Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
463. fundur 12. október 2016 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Inga María Guðmundsdóttir varamaður
  • Gunnar Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Fyrirspurn - Halldór Mikkaelsson, spyr hvort heimilt sé að reisa fjögur 25 fermetra sumarhús. - 2016100002

Halldór Mikkaelsson spyr hvort heimilt sé að reisa fjögur 25 fermetra sumarhús í landi Neðri Breiðadals, Önundarfirði landnr. 141039
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að vinna frekar í málinu.

2.Hafnarstræti 2 - Umsókn um byggingarleyfi - 2016100001

Gísli Gunnlaugsson sækir um f.h. Baldvins Gústafssonar að endurnýja glugga á þriðju hæð og risi ásamt þvi bæta við svölum á austurhlið þriðju hæðar. Skv meðfylgjandi uppdráttum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. sept.2016
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar framkvæmd, þar sem hún eykur öryggi íbúa með tilkomu flóttaleiðar.

3.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

Byggingarfulltrúi leggur fram endurnýjun á gjaldskrá fyrir fjárhagsáætlun 2017
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarráð að samþykkja nýja tekjuliði inn í gjaldskrá fyrir árið 2017

4.Lækjarós 2-4 Fyrirspurn um byggingarleyfi - 2016100003

Sveinn Kristján Sveinsson spyr hvort heimilt sé að reisa 60 fermetra heilsárshús í landi Lækjarós 2-4 skv. tölvupósti þann 22.september og meðfylgjandi fyrirspurnarblaði og loftmynd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið.

5.Ingjaldssandsvegur (624-01): Útvíkkun á skeringu við Kýrá - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2016100013

Vegagerðin sækir um framkvæmdarleyfi fyrir útvíkkun á skeringu við Kýrá í landi Mýra í Dýrafirði skv. umsókn dags. 27. september og afstöðumynd nr.624-01. Samþykki landeigenda liggur fyrir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið, enda um að ræða úrbætur í umferðaöryggi. Samþykki landeigenda liggur fyrir.

6.Höfði við Kirkjubólshlíð - Umsókn um framkvæmdarleyfi - 2016100016

Guðbjörn Charlesson sækir um leyfi fyrir manngerðum hólma út af landi Höfða við Kirkjubólshlíðar, skv. umsókn dags. 20.sept 2016 og afstöðumynd dags. 25. maí 2016. um er að ræða 900 fermetra hólma til æðarræktar. Hólminn verður byggður upp með efni á staðnum og þannig gerður að hann falli sem best að umhverfi sínu.
Skipulags- og mannvirkjanefn getur ekki heimilað þessa framkvæmd þar sem fjaran er hverfisvernduð og á náttúrminjaskrá.

7.Höfði við Kirkjubólshlíð - Staðfesting lóðarmarka. - 2016100017

Guðbjörn Charlesson sækir um að landamerki á Höfða við Kirkjubólshlið verði skilgreind skv. hnitsettum uppdrætti frá Loftmyndum ehf. dags. 15.09.2016. Ekki liggja fyrir skilgreind landamerki á Höfða.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar erindinu.

8.Höfði við Kirkjubólshlíð umsókn um byggingarleyfi - 2016100015

Guðbjörn Charlesson óskar eftir leyfi til þess að byggja átta smáhýsi til sumarleigu í landi Höfða við Kirkjubólshlíð, skv. umsókn dags.20.09.2016 og afstöðumynd frá Loftmyndum ehf.
Skipulags- og manvirkjanefnd hafnar erindinu þar sem kröfum um lágmarksfjarlægð tilgreinda í skipulagsreglugerð, frá tengivegi annarsvegar og sjó hinsvegar er ekki fullnægt.

9.Sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi - drög að tillögu að matsáætlun - 2016090039

Tillaga að matsáætlun varðandi sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi, lögð fram til kynningar
Afgreiðslu frestað

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?