390. fundur bæjarstjórnar

390. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 1. desember 2016 og hefst kl. 17:00.

 

Dagskrá:

 

Almenn mál

1.  

Úttekt frárennslislagnir 2016 - 2016110066

 

37. fundur umhverfis- og framkvæmdanefndar leggur til við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir kostnaði á heildarúttekt á frárennsliskerfi Ísafjarðarbæjar við gerð fjárhagsáætlunar 2017.

 

   

2.  

Dagverðardalur 4 - Umsókn um stækkun lóðar - 2016080001

 

466. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar leggur til við bæjarstjórn að umsókn um stækkun lóðar við Dagverðardal 4 verði samþykkt.

 

   

3.  

Sindragata 4 - Deiliskipulag - 2016110020

 

466. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar telur að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Sindragötu 4 á Ísafirði og leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem felur í sér ítarlegri grenndarkynningu.

 

   

4.  

Stefna Ísafjarðarbæjar og viðbrögð gegn einelti, áreitni og ofbeldi - 2016110076

 

Á 954. fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað Herdísar Rósar Kjartansdóttur, mannauðsstjóra, dags. 24. nóvember sl., ásamt endurskoðaðri stefnu Ísafjarðarbæjar og viðbrögðum gegn einelti, áreitni og ofbeldi, til staðfestingar bæjarráðs.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfesta stefnu Ísafjarðarbæjar og viðbrögð gegn einelti, áreitni og ofbeldi.

 

   

5.  

Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

 

Á 953. fundi bæjarráðs var lagður fram viðauki 11, þar sem áætluð laun hækka um kr. 15.439.832,-, tekjur lækka um kr. 10.793.877,- og gjöld lækka um kr. 36.271.322,-. Áhrif viðaukans á afkomu samstæðu Ísafjarðarbæjar er því jákvæð sem nemur kr. 10.037.613,-. Viðaukanum er mætt með lækkun á lífeyrisskuldbindingu um kr. 36.385.322,- og lækkun á handbæru fé kr. 26.347.709,-. Nettó breyting á efnahagsreikningi er því kr. 10.037.613,-.

Halli samstæðu Ísafjarðarbæjar var kr. 58.835.496,- og verður kr. 48.797.883,-

Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki viðaukann.

 

   

6.  

Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

 

Á 954. fundi bæjarráðs var lagður fram viðauki 12 við fjárhagsáætlun 2016, vegna leiðréttingar á verðbótagjöldum sem kemur til vegna lægri verðbólgu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Viðaukinn hefur þau áhrif að fjármagnsliðir lækka um kr. 59.683.719,-, skuldir samstæðu lækka um kr. 74.999.980,- og handbært fé eykst um kr. 134.683.701,-.

Eftir viðaukann verður afkoma Ísafjarðarbæjar jákvæð um kr. 10.885.836,-.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 12 við fjárhagsáætlun 2016.

 

   

7.  

Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

 

Á 954. fundi bæjarráðs var lagður fram viðauki 13 vegna leiðréttinga á framkvæmdaáætlun 2016, leiðréttinga á rekstri Hafnarsjóðs ásamt leiðréttingum á ýmsum öðrum liðum. Viðaukinn hefur þau áhrif að tekjur aukast um 57,3 milljónir króna og gjöld aukast um 50,2 milljónir króna. Framkvæmdir ársins lækka um 65,2 milljónir króna og handbært fé eykst um 72,3 milljónir króna. Nettó áhrif viðaukans í rekstur samstæðu Ísafjarðarbæjar eru því kr. 7.080.010.

Afgangur samstæðu Ísafjarðarbæjar fer því úr kr. 10.885.836,- í kr. 17.965.846.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 13 við fjárhagsáætlun 2016.

 

   

8.  

Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

 

Tillaga að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2017, ásamt gjaldskrá og greinargerð, lögð fram til síðari umræðu.

 

   

Fundargerðir til kynningar

9.  

Bæjarráð - 953 - 1611018F

 

Fundargerð 953. fundar bæjarráðs sem haldinn var 21. nóvember sl., fundargerðin var í 14 liðum.

 

   

10.  

Bæjarráð - 954 - 1611021F

 

Fundargerð 954. fundar bæjarráðs sem haldinn var 28. nóvember sl., fundargerðin er í 18 liðum.

 

   

11.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 466 - 1611013F

 

Fundargerð 466. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 23. nóvember sl., fundargerðin er í 9 liðum.

 

   

12.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 37 - 1611015F

 

Fundargerð 37. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 22. nóvember sl., fundargerðin er í 4 liðum.

 

   

 

Ísafjarðarbær, 30. nóvember 2016

 

Gísli Halldór Halldórsson,

 bæjarstjóri.