410. fundur bæjarstjórnar

410. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 14. desember 2017 og hefst kl. 17:00.

Dagskrá:

Almenn mál

1.  

Hafnarstræti 11, Flateyri. Sala eignar. - 2017110013

 

Tillaga 998. fundar bæjarráðs frá 11. desember sl. um að samþykkja tilboð Gunnukaffis ehf. í fasteignina Hafnarstræti 11, Flateyri.

 

   

2.  

Viðauki 17 við fjárhagsáætlun 2017 - 2017010064

 

Tillaga 998. fundar bæjarráðs frá 11. desember sl. um að samþykkja viðauka 17 við fjárhagsáætlun.

 

   

3.  

Innheimtureglur leikskóla Ísafjarðarbæjar - 2017110028

 

Tillaga 997. fundar bæjarráðs frá 4. desember sl., um að samþykkja innheimtureglur leikskóla Ísafjarðarbæjar.

 

   

4.  

Byggðakvóti fiskveiðiárið 2017/2018 - 2017090050

 

Tillögur að sérreglum fyrir Ísafjarðarbæ varðandi úthlutun byggðakvóta í Ísafjarðarbæ.

 

   

5.  

Ný persónuverndarlöggjöf 2018 - 2017050126

 

Tillaga 998. fundar bæjarráðs frá 11. desember sl., að áskorun til Sambands Íslenskra sveitarfélaga vegna innleiðingar tilskipunar Evrópusambandsins um persónuvernd (GDPR).

 

   

6.  

Vistaskipti listamanna í Ísafjarðarbæ og Linköping - 2017030081

 

Tillaga 998. fundar bæjarráðs frá 11. desember sl., um að samþykkja tillögu atvinnu- og menningarmálanefndar um styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna vistaskipta listamanna í Ísafjarðarbæ og Linköping á árinu 2019.

 

   

7.  

Breyting á nafni fjölskyldusviðs - 2017110070

 

Tillaga 422. fundar félagsmálanefndar frá 28. nóvember sl., um að nafni fjölskyldusviðs verði breytt í velferðarsvið. Jafnframt leggur nefndin til að nafni hennar verði breytt úr félagsmálanefnd í velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar.

 

   

8.  

Sameining grunn- og leikskóla á Flateyri - 2016110039

 

Tillaga 998. fundar bæjarráðs frá 11. desember sl. um að leikskólinn og grunnskólinn á Flateyri verði sameinaðir að ósk starfshóps um skólamál á Flateyri.

 

   

9.  

Byggðasamlag Vestfjarða - þjónustusamningur og samstarfssamningur - endurskoðun 2016 - 2016100073

 

Tillaga Í-lista og B-lista að ályktun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

Ísafjarðarbær segir sig hér með úr Byggðasamlagi um málefni fatlaðs fólks á Vestfjörðum (BsVest).
Frá árinu 2014 hefur farið fram umfangsmikil vinna af hálfu Ísafjarðarbæjar og eftir atvikum BsVest að bæta starf og umgjörð málaflokksins og auka árangur í rekstri og þjónustu. Þessari viðleitni hefur verið framhaldið af Ísafjarðarbæ síðastliðið ár, í samráði við önnur sveitarfélög í BsVest, með mótun tillögu um að Ísafjarðarbær gerist leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks. Markmiðið með tillögunni var að búa til sterkari fagleg teymi, spara í stjórnunarkostnaði og þjónusta notendur betur fyrir sama fé. Tillagan hefur verið kynnt öðrum sveitarfélögum og fengið töluverða umfjöllun, auk þess sem um hana var rætt á sérstöku málþingi fyrr í þessum mánuði. Það voru því töluverð vonbrigði fyrir Ísafjarðarbæ að önnur sveitarfélög á Vestfjörðum væru enn ekki tilbúin að fara þessa vegferð leiðandi sveitarfélags, ekki síst vegna þess ávinnings sem sú leið hefur í för með sér fyrir alla hlutaðeigandi aðila. Það er sannfæring bæjarstjórnar Ísafjarðabæjar að málaflokknum verði betur fyrir komið með umræddu fyrirkomulagi og því er rétt að Ísafjarðarbær segi sig úr BsVest og undirbúi að taka rekstur málaflokksins að öllu leiti í eigin hendur.

 

   

10.  

Innfjarðarrækjuveiðar - 2017120032

 

Lögð verður fram tillaga að ályktun um innfjarðarrækjuveiðar.

 

   

11.  

Greiðslur til bæjarfulltrúa og nefndarmanna - 2013020002

 

Forseti leggur til að greiðslur til bæjarfulltrúa og nefndarmanna hækki og reglum um greiðslur til bæjarfulltrúa og nefndarmanna verði breytt.

 

   

12.  

Gjaldskrár 2018 - 2017020049

 

Gjaldskrár Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2018 lagðar fram til síðari umræðu.

 

   

13.  

Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

 

Tillaga að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar 2018, ásamt fjárfestingaráætlun og greinargerð lögð fram til síðari umræðu.

 

   

Fundargerðir til kynningar

14.  

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 140 - 1711031F

 

Fundargerð 140. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 4. desember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.

 

   

15.  

Bæjarráð - 997 - 1712001F

 

Fundargerð 997. fundar bæjarráðs sem haldinn var 4. desember sl. Fundargerðin er í 16 liðum.

 

   

16.  

Bæjarráð - 998 - 1712006F

 

Fundargerð 998. fundar bæjarráðs sem haldinn var 11. desember sl. Fundargerðin er í 21 lið.

 

   

17.  

Félagsmálanefnd - 422 - 1711025F

 

Fundargerð 422. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 28. nóvember sl. Fundargerðin er í 5 liðum.

 

   

18.  

Fræðslunefnd - 385 - 1712003F

 

Fundargerð 385. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 7. desember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.

 

   

19.  

Íþrótta- og tómstundanefnd - 181 - 1711027F

 

Fundargerð 181. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 6. desember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.

 

   

20.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 489 - 1711029F

 

Fundargerð 489. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 6. desember sl. Fundargerðin er í 5 liðum.

 

   

21.  

Ungmennaráð Ísafjarðarbæjar - 2 - 1711028F

 

Fundargerð 2. fundar ungmennaráðs sem haldinn var 5. desember sl. Fundargerðin er í 2 liðum.

 

   

 

Ísafjarðarbær, 12. desember 2017

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.