453. fundur bæjarstjórnar
453. fundur bæjarstjórnar verður haldinn fimmtudaginn 5. mars n.k. kl. 17:00 í Félagsheimilinu á Suðureyri.
Beina útsendingu af fundinum má finna í spilaranum í hægri dálki hér (neðst ef síða er skoðuð í farsíma).
Dagskrá
Almenn mál
1. Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2020, Blábankinn - 2020010031
Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2020 vegna Blábankans verði samþykktur. Um er að ræða aukinn styrk til Blábankans að fjárhæð 2.000.000,- sem samþykktur var við samþykkt fjárhagsáætlunar 2020 þann 5. desember 2019 á 447. fundi bæjarstjórnar. Þessum kostnaði er mætt með lækkun á ófyrirséðum kostnaði. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður samantekins A og B hluta Ísafjarðarbæjar er því kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 168.000.000,-. Áhrifin á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 24.000.000,-
2. Núpur - Uppskipting lóða við Héraðsskólann - 2019110067
Á 535. fundi skipulags- og mannvirkjanefnd sem haldinn var 26. febrúar sl. lagði nefndin til við bæjarstjórn að heimila uppskiptingu lóðar Núpur Héraðsskól lnr. 140979 í tvær nýjar landeignir. Lóðinni Núpur Héraðsskóli landnúmer 140979 yrði skipt upp í þrjár smærri lóðir, þ.e. Núpur Héraðsskóli 1 (nýi skólinn), Núpur Héraðsskóli 2 (kvennavist), og Núpur Héraðsskóli 3 (gamli skólinn) um er að ræða tvær nýjar landeignir.
3. Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál - 2020010075
Lögð er fram tillaga að bókun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að bókun við þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Fundargerðir til kynningar
4. Bæjarráð - 1096 - 2002024F
Lögð er fram fundargerð 1096. fundar bæjarráðs sem haldinn var 2. mars sl. Fundargerðin er í 15 liðum.
5. Bæjarráð - 1095 - 2002019F
Lögð er fram til kynningar fundargerð 1095. fundar bæjarráðs sem haldinn var 24. febrúar sl. Fundargerðin er í 11 liðum.
6. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 168 - 2002013F
Lögð er fram fundargerð 168. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum. Fundargerðin er í 1 lið.
7. Fræðslunefnd - 414 - 2002020F
Lögð er fram til kynningar fundargerð 414. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 27. febrúar sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
8. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 535 - 2002018F
Lögð er fram til kynningar fundargerð 535. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 26. febrúar sl. Fundargerðin er í 34. liðum.
9. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 94 - 2002009F
Lögð er fram fundargerð 94. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar em haldinn var 25. febrúar sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
10. Ungmennaráð Ísafjarðarbæjar - 5 - 2002005F
Lögð er fram fundargerð 5. fundar ungmennaráðs Ísafjarðarbæjar sem haldinn var 25. febrúar sl. Fundargerðin er í 1 lið.