433. fundur bæjarstjórnar
433. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 7. mars 2019 og hefst kl. 17:00.
Dagskrá:
Almenn mál |
||
1. |
Ósk um deiliskipulagsbreytingu - Hafnarbakki 3, Flateyri - 2018100008 |
|
Tillaga 515. fundar skipulags- og mannvirkjanefnd um að bæjarstjórn samþykki uppdrátt, dags. 10. desember 2018, vegna breytinga sem tekur til stækkunar byggingareits og hækkunar nýtingahlutfalls á lóð Hafnarbakka 3, Flateyri. |
||
2. |
Ísafjarðarbær - Óveruleg breyting á Aðalskipulagi 2008-2020 m.t.t. rekstrarleyfa - 2019020069 |
|
Tillaga 515. fundar skipulags- og mannvirkjanefnd þar sem nefndin til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, til þess að gera óverulegar breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðar 2008-2020. Breytingin snýr að áður útgefnum leyfum, þannig að heimilt verði að endurútgefa gistileyfi fyrir starfsemi í flokki II, en ekki verði heimilt að gefa útný leyfi. Þá er jafnframt gert ráð fyrir svigrúmi fyrir verslanir og veitingahús á Hafnarsvæði K1, við Sundahöfn. Hlutfall slíkrar þjónustu skal ekki vera meiri en 20% af nýtingarhlutfalli svæðisins. |
||
3. |
Afreksbraut við Menntaskólann á Ísafirði - 2018040003 |
|
Tillaga 1051. fundar bæjarráðs frá 25. febrúar 2019 um að samþykkja samning um afreksíþróttabraut við Menntaskólann á Ísafirði ásamt viðauka við fjárhagsáætlun vegna samningsins. |
||
4. |
Frístundarúta - 2016090101 |
|
Á 194. fundi íþrótta- og tómstundanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að hún samþykki drög að reglum um akstursstyrk til foreldra barna vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar. |
||
5. |
Atvinnuþátttaka ungs afreksfólks í Ísafjarðarbæ - 2018120079 |
|
Á 194. fundi íþrótta- og tómstundanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að komið yrði til móts við ungt afreksfólk í sveitarfélaginu á aldrinum 14-21 ára, sem starfa hjá sveitarfélaginu, þannig að þau verði ekki fyrir tekjutapi vegna þátttöku sinnar í verkefnum og keppni fyrir Íslands hönd. Frekari útfærsla verði í höndum forstöðumanna. |
||
Fundargerðir til kynningar |
||
6. |
Bæjarráð - 1051 - 1902021F |
|
Fundargerð 1051. fundar bæjarráðs sem haldinn var 25. febrúar sl. Fundargerðin er í 11 liðum. |
||
7. |
Bæjarráð - 1052 - 1902025F |
|
Fundargerð 1052. fundar bæjarráðs sem haldinn var 4. mars sl. Fundargerðin er í 10 liðum. |
||
8. |
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 78 - 1903003F |
|
Fundargerð 78. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 31. janúar sl. Fundargerðin er í 1 lið. |
||
9. |
Íþrótta- og tómstundanefnd - 194 - 1902013F |
|
Fundargerð 194. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 20. febrúar sl. Fundargerðin er í 7 liðum. |
||
10. |
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 79 - 1903001F |
|
Fundargerð 79. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 12. febrúar sl. Fundaregðin var í 1 lið. |
||
11. |
Velferðarnefnd - 436 - 1902015F |
|
Fundargerð 436. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 21. febrúar sl. Fundargerðin er í 9 liðum. |