150 ára kaupstaðarafmæli
25.01.2016
Fréttir
Í tilefni þess að á morgun, þriðjudaginn 26. janúar, verða 150 ár síðan Ísafjarðarkaupstaður fékk kaupstaðarréttindi verður sérstakur hátíðarfundur bæjarstjórnar klukkan 12.30. Að honum loknum, eða um klukkan 13.00, verður Virðisaukinn, frumkvöðlaverðlaun atvinnu- og menningarmálanefndar, afhentur í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Börn úr leik- og grunnskólum Ísafjarðar fagna kaupstaðarafmælinu og syngja nokkur lög í húsinu og því næst, eða klukkan 14, verður opnuð sýning Óperu Vestfjarða til heiðurs og minningar um Sigrúnu Magnúsdóttur, leik- og söngkonu. Sigrún Pálmadóttir og Beata Joó flytja nokkur lög við opnunina.