393. fundur bæjarstjórnar

393. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 2. febrúar 2017 og hefst kl. 17:00.

 

Dagskrá:

 

Almenn mál

1.  

Sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi - drög að tillögu að matsáætlun - 2016090039

 

Umsögn 470. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar og 960. fundar bæjarráðs á tillögu að matsáætlun á sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi, framleiðsla á 10.000 tonnum af laxi á ári.

 

   

2.  

Skólamál á Flateyri - 2016110039

 

Tillaga 960. fundar bæjarráðs um staðfestingu á erindisbréfi fyrir samráðshóp um leik- og grunnskólastarf á Flateyri og tillaga að fulltrúum Ísafjarðarbæjar í samráðshópnum.

 

   

3.  

Hestamannafélagið Hending - kröfugerð vegna reiðvallar - 2016050078

 

Tillaga 960. fundur bæjarráðs að samkomulagi við Hestamannafélagið Hendingu ásamt viðauka.

 

   

4.  

1. viðauki við fjárhagsáætlun 2017 - 2017010064

 

Tillaga 961. fundar bæjarráðs við bæjarstjórn að samþykkja 1. viðauka við fjárhagsáætlun. Viðaukinn varðar hækkun á tekjuviðmiðum afslátta elli- og öryrkja vegna fasteignagjalda 2017 og styrk til Hafstjörnunnar vegna unglingalandsmóts Landsbjargar.

 

   

Fundargerðir til kynningar

5.  

Bæjarráð - 960 - 1701017F

 

Fundargerð 960. fundar bæjarráðs sem haldinn var 23. janúar sl., fundargerðin er í 27 liðum.

 

   

6.  

Bæjarráð - 961 - 1701020F

 

Fundargerð 961. fundar bæjarráðs sem haldinn var 30. janúar sl., fundargerðin er í 13 liðum.

 

   

7.  

Fræðslunefnd - 376 - 1701011F

 

Fundargerð 376. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 19. janúar sl., fundargerðin er í 4 liðum.

 

   

8.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 470 - 1701013F

 

Fundargerð 470. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 18. janúar sl., fundargerðin er í 4 liðum.

 

   

9.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 40 - 1701008F

 

Fundargerð 40. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 24. janúar sl., fundargerðin er í 4 liðum.

 

   

 

Ísafjarðarbær, 1. febrúar 2017

 

Gísli Halldór Halldórsson,

 bæjarstjóri.