411. fundur bæjarstjórnar

411. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 18. janúar 2018 og hefst kl. 17:00.

Dagskrá:

Almenn mál

1.  

Tunguskeiði - Óveruleg breyting á deiliskipulagi. - 2017010033

 

Tillaga 491. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 10. janúar sl. um að deiliskipulagstillaga og greinargerð frá Verkís dags. 5. janúar sl. verði auglýst skv. 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

2.  

Sindragata 4 - Deiliskipulag - 2016110020

 

Tillaga 491. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 10. janúar sl. um að samþykkja breytingar sem gerðar voru á uppdrætti vegna deiliskipulagsbreytinga Sindragötu 4, eftir athugasemdir Skipulagsstofnunar.

 

   

3.  

Torfnes - Nýtt Deiliskipulag - 2017030092

 

Tillaga 490. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 20. desember sl. um að samþykkja meðfylgjandi tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og heimila málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin snýr að ákvæðum á Íþróttasvæði Ú11 á Ísafirði, þar sem gert er ráð fyrir svigrúmi til uppbyggingar s.s. fjölnota íþróttahús. Markmið breytingarinnar er að skerpa á áherslum skipulagsins um fjölbreytta aðstöðu til íþróttaiðkunar og útivistar.

 

   

4.  

Hestamannafélagið Hending - Reiðhöll stækkun lóðar - 2017100057

 

Tillaga 490. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 20. desember sl. um að heimila breytingu, þ.e. að breyting á deiliskipulagi í Engidal verði kynnt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga.

Á 488. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var lagt til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hinsvegar er um óverulega breytingu að ræða þ.e. stækkun lóðar því er óskað eftir því að málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

 

   

5.  

Umsókn um lóð - Skeiði 3 - 2017120044

 

Tillaga 490. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 20. desember sl. um að Kubbur ehf. fái úthlutað lóð við Skeiði 3 (8) skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

 

   

6.  

Umsókn um lóð - Aðalgata 25, Suðureyri - 2017120045

 

Tillaga 490. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 20. desember sl. um að gerður verði nýr lóðaleigusamningur fyrir Aðalgötu 25, Suðureyri skv. deiliskipulagi Suðureyrarmala.

 

   

7.  

Laxeldi í Arnarfirði - framleiðsluaukning um 4500 tonn - 2017120058

 

Tillaga 1001. fundar bæjarráðs frá 15. janúar sl. um að staðfesta umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar vegna 4500. tonna framleiðsluaukningar á vegum Arnarlax í Arnarfirði.

Bókun skipulags- og mannvirkjanefndar er eftirfarandi:
Í samræmi við 6. grein laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum hefur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar farið yfir þau gögn sem lögð voru fram af hálfu Verkís, f.h. Arnarlax. Á grundvelli þessara gagna og að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum, er það niðurstaða nefndarinnar að framleiðsluaukning um 4500 tonn á vegum Arnarlax hf. skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Niðurstaða nefndarinnar byggist á viðmiðum sem tilgreind eru í 2. viðauka, með tilliti til stærðar og umfangs fyrirhugaðrar framkvæmdar ásamt samlegðaráhrifum með öðrum framkvæmdum í Arnarfirði. Að öðru leiti gerir nefndin ekki athugasemdir, þar sem aukning er innan viðmiða burðarþolsmats Hafrannsóknarstofnunar, og er í samræmi við nýtingaráætlun Arnarfjarðar.

 

   

8.  

Bókhaldsleg meðferð uppgjörs lífeyrisskuldbindinga í A-deild Brúar og umfjöllun um opinber fjármál - 2017050098

 

Tillaga 1001. fundar bæjarráðs frá 15. janúar sl. um að samþykkja samkomulag um uppgjör við Brú, lífeyrissjóð.

Bæjarstjóri leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Bæjarstjórn frestar því að samþykkja samkomulag um uppgjör við Brú, lífeyrissjóð, þar til ítarlegri upplýsingar hafa borist um útreikning á hlut Ísafjarðarbæjar.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að undirbúa lántökur og annað svo hægt sé að standa skil á greiðslum til Brúarsamkvæmt fyrirliggjandi tillögu lífeyrissjóðsins, með fyrirvara um að réttmæti fjárhæða verði staðfest með útreikningum."

 

   

9.  

Gjaldskrá slökkviliðs - fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

 

Tillaga 1000. fundar bæjarráðs frá 8. janúar sl. um að samþykkja breytta gjaldskrá slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2018.

