414. fundur bæjarstjórnar
414. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 1. mars 2018 og hefst kl. 17:00.
Dagskrá:
Almenn mál |
||
1. |
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2018 - Ísland ljóstengt - 2018020099 |
|
Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2018. Viðaukinn varðar tillögu 1003. fundar bæjarráðs frá 29. janúar sl., um að samþykkja styrkúthlutun Fjarskiptasjóðs að fjárhæð kr. 18.771.000,-, auk kostnaðar sem kemur í hlut Ísafjarðarbæjar vegna átaksverkefnisins Ísland ljóstengt, að hámarki 9,6 mkr., skv. tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa. Þessum kostnaði er mætt með tilfæringu innan málaflokksins, áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður Ísafjarðarbæjar er því kr. 0,-. |
||
|
||
2. |
Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2018 - viðbótargreiðsla til Hjallastefnunnar - 2018020099 |
|
Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2018. Viðaukinn varðar tillögu 1006. fundar bæjarráðs frá 19. febrúar sl., um að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna viðbótargreiðslu að fjárhæð 10 m.kr. til Hjallastefnunnar. Þessum kostnaði er mætt með tilfæringu innan málaflokksins, áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður Ísafjarðarbæjar er því kr. 0,-. |
||
|
||
3. |
Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2018 - uppgjör við A-deild Brúar lífeyrissjóðs. - 2018020099 |
|
Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun, sem er vegna uppgjörs við A-deild lífeyrissjóðsins Brúar, en vegna þess gjaldfærast 14,4 milljónir króna á árinu 2018. Þeim kostnaði er mætt með lækkun á viðhaldi hjá eignasjóði og lækkun á ófyrirséðum kostnaði. Til viðbótar er aukinn vaxtakostnaður að fjárhæð 10 milljónir króna. Þeim kostnaði er mætt með lækkun handbærs fjárs um sömu fjárhæð. |
||
|
||
4. |
Dynjandisheiði á samgönguáætlun - 2018020100 |
|
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerir eftirfarandi tillögu að ályktun bæjarstjórnar vegna vegaframkvæmda á Dynjandisheiði: |
||
|
||
5. |
Tillaga Í-lista að ályktun vegna veiðigjalda. - 2018020064 |
|
Í-listinn gerir eftirfarandi tillögu að ályktun bæjarstjórnar vegna veiðigjalda. |
||
|
||
6. |
Tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærsla (borgaralaun), 9. mál. - 2018020003 |
|
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 2. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærsla (borgaralaun), 9. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk. |
||
|
||
7. |
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 35. mál. - 2018020003 |
|
Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 14. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 35. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk. |
||
|
||
8. |
Frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis), 34. mál. - 2018020003 |
|
Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 12. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis), 34. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk. |
||
|
||
9. |
Frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn), 42. mál. - 2018020003 |
|
Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 12. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn), 42. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk. |
||
|
||
10. |
Frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög (ríkisfangsleysi), 133. mál. - 2018020003 |
|
Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 13. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög (ríkisfangsleysi), 133. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk. |
||
|
||
11. |
Frumvarp til laga um ættleiðingar (umsagnir nánustu fjölskyldu), 128. mál. - 2018020003 |
|
Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 13. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um ættleiðingar (umsagnir nánustu fjölskyldu), 128. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk. |
||
|
||
12. |
Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003 |
|
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 15. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 52. mál. Umsagnarfrestur rann út til 27. febrúar sl. |
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
13. |
Bæjarráð - 1006 - 1802015F |
|
Fundargerð 1006. fundar bæjarráðs sem haldinn var 19. febrúar sl. Fundargerðin er í 17 liðum. |
||
|
||
14. |
Bæjarráð - 1007 - 1802020F |
|
Fundargerð 1007. fundar bæjarráðs sem haldinn var 26. febrúar sl. Fundargerðin er í 11 liðum. |
||
|
||
15. |
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 61 - 1802013F |
|
Fundargerð 61. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 20. febrúar sl. Fundargerðin er í 3 liðum. |
||
|
||
16. |
Velferðarnefnd - 425 - 1802016F |
|
Fundargerð 425. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 20. febrúar sl. Fundargerðin er í 5 liðum. |
||
|
Ísafjarðarbær, 27. febrúar 2018
Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra.