Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
627. fundur 14. mars 2024 kl. 10:30 - 12:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Valur Richter varamaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Suðurtangi, atvinnustarfssemi. Breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - 2023110129

Lögð fram vinnslutillaga að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, dags. 8. mars 2024, vegna Suðurtanga á Ísafirði, uppdráttur og greinargerð unnið af Verkís ehf. skv. 1. mgr. 36. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna vinnslutillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, við Suðurtanga á Ísafirði, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

2.Deiliskipulag Suðurtangi - Breyting 2023 - 2023040059

Kynnt vinnslutillaga vegna breytinga á deiliskipulagi við Suðurtanga, unnin í mars 2024 af Verkís ehf.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við hönnuð, að lóð næst hafnarkanti (sem er 20.621,5 fm að stærð) fái staðfang við Ásgeirsgötu. Þá leggur nefndin til að heitið Suðurtangi og Skarfatangi verði skv. uppdrætti.
Valur Richter vék af fundi undir þessum lið klukkan 11:00.

3.Umsókn um lóð undir geymslugáma við Suðurtanga - 2024020166

Lögð fram umsókn dags. 29. febrúar 2024 frá Vali Richter með ósk um svæði/lóð undir geymslugáma við Suðurtanga á Ísafirði.
Hugmyndin er að geta boðið upp á aðstöðu fyrir gáma og önnur tæki til geymslu utanhúss en innan girðingar ásamt öryggismyndavélakerfum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki úthlutað lóð á umræddu svæði þar sem nýtt deiliskipulag hefur ekki öðlast gildi og enn ófyrirséð með úthlutun lóða á svæðinu.

Nefndin bendir á að skv. deiliskipulagi er skilgreint geymslusvæði í Engidal, Skutulsfirði sem er nú þegar tilbúið til úthlutunar.
Valur Richter mætir aftur til fundar klukkan 11:22.

4.Dagverðardalur, frístundahúsasvæði. Nýtt deiliskipulag - 2023100068

Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi undir frístundahúsabyggð og þjónustuhús, á svæði F21 í Dagverðardal í Skutulsfirði, unnin af M11 arkitektum fyrir Fjallaból ehf. uppdráttur og greinargerð dags. 5. febrúar 2024.

Jafnframt er lögð fram samantekt umsagna og ábendinga sem bárust á kynningartíma við skipulagslýsingu verkefnisins, ásamt viðbrögðum. Skipulagslýsinging var kynnt almenningi frá 14. nóvember 2023 til 8. desember 2023.

Vinnslutillaga var kynnt sérstaklega á heimasíðu sveitarfélagsins frá 6. mars 2024 til 13. mars 2024. Greinargerð og uppdrættir voru til sýnis á bæjarskrifstofum samhliða til kynningar. Opið hús var haldið á bæjarskrifstofum þann 12. mars 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur farið yfir umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartímabili lýsingar og telur að það hafi verið tekið tillit til þeirra með fullnægjandi hætti. Í uppdrætti og greinargerð sem hafa borist. Nefndin leggur til að gögnin verði kynnt opinberlega skv. IV. mgr. 40. gr. skipulagslaga 123/2010.

5.Hóll í Firði, Önundarfirði. Nýtt deiliskipulag á F37 -Stekkjarlæksbakkar - 2022050043

Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi á jörðinni Hóli í Firði, í Önundarfirði við Stekkjarlæksbakka, frístundasvæði F37, dags. 23. júní 2022, uppdráttur með greinargerð unnin af M11 arkitektum fyrir Hól í Firði ehf.

Vinnslutillaga var auglýst 23. ágúst 2022 með umsagna- og athugasemdafresti til 8. október 2022.

Umsögn barst frá Umhverfisstofnun um að á svæðunum þar sem fyrirhugað er að staðsetja lóðir 3, 4 og 5 er samkvæmt kortasjá Náttúrufræðistofnunar Íslands votlendi sem nýtur sérstakrar verndar skv. a. lið 2. mgr. 61. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Umhverfisstofnun áskilur sér einnig rétt til umsagnar áður en veitt er leyfi vegna framkvæmda sem kunna að raska vistkerfum og jarðminjum sem taldar eru upp í 1. og 2. mgr. 61. gr. laganna.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja meðfylgjandi breytingu á uppdrætti sbr. III. mgr. 41. gr. laga 123/2010. Nefndin hefur farið yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar sem settar voru fram í erindisbréfi dags. 15. desember 2022.

Brugðist hefur verið við athugasemdum stofnunarinnar og nefndin telur að breytingar m.t.t. athugasemda séu ekki séu þess eðlis að auglýsa þurfi að nýju.

6.Útsýnispallur við Brimnesveg, Flateyri. - 2016080025

Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi dags. 1. mars 2024, frá Hrönn Garðarsdóttur f.h. Ísafjarðarbæjar vegna gerð útsýnispalls, skábrauta, stiga, gróðursetningu og frágangs svæðis, uppsetningu bekkja og rennibrautar og klifurveggs við og af palli.

Jafnframt eru lagðar fram verkteikningar dags. 2. febrúar 2023 unnar af Verkís ehf.

Jafnframt fylgir með upplýst samþykki landeiganda vegna umsóknarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar að verkið verði grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum og þinglýstum eigendum við Drafnargötu 7 til 17, sem- og hverfisráði Önundarfjarðar, einnig að óskað verði eftir heimild hjá Siglingarsviði Vegagerðar vegna breytinga á sjóvörnum sem tengjast mannvirkinu.

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi, að lokinni grenndarkynningu, berist ekki athugasemdir sem þurfa frekari viðbrögð nefndar.

7.Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt og landgræðslu - 2024020146

Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt og landgræðslu.

Matvælaráðuneytið hefur falið Landi og skógi að hefja endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt. Tilgangur þessa erindis nú er að kalla eftir ábendingum sem nýst geta við vinnuna við að móta tillögur að endurskoðuðu stuðningskerfi, en markmiðið er að til verði tillaga að heildstæðu stuðningskerfi málaflokksins innan stofnunarinnar sem jafnframt styður við stefnu stjórnvalda á sviði loftslagsmála, verndunarlíffræðilegrar fjölbreytni og byggðamála.

Stuðningskerfin sem um ræðir eiga að efla þátttöku einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana í landgræðslu og skógrækt, meðal annars í samræmi við opinberar stefnur í umhverfismálum, loftslagsmálum, landbúnaði og atvinnumálum.

Landi og skógi er ætlað að skila tillögum um breytingar til ráðuneytisins í lok apríl 2024. Í framhaldinu er gert ráð fyrir að settar verði reglugerðir í samræmi við 8. gr. laga um landgræðslu nr. 155/2018 og 7. gr. laga um skóga og skógrækt nr. 33/2019 ásamt því að reglugerð um landshlutaverkefni í skógrækt nr. 285/2015 verði endurskoðuð, sbr. IV. kafla laga um skóga og skógrækt.

Tillögur og ábendingar óskast sendar fyrir 29. mars næstkomandi.
Erindi er frestað til næsta fundar.

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Lögð fram til kynningar umsagnarbeiðni úr samráðsgátt stjórnvalda, dags. 5. mars 2024, mál nr. 47/ 69/2024, frumvarp um Loftslags- og orkusjóð.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi um Loftslags- og orkusjóð.

Í frumvarpinu er lögð til breyting á lögum um Orkusjóð nr. 76/2020 og lögum um loftslagsmál nr. 70/2012. Meginhlutverk nýs Loftslags- og orkusjóðs verður að styðja við nýsköpunar- og innviðaverkefni á sviði loftslagsmála, orkunýtingar og hringrásarhagkerfis.

Umsagnarfrestur er til og með 15. mars 2024.
Lagt fram til kynningar.

9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Lögð fram til kynningar umsagnarbeiðni úr samráðsgátt stjórnvalda, dags. 11. mars 2024, mál nr. 79/2024, áform um breytingu á lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir áform um breytingu á lögum nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun með það að markmiði að tryggja ábyrga og skynsamlega nýtingu og vernd landsvæða og orkukosta á Íslandi.

Umsagnarfrestur er til og með 8. apríl 2024.
Frestað til næsta fundar.

10.Sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi - Háafell - 2024020088

Á 626. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 29.febrúar var lögð fram umsagnarbeiðni úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, dags. 14. febrúar 2024, vegna áforma Háafells ehf. um aukinn hámarkslífmassa og breytinga á eldissvæðum Háafells í Ísafjarðardjúpi.

Háafell ehf. hefur lagt fram matsáætlun fyrir 4.500 tonna aukningu hámarkslífmassa af laxi og regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi. Við breytinguna fer hámarkslífmassi fyrirtækisins í Ísafjarðardjúpi úr 6.800 tonnum í 11.300 tonn. Einnig er gert ráð fyrir að fækka og breyta eldissvæðum.

Kynningartími er til 15. mars 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að lífmassinn er innan burðarþolsmats, sem er 30.000 tonn, og áhættumats sem er 12.000 tonn, og gerir því ekki athugasemdir við aukningu.

