445. fundur bæjarstjórnar

445. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, fimmtudaginn 7. nóvember 2019 og hefst kl. 17:00. 

Dagskrá:

Almenn mál

1. Birting fylgiskjala fundargerða á vef Ísafjarðarbæjar - verklagsreglur 2018 - 2018100068
Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari, og Hjördís Þráinsdóttir, persónuverndarfulltrúi, mæta til fundar til að ræða birtingu fylgiskjala með fundargerðum.

2. Sindragata 4A, útboð og framkvæmd verkþátta. - 2018050038
Tillaga 1081. fundar bæjarráðs frá 4. nóvember sl., um að taka tilboði Húsasmiðjunnar í hreinlætistæki og pípulagningarefni fyrir Sindragötu 4a.

3. Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022
Tillaga frá 1080. fundi bæjarráðs frá 28. október sl., um að samþykkja tilboð í Sindragötu 4a, íbúð 0301, Ísafirði.

4. Viðauki 11 við fjárhagsáætlun 2019 - 2018120062
Tillaga 1081. fundar bæjarráðs frá 4. nóvember sl., um að viðauki 11 við fjárhagsáætlun 2019 verði samþykktur.

5. Viðauki 12 við fjárhagsáætlun 2019 - 2018120062
Tillaga 1081. fundar bæjarráðs frá 4. nóvember sl., um að viðauki 12 við fjárhagsáætlun 2019 verði samþykktur.

6. Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031
Tillaga 1081. fundar bæjarráðs frá 4. nóvember sl., um að tillaga fjármálastjóra að gjaldskrárbreytingum fasteignagjalda 2020 verði samþykkt, og verði þá notuð sem forsendur við fjárhagsáætlunarvinnu 2020.

Fundargerðir til kynningar

7. Bæjarráð - 1080 - 1910022F 
Fundargerð 1080. fundar bæjarráðs sem haldinn var 28. október sl. Fundargerðin er í 18 liðum.

8. Bæjarráð - 1081 - 1910029F
Fundargerð 1081. fundar bæjarráðs sem haldinn var 4. nóvember sl. Fundargerðin er í 22 liðum.

9. Fræðslunefnd - 410 - 1910004F 
Fundargerð 410. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 24. október sl. Fundargerðin er í 7 liðum.

10. Hafnarstjórn - 207 - 1910026F 
Fundargerð 207. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 31. október sl. Fundargerðin er í 5 liðum.

11. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 528 - 1910013F 
Fundargerð 528. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 28. október sl. Fundargerðin er í 9 liðum.

12. Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal - 2 - 1910023F 
Fundargerð 2. fundar starfshóps um skipulag útivistarsvæði í Tungudal og Seljalandsdal, sem haldinn var 29. október sl. Fundargerðin er í 5 liðum.

13. Velferðarnefnd - 442 - 1910024F 
Fundargerð 442. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 31. október sl. Fundargerðin er í 10 liðum.