Breytingar hafa orðið á þremur síðustu liðum þar sem verð fyrir öryggishnappa hefur verið jafnað milli einstaklinga og Sjúkratryggingasjóðs, auk þess sem virðisaukaskattur hefur verið lagður á vöktun eldvarnarkerfis.

 

   

10.  

Gjaldskrá vegna númerslausra bíla - fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

 

Tillaga 1000. fundar bæjarráðs frá 8. janúar sl., um að samþykkja gjaldskrá númerslausra bíla.

 

   

11.  

Gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar - fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

 

Tillaga 195. fundar hafnarstjórnar frá 16. janúar sl. um að samþykkja breytta gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar.

Breytingin er tilkomin vegna athugasemda Umhverfisstofnunar um orðalag sem snýr að förgunargjaldi skipa.

 

   

12.  

Framtíð líkamsræktaraðstöðu í Skutulsfirði - kaup á Stúdíó Dan - 2017050073

 

Tillaga 1000. fundar bæjarráðs frá 8. janúar sl., um að samþykkja samning vegna kaupa á Stúdíó Dan ehf.

 

   

13.  

Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar - 2012120018

 

Tillaga 1001. fundar bæjarráðs frá 15. janúar sl., um að samþykkja breytingar á samþykktum fyrir ungmennaráð og bæjarmálasamþykktum.

 

   

14.  

Starfshópur um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa - 2016090040

 

Tillaga 3. fundar starfshóps um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa frá 14. desember sl., um að verktími starfshópsins verði lengdur til 1. júní 2018.

 

   

16.  

Reglur um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega - 2017110061

 

Tillaga 423. fundar fræðslunefndar frá 12. desember sl., um að samþykkja reglur um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega.

 

   

17.  

Hestamannafélagið Hending - kröfugerð vegna reiðvallar - 2016050078

 

Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki af hálfu Ísafjarðarbæjar framlagðar samþykktir fyrir óstofnað Kaplaskjól ehf., sem er einkahlutafélag um byggingu reiðskemmu í Engidal.

 

   

18.  

Samningur um rannsóknar- og virkjunarleyfi Úlfsár í Dagverðardal. - 2018010007

 

Á 1000. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til að drögum að samningi um rannsóknar- og virkjunarleyfi í Úlfsá Dagverðardal milli AB-fasteigna ehf. og Ísafjarðarbæjar yrði breytt að því er varðar lengd samningstíma.
Samningstími framangreinds samnings hefur verið styttur úr 60 árum í 25 ár, í framhaldi af umfjöllun bæjarráðs.
Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

 

   

Fundargerðir til kynningar

19.  

Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 155 - 1712009F

 

Fundargerð 155. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, sem haldinn var 13. desember sl. Fundargerðin er í 7 liðum.

 

   

20.  

Bæjarráð - 999 - 1712013F

 

Fundargerðir 999. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 18. desember sl. Fundargerðin er í 17 liðum.

 

   

21.  

Bæjarráð - 1000 - 1801003F

 

Fundargerðir 1000. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 8. janúar sl. Fundargerðin er í 30 liðum.

 

   

22.  

Bæjarráð - 1001 - 1801007F

 

Fundargerðir 1001. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 15. janúar sl. Fundargerðin er í 9 liðum.

 

   

23.  

Félagsmálanefnd - 423 - 1712008F

 

Fundargerð 423. fundar félagsmálanefndar, nú velferðarnefndar, sem haldinn var 12. desember sl. Fundargerðin er í 7 liðum.

 

   

24.  

Fræðslunefnd - 386 - 1712020F

 

Fundargerð 386. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 4. janúar sl. Fundargerðin er í 4 liðum.

 

   

25.  

Hafnarstjórn - 195 - 1801008F

 

Fundargerð 195. fundar hafnarstjórnar, sem haldinn var 16. janúar sl. Fundargerðin er í 5 liðum.

 

   

26.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 490 - 1712014F

 

Fundargerð 490. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 20. desember sl. Fundargerðin er í 9 liðum.

 

   

27.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 491 - 1712017F

 

Fundargerð 491. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 10. janúar sl. Fundargerðin er í 5 liðum.

 

   

28.  

Starfshópur um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa - 3 - 1712007F

 

Fundargerð 3. fundar starfshóps um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa, sem haldinn var 14. desember sl. Fundargerðin er í 2 liðum.

 

   

29.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 58 - 1711024F

 

Fundargerð 58. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 19. desember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.

 

   

29.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 59 - 1712019F

 

Fundargerð 59. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 16. janúar sl. Fundargerðin er í 4. liðum.

 

   

Ísafjarðarbær, 16. janúar 2018

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.