454. fundur bæjarstjórnar
454. fundur bæjarstjórnar verður haldinn fimmtudaginn 2. apríl næstkomandi kl. 17:00. Í fyrsta sinn mun bæjarstjórn funda með notkun fjarfundarbúnaðar. Ekki verður boðið upp á beina útsendingu af fundinum en upptaka verður aðgengileg að fundi loknum og mun birtast með fundargerð.
Dagskrá
Almenn mál
1. Kórónaveiran COVID-19 - breytingar á sveitarstjórnarlögum - 2020030054
Tillaga af 1099. fundi bæjarráðs, frá 23. mars sl., um að bæjarstjórn samþykki að nefndum, ráðum og bæjarstjórn verði heimilt að funda samkvæmt breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 á meðan neyðarástand ríkir vegna COVID-19, til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga.
2. Ráðning sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs - 2020020068
Tillaga 1100. fundar bæjarráðs frá 30. mars sl., um að ráða Bryndísi Ósk Jónsdóttur í starf sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Ísafjarðarbæjar í samræmi við tillögu Intellecta.
3. Kórónaveiran COVID-19 - frestun gjalddaga fasteignagjalda - 2020030054
Tillaga frá 1100. fundi bæjarráðs sem haldinn var 30. mars sl., um að taka tillögu um frestun gjalddaga fasteignagjalda á árinu 2020 til afgreiðslu.
4. COVID-19 2020 - skólamál - 2020030086
Tillaga 1100. fundar bæjarráðs frá 30. mars sl., um að samþykkja tillögu að tímabundinni lækkun gjaldskráa leikskóla, grunnskóla og dægradvalar vegna skertrar þjónustu sökum aðgerða vegna COVID-19.
5. COVID-19 - tillaga Í-listans - 2020030090
Bæjarfulltrúar Í-listans leggja til við bæjarstjórn að unnin verði markviss aðgerðaráætlun til að koma til móts við þarfir íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu í ljósi þess mikla vanda sem COVID-19 faraldurinn hefur í för með sér. Markmið aðgerðaráætlunarinnar verði að tryggja velferð íbúa og afkomu þeirra og vernda grunnstoðir samfélagsins eins og kostur er. Til hliðsjónar verða hugmyndir og ábendingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem bárust sveitarfélögum þann 19. mars sl., ásamt aðgerðum ríkisstjórnar Íslands vegna COVID-19 faraldursins.
Jafnframt verði bæjarstjóra, í samstarfi við fjármálasvið sveitarfélagsins, falið að vinna sviðsmyndir um mögulegar efnahagslegar afleiðingar faraldursins á fjárhag sveitarfélagins.
6. Best Practice - Viðaukar og gerð þeirra - 2018010082
Á 1097. fundi bæjarráðs sem haldinn var 9. mars sl. lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja verklagsreglur vegna viðauka við fjárhagsáætlanir.
7. Kláfur upp Eyrarhlíð - 2019070011
Tillaga 536. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 25. mars sl., um að heimila framkvæmdaraðila þ.e. Eyrarkláf ehf., að hefja skipulagsvinnu vegna framkvæmda, nefndin vísar jafnframt viljayfirlýsingu til bæjarstjórnar.
8. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar - endurskoðun - 2015100008
Tillaga 536. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 25. mars s.l. þar sem skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að skipulagslýsing verði kynnt opinberlega skv. skipulagslögum 123/2010. Lýsingin verði tekin til meðferðar í samræmi við VII kafla skipulagslaga nr. 123/2010
9. Umsókn um lóð - Mávagarður E - 2019110063
Tillaga 536. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 25. mars sl., um að heimila Kampa ehf., að gera breytingu á deiliskipulagi Mávagarðs, þar sem lóðinni Mávagarður E, yrði skipt upp.
10. Brimbrjótur, Suðureyri - umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði - 2019120040
Tillaga 1100. fundar bæjarráðs frá 30. mars sl., um að bæjarstjórn samþykki samkomulag ásamt viðaukum vegna uppbyggingar Fisherman ehf. á iðnaðar- og athafnasvæði á Suðureyri.
11. Sjávargata 12, Þingeyri. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2020020041
Tillaga 536. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 25. mars sl. þar sem skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Viðar Magnússon f.h. Sæverks ehf., lóð við Sjávargötu 12, Þingeyri, skv. gildandi skipulagi, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar, staðfest af bæjarstjórn. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.
12. Bakkavegur 17, umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020030057
Tillaga 536. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 25. mars sl., um að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar við Bakkaveg 17, Hnífsdal.
13. Brimnesvegur 20, umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020010034
Tillaga 536. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 25. mars sl., um að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Brimnesvegi 20, Flateyri.
14. Garðavegur 1 í Hnífsdal, umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020020007
Tillaga 536. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 25. mars sl., um að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Garðavegi 2, Hnífsdal.
15. Heiðarbraut 8, Hnífsdal. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020030048
Tillaga 536. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 25. mars sl., um að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Heiðarbraut 8, Hnífsdal.
16. Hlíðarvegur 22, endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2019120045
Tillaga 536. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 25. mars sl., um að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Hlíðarvegi 22 Ísafirði
17. Sundstræti 26, umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2019120051
Tillaga 536. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 25. mars sl., um að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Sundstræti 26, Ísafirði.
Fundargerðir til kynningar
18. Atvinnu- og menningarmálanefnd - 150 - 2003020F
Fundargerð 150. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 25. mars sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í fjórum liðum.
19. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 169 - 2003016F
Fundargerð 169. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 18. mars sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í tveimur liðum.
20. Bæjarráð - 1097 - 2003009F
Fundargerð 1097. fundar bæjarráðs sem haldinn var 9. mars sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 16 liðum.
21. Bæjarráð - 1098 - 2003015F
Fundargerð lögð 1098. fundar bæjarráðs frá 16. mars sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 9 liðum.
22. Bæjarráð - 1099 - 2003019F
Fundargerð 1099. fundar bæjarráðs sem haldinn var 23. mars sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 17 liðum.
23. Bæjarráð - 1100 - 2003023F
Fundargerð 1100. fundar bæjarráðs sem haldinn var 30. mars sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 11 liðum.
24. Hafnarstjórn - 210 - 2003004F
Lögð er fram fundargerð 210. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 9. mars sl. Fundargerðin er í 13 liðum.
25. Íþrótta- og tómstundanefnd - 206 - 2002023F
Fundargerð 206. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 4. mars sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 4 liðum.
26. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 536 - 2003002F
Fundargerð 536. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 25. mars sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 14 liðum.
27. Velferðarnefnd - 446 - 2003001F
Fundargerð 446. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 5. mars sl. er lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 5 liðum.