418. fundur bæjarstjórnar
418. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 17. maí 2018 og hefst kl. 17:00.
Dagskrá:
Almenn mál |
||
1. |
Deiliskipulag í Reykjanesi - 2011030164 |
|
Tillaga 498. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 9. maí sl., um að deiliskipulag Reykjaness verði endurskoðað. |
||
|
||
2. |
Deiliskipulag - Mjósund - 2014090004 |
|
Tillaga 498. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 9.maí sl., um að unnin verði heildarsýn fyrir svæðið frá Njarðarsundi og upp að Sólgötu, þar sem horft verður til verndarsvæðis í byggð og skýrsla Pollnefndar verður höfð til hliðsjónar. Nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir verkefninu í næstu fjárhagsáætlunargerð, jafnframt leggur nefndin til við bæjarstórn að heimila skipulagsvinnu. |
||
|
||
3. |
Stofnun lóðar undir stöðvarhús Úlfsárvirkjunar - 2018010063 |
|
Tillaga 498. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 9. maí sl., um að heimila stofnun lóðar undir stöðvarhús Úlfsárvirkjunar. |
||
|
||
4. |
Ártunga 3 - umsókn um lóð - 2018050013 |
|
Tillaga 498. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 9. maí sl., um að Ólafur Kristjánsson fái lóð við Ártungu 3, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. |
||
|
||
5. |
Aukin framleiðsla á laxi í Arnarfirði - 2016020071 |
|
Tillaga 497. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 25. apríl sl., að umsögn um frummatsskýrslu um framleiðslu á 4.000 tonnum af laxi í kynslóðaskiptu eldi í Arnarfirði. |
||
|
||
6. |
Móttaka kvótaflóttamanna á árinu 2018. - 2017120027 |
|
Tillaga 1014. fundar bæjarráðs um að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna móttöku flóttamanna. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0 |
||
|
||
7. |
Kosningar til sveitarstjórnar 2018 - 2018010117 |
|
Forseti leggur til að bæjarstjórn samþykki framlagða kjörskrá og feli bæjarstjóra fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna kosninga til sveitarstjórnar 26. maí n.k. |
||
|
||
8. |
Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003 |
|
Lagt fram minnisblað Hjördísar Þráinsdóttur, skjalastjóra, dagsett 15. maí sl., með yfirliti yfir frumvörp og þingsályktunartillögur sem Ísafjarðarbær hefur fengið til umsagnar síðastliðinn mánuð. |
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
9. |
Bæjarráð - 1016 - 1805005F |
|
Fundargerð 1016. fundar bæjarráðs sem haldinn var 7. maí sl. Fundargerðin er í 12 liðum. |
||
|
||
10. |
Bæjarráð - 1017 - 1805011F |
|
Fundargerð 1017. fundar bæjarráðs sem haldinn var 14. maí sl. Fundargerðin er í 9 liðum. |
||
|
||
11. |
Fræðslunefnd - 391 - 1805007F |
|
Fundargerð 391. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 11. maí sl. Fundargerðin er í 2 liðum. |
||
|
||
12. |
Hafnarstjórn - 198 - 1805010F |
|
Fundargerð 198. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 11. maí sl. Fundargerðin er í 6 liðum. |
||
|
||
13. |
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 498 - 1804027F |
|
Fundargerð 498. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 9. maí sl. Fundargerðin er í 10 liðum. |
||
|
Ísafjarðarbær, 15. maí 2018
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri-