447. fundur bæjarstjórnar
03.12.2019
Ýmsar tilkynningar
447. fundur bæjarstjórnar verður haldinn 5. desember í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og hefst kl. 17:00.
Beina útsendingu af fundinum má finna í spilaranum í hægri dálki hér.
Dagskrá
Almenn mál:
- Fjárhagsáætlun 2020 - gjaldskrár - 2019030031
Bæjarstjóri leggur fram gjaldskrár Ísafjarðarbæjar 2020 til síðari umræðu. Gjaldskrár eru óbreyttar frá fyrri umræðu.
Bæjarráð lagði á 1085. fundi bæjarráðs til við bæjarstjórn að gert yrði ráð fyrir 2 m.kr. framlagi til Blábankans og að framlög yrðu tryggð í skapandi sumarstörf og stefnumótun í fjármálum sveitarfélagsins. Þegar hefur verið gert ráð fyrir 85 m.kr. í fráveitu í 4 ára fjárfestingaráætlun en fyrir mistök voru þær tölur ekki í gögnum við fyrri umræðu. - Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031
Bæjarstjóri leggur fram, til síðari umræðu, tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja fyrir árið 2020 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2021 til 2023. - Hafnarstræti 9, Flateyri. Endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2019110014
Tillaga 530. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 27. nóv. sl., um að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Hafnarstræti 9, Flateyri. - Freyjugata 1. Umsókn um lóð við A-stíg - 2019110060
Tillaga frá 530. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. nóv. sl., um að Nostalgía ehf., fái lóð við A-götu 1 Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. - Austurvegur 13. Endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2019110017
Tillaga 530. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 27. nóv. sl., um að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Austurvegi 13, Ísafirði. - Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til við bæjarstjórn að gera eftirfarandi breytingar í bæjarráði:
Hafdís Gunnarsdóttir verði varamaður í bæjarráði og Daníel Jakobsson taki hennar stað og verði formaður bæjarráðs.
Fundargerðir til kynningar - Bæjarráð - 1084 - 1911017F
Fundargerð 1084. fundar bæjarráðs sem haldinn var 25. nóvember sl. Fundargerðin er í 9 liðum. - Bæjarráð - 1085 - 1911025F
Fundargerð 1085. fundar bæjarráðs sem haldinn var 2. desember sl. Fundargerðin er í 12 liðum. - Íþrótta- og tómstundanefnd - 201 - 1911012F
Fundargerð 201. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 20. nóvember sl. Fundargerðin er í 4 liðum. - Skipulags- og mannvirkjanefnd - 530 - 1911018F
Fundargerð 530. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. nóvember sl. Fundargerðin er í 13 liðum. - Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 91 - 1911021F
Fundargerð 91. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 26. nóvember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.