Starfshópur um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
2. fundur 01. september 2017 kl. 08:30 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir formaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Ásgeir Leifur Höskuldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Aðgerðir vegna komu skemmtiferðaskipa 2017 - 2017040038

Lagður fram verkefnalisti frá Sigríði Kristjánsdóttur, formanni starfshóps um komu skemmtiferðaskipa, dagsettur 1. september 2017 þar sem farið er yfir verkefni haustsins.
Starfshópur um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa felur formanni og starfsmanni hópsins að leggja könnun fyrir almenning, með rafrænum hætti, þar sem viðhorf til komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðarbæjar eru könnuð. Könnunin skal lögð fyrir í vikunni 4.-11. september og vera aðgengileg í 2 vikur. Starfshópurinn áætlar að halda fund með hagsmunaaðilum 5. október 2017 og felur formanni og starfsmanni hópsins að taka saman lista yfir mögulega hagsmunaaðila og leggja fyrir næsta fund starfshópsins sem haldin verður 27. september 2017.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?