112-dagurinn á þriðjudaginn
06.02.2025
Fréttir

Þann 11. febrúar ár hvert er haldið upp á 112-daginn, til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna.
Þriðjudaginn 11. febrúar kl. 16:30-17:30 bjóða viðbragðsaðilar á Ísafirði upp á opið hús í Guðmundarbúð í tilefni dagsins. Bílar frá björgunarsveit og slökkviliði verða til sýnis. Slysavarnardeildin Iðunn býður gestum upp á kaffi og kökur.
Öll velkomin!