11.Starfsleyfi Arnarlax ehf. Ísafjarðardjúpi - 2024030018

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Umhverfisstofnun dags. 29. febrúar 2024 vegna tillögu að starfsleyfi Arnarlax ehf. í Ísafjarðardjúpi. Um er að ræða sjókvíaeldi með allt að 10.000 tonna lífmassa á hverjum tíma og ófrjóa laxfiska.

Framkvæmdin fór í mat á umhverfisáhrifum og birti Skipulagsstofnun álit vegna þessa þann 19. febrúar 2021. Framkvæmdin rúmast innan burðarþolsmats Hafrannsóknarstofnunar fyrir Ísafjarðardjúp en ekki áhættumats sömu stofnunar og er því heimildin bundin við ófrjóa laxfiska. Í áliti Skipulagsstofnunar kemur fram að eldið muni hafa áhrif vegna aukinnar uppsöfnunar næringarefna undir og nálægt kvíum og verði talsvert neikvæð. Áhrifin muni ráðast af aðstæðum á hverjum stað og vera að mestu afturkræf með nægjanlegri hvíld svæða og ef eldi verði hætt, og tilhögun eldisins stjórnist að raunástandi á eldissvæðum. Umhverfisstofnun bendir á í því samhengi að í tillögu að starfsleyfi stofnunarinnar fyrir starfseminni eru ákvæði þess efnis að stofnunin geti einhliða frestað útsetningu seiða, bendi niðurstöður vöktunar til þess að umhverfisaðstæður séu óhagstæðar á eldissvæði og það þarfnist frekari hvíldar. Umhverfisstofnun veitti umsagnir í matsferli framkvæmdarinnar og telur að þau skilyrði sem fjallað er um endurspeglist í vöktunaráætlun rekstaraðila ásamt ákvæðum í starfsleyfi.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202001-218.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 2.apríl. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.

Nefndin hvetur MAST til að tryggja að lögum, er varðar fjarlægðir á milli eldissvæða, sé framfylgt.

12.Sjávargata 14, Þingeyri. Fyrirspurn til byggingarfulltrúa - 2024020167

Lögð er fram fyrirspurn til byggingarfulltrúa frá Wouter Van Hoeymissen er snýr að breytingu deiliskipulags. Umsækjandi vill kanna vilja nefndarinnar fyrir því að stækka lóðina að Sjávargötu 14 á kostnað Sjávargötu 16 ásamt því að nýtingarhlutfall Sjávargötu 14 verði aukið.
Ekki kemur fram í fylgigögnum hversu mikillar stærðaraukningar er óskað.

Við Sjávargötu 14 hefur nú risið viðbygging án allra leyfa og ætla má að umsækjandi óski þess að stækkun lóðarinnar miði við að viðbyggingin rúmist innan lóðar og byggingarreits.
Jafnframt er lögð fram teikning er sýnir umfang viðbyggingarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu.

Nefndin bendir á að lóðin er í sameign þar sem mannvirkið við lóð Sjávargötu 14 er fjöleignahús m.t.t. laga nr. 26/1994, og að nýting eignarhluta Simbahallarinnar ehf. er ekki í samræmi við byggingarreglugerð og eða skipulagsreglugerð. Breyting á notkun mannvirkis og lóðar er ekki í samræmi við stefnu sveitarfélags, um hagnýtingu svæðisins skv. skipulagi.

Nefndin bendir jafnframt á að ytra byrði hússins við Sjávargötu 14 er sameign og getur ekki heimilað breytingar.

Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram sem óleyfisframkvæmd.

13.Bræðratunga, raðhús - 2023010245

Á 602. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 9. febrúar 2023, lagði nefndin til við bæjarstjórn að úthluta lóðunum við Bræðratungu 2-10 á Ísafirði, til Landsbyggðarhúsa ehf. skv. umsókn dags. 25. janúar 2023, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Bæjarstjórn samþykkti lóðarúthlutun við Bræðratungu 2-10 á Ísafirði þann 23. febrúar 2023.

Nú er lagður fram tölvupóstur frá Indriða Þresti Gunnlaugssyni f.h. Landsbyggðarhúsa ehf., dags. 5. febrúar 2024, þar sem kemur fram að félagið hyggst ekki fara í framkvæmdir við Bræðratungu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að afturkalla lóðarúthlutun Landsbyggðarhúsa ehf. við Bræðratungu 2-12 (áður 2-10) í Tunguhverfi á Ísafirði.

Lóðirnar verða auglýstar að nýju.

Fundi slitið - kl. 12:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?