. fundi bæjarráðs frá 20. apríl sl., um að bæjarstjórn samþykki að framlengja ráðningu sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs til eins árs, frá 1. ágúst nk.

Fundargerðir til kynningar

3. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 170 - 2004004F
Fundargerð 170. fundar barnaverndnarnefndar sem haldinn var 7. apríl sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 1 lið.

4. Bæjarráð - 1101 - 2004002F
Fundargerð 1101. fundar bæjarráðs sem haldinn var 6. apríl sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 12 liðum.

5. Bæjarráð - 1102 - 2004011F
Fundargerð 1102. fundar bæjarráðs sem haldinn var 20. apríl sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 16 liðum.

6. Fræðslunefnd - 415 - 2004005F
Fundargerð 415. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 6. apríl sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 1 lið.

7. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 537 - 2004001F
Fundargerð 537. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 15. apríl sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 8 liðum.

8. Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal - 6 - 2004003F
Fundargerð 6. fundar starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal, sem haldinn var 8. apríl sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 2 liðum.

9. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 95 - 2003007F
Fundargerð 95. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 7. apríl sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 4liðum.