385. fundur bæjarstjórnar

385. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 15. september 2016 og hefst kl. 17:00.

 

Dagskrá:

 

Almenn mál

1.  

Dýrafjarðargöng - Deiliskipulag - 2016020061

 

Á 461. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn, að samþykkja deiliskipulagsuppdrætti og greinargerðir við Dranga í Dýrafirði annarsvegar og við Rauðsstaði í Arnarfirði hinsvegar, að teknu tilliti til athugasemda og umsagna.

 

   

2.  

Oddavegur 13 ósk um stækkun byggingarreits - 2016060086

 

Á 461. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var tekin fyrir grenndarkynning vegna byggingarreits við Oddaveg 13 á Flateyri. Fram kom að hagsmunaaðilar hafi samþykkt með undirritun á kynningargögn grenndarkynningar að þeir geri ekki athugasemd við fyrirhuguð áform. Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkti óverulega breytingu á deiliskipulagi við Oddaveg 13 og lagði til við bæjarstórn að samþykkja breytingu.

 

   

3.  

Æðartangi 2-4 Stækkun byggingarreits - 2016070006

 

Á 461. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var tekin fyrir grenndarkynning vegna Æðartanga 2 og 4 á Ísafirði. Hagsmunaaðilar hafa samþykkt með undirritun á kynningargögn grenndarkynningar að þeir geri ekki athugasemd við fyrirhuguð áform. Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykki óverulega breytingu á deiliskipulagi við Æðartanga 2-4 og lagði til við bæjarstórn að samþykkja breytinguna.

 

   

4.  

Áhugi á vatnskaupum af Ísafjarðarbæ - 2016080046

 

Á 943. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að viljayfirlýsing vegna vatnskaupa á Ísafjarðarbæ yrði samþykkt.

 

   

5.  

Reykjanes við Ísafjarðardjúp, viljayfirlýsing - 2016090023

 

Á 943. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að viljayfirlýsing vegna Reykjaness við Ísafjarðardjúp yrði samþykkt.

 

   

6.  

Snjótroðari - 2016080029

 

Á 943. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að samningurinn yrði samþykktur og bæjarstjóra falið að skrifa undir samning um kaup á snjótroðara.

 

   

Fundargerðir til kynningar

7.  

Bæjarráð - 942 - 1609002F

 

Lögð er fram fundargerð 942. fundar bæjarráðs sem haldinn var 5. september sl., fundargerðin er í 7 liðum.

 

   

8.  

Bæjarráð - 943 - 1609005F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 943. fundar bæjarráðs sem haldinn var 12. september sl., fundargerðin er í 14 liðum.

 

   

9.  

Fræðslunefnd - 371 - 1608014F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 371. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 1. september sl., fundargerðin er í 5 liðum.

 

   

10.  

Hafnarstjórn - 186 - 1609006F

 

Lögð er fram fundargerð 186. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 13. september sl., fundargerðin er í 7 liðum.

 

   

11.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 33 - 1608005F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 33. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 30. ágúst sl., fundargerðin er í 7 liðum.

 

   

12.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 34 - 1608015F

 

Lögð er fram fundargerð 34. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 13. september sl., fundargerðin er í 5 liðum.

 

   

 

Ísafjarðarbær, 13. september 2016

 

Gísli Halldór Halldórsson,

 bæjarstjóri.