377. fundur bæjarstjórnar

377. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í fundarsal á 2. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði fimmtudaginn 17. mars og hefst klukkan 17.00.

 

Dagskrá:

 

Almenn mál

1.  

Snjómokstursreglur og mokstursleiðir í Ísafjarðarbæ - 2011110042

 

Tillaga bæjarráðs til bæjarstjórnar um að samþykkja breytingar á snjómokstursreglum.

 

   

2.  

Dagverðardalur 1. Umsókn um stækkun lóðar - 2016010055

 

Tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar til bæjarstjórnar um að samþykkja umsókn um stækkun lóðarinnar Dagverðardalur 1.

 

   

3.  

Mávagarður C - umsókn um lóð - 2014120069

 

Tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar til bæjarstjórnar að lóðaumsóknin um Mávagarð C verði samþykkt.

 

   

4.  

Mávagarður B - Umsókn um lóð - 2016010041

 

Tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar til bæjarstjórnar að lóðaumsóknin um Mávagarð B verði samþykkt.

 

   

5.  

Samþykkt um búfjárhald - 2016010004

 

Tillaga umhverfis- og framkvæmdanefndar til bæjarstjórnar að samþykkja drög að nýrri samþykkt um búfjárhald í Ísafjarðarbæ.

 

   

6.  

Stjórnsýsluhúsið Ísafirði kaup á 4. hæð. - 2015090040

 

Tillaga bæjarráðs til bæjarstjórnar að Ísafjarðarbær kaupi húsnæði Ríkiseigna á 4. hæð Stjórnsýsluhússins.

 

   

7.  

Uppbygging íbúðarhúsnæðis fyrir lágtekjufólk - 2016030046

 

Tillaga bæjarfulltrúa framsóknarflokksins til bæjarstjórnar.

 

   

Almenn mál - umsagnir og vísanir

8.  

Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027

 

Eftirfarandi frumvörp og þingsályktunartillögur eru lagðar fram til umsagnar:
a) frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 (uppbygging ferðamannastaða), 219. mál,
b) þingsályktunartillaga um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi, 150. mál og
c) þingsályktunartillaga um hæfisskilyrði leiðsögumanna, 275. mál.

 

   

Fundargerðir til kynningar

9.  

Bæjarráð - 921 - 1603005F

 

Fundargerð 921. fundar bæjarráðs sem haldinn var 7. mars s.l. fundargerðin er í 8 liðum.

 

   

10.  

Bæjarráð - 922 - 1603008F

 

Fundargerð 922. fundar bæjarráðs sem haldinn var 14. mars sl., fundargerðin er í 6 liðum.

 

   

11.  

Hafnarstjórn - 183 - 1603001F

 

Fundargerð 183. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 1. mars sl., fundargerðin er í 9 liðum.

 

   

12.  

Hafnarstjórn - 184 - 1603011F

 

Fundargerð 184. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 15. mars sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

   

13.  

Hátíðarnefnd - 7 - 1603013F

 

Fundargerð 7. fundar hátíðarnefndar sem haldinn var 15. mars sl., fundargerðin er í 2 liðum.

 

   

14.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 452 - 1602029F

 

Fundargerð 452. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 9. mars sl., fundargerðin er í 8 liðum.

 

   

15.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 25 - 1601022F

 

Fundargerð 25. fundar umhverfis- og framkvæmdanefnar sem haldin var 8. mars sl., fundargerðin er í 9 liðum.

 

   

 

Ísafjarðarbær, 15. mars 2016

Gísli Halldór Halldórsson,

 bæjarstjóri