Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
77. fundur 22. janúar 2019 kl. 08:10 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Umræður um gjaldskrá fyrir sorphirðu í Ísafjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur umhverfisfulltrúa að leggja uppfærða sorphirðugjaldskrá fyrir bæjarstjórn.

2.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089

Formaður gerði grein fyrir vinnu starfshóps um framtíðarskipulag svæðisins.
Fram kom í máli formanns að flestir hagsmunaaðilar hefðu verið kallaðir að borðinu og forvinna skipulagsins væri hafin. Nefndin ræddi um mögulega áherslupunkta og ákveðið var að nefndarmenn myndu hitta starfshópinn til að leggja línurnar fyrir komandi skipulagsvinnu.

3.Snjómokstursreglur og mokstursleiðir í Ísafjarðarbæ - 2011110042

Lagðar fram tillögur að snjómokstursreglum Ísafjarðarbæjar.
Lagðar eru til smávægilegar breytingar á reglunum sem varða mokstur á nýjum göngustíg meðfram Fjarðarstræti á Ísafirði og frá Kirkjustræti að Vallargötu 8 - 18 á Þingeyri. Lagt er til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar með umræddum breytingum.

4.Þjónustusamningur um kortasjá - 2018030093

Umhverfisfulltrúi kynni nýja kortasjá sem Ísafjarðarbær hefur byrjað að nýta.
Fram kom að talsvert af upplýsingum eru nú þegar komnar inní kortasjána, m.a. varðandi snjómokstursreglur og veitur.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?