Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
619. fundur 09. nóvember 2023 kl. 10:30 - 12:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Guðfinna Hinriksdóttir mætir til fundar klukkan 10:30.

1.Hafnarbakki 1 og Túngata 5, Flateyri. Ósk um sameiningu lóða - 2023100111

Guðfinna Hinriksdóttir mætir til fundar við skipulags- og mannvirkjanefnd til að ræða áform á lóðunum við Hafnarbakka 1 og Túngötu 5 á Flateyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar Guðfinnu Hinriksdóttur fyrir góða kynningu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarhafa að hefja vinnu við deiliskipulagsgerð vegna sameiningu lóða við Hafnarbakka 1 og Túngötu 5 á Flateyri.

Jafnframt bendir nefndin á að lóðarhafi þarf að sækja um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna breyttrar landnotkunar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda til umfjöllunar í bæjarráði.
Guðfinna Hinriksdóttir yfirgefur fund klukkan 11:00.

2.Stefnisgata 8 og 10, Suðureyri. Ósk um breytingu á deiliskipulagi - 2023110021

Lagður fram uppdráttur unninn af Rúm teiknistofu, dags. 1. nóvember 2023, þar sem lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu Suðureyrarmala vegna sameiningar lóða við Stefnisgötu 8 og 10. Byggingarreitir verða sameinaðir í einn byggingarreit. Sameining kallar ekki á fjölgun bílastæða og byggingarmagn helst eins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, en nefndin telur ekki þörf á grenndarkynningu enda breyting óveruleg.

3.Suðurtangi 18 og 20, Ísafirði. Umsókn um afnot svæðis - 2023100113

Á síðasta fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var lögð fram umsókn Hampiðjunnar, dags. 23. október 2023, þar sem óskað er eftir tímabundnum afnotum af lóðum á Suðurtanga 18 og 20 vegna bráðabirgða vinnuaðstöðu við hringi fyrir fiskeldi og óskaði nefndin eftir afstöðu hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn tók málið fyrir á fundi 245. fundi þann 1. nóvember 2023 og var bókun eftirfarandi: „Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við að Hampiðjan fái tímabundin afnot af umbeðnum lóðum, en leggur til að skilyrði verði sett um að leyfi fyrir afnotum falli úr gildi ef sótt er um lóð á svæðinu á tímabilinu.“

Skipulags- og mannvirkjanefnd felur starfsmanni nefndar að vinna málið áfram og gera drög að samkomulagi, með skilmálum, í samráði við bæjarstjóra.

4.Suðurtangi 6, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021120014

Lögð fram að nýju, umsókn dags. 30. nóvember 2021, frá eiganda Suðurtanga 6 (L138767), á Ísafirði um endurnýjun á lóðarleigusamningi undir iðnaðarhúsnæði og athafnapláss fyrirtækisins. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 22. mars 2022 sem er unnið eftir gildandi deiliskipulagi Suðurtanga, (íbúðarhluta og þjónustusvæði) frá nóvember 2015. Málinu var vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar með vísan í að bæjarstjórn ákvað á 498. fundi sínum sem haldinn var 15. september 2022 að endurskoða deiliskipulag á Suðurtanga.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir að starfsmaður nefndar vinni útfærslu á lóðaleigusamningum sem lagðir verða fram á næsta fundi. Nefndin bendir á að skipulagsbreytingar eru á svæðinu og leggur til að forsendur samnings verði með ákvæðum þess efnis að sveitarfélagið áskilji sér rétt til breytinga á samningstímanum í samræmi við nýtt skipulag.

5.Suðurtangi 8, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021120015

Lögð fram að nýju, umsókn dags. 30. nóvember 2021, frá Aðalsteini Ó. Ásgeirssyni f.h. Skipanausts ehf. þingl. eiganda Suðurtanga 8 L138769, um endurnýjun á lóðarleigusamningi undir F212-0534, dráttarbraut og spilhús, einnig lagt fram mæliblað tæknideildar frá 22. mars 2022 þá verður lóðin númer 10 (sem er skv. gildandi deiliskipulagi).
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir að starfsmaður nefndar vinni útfærslu á lóðaleigusamningum sem lagðir verða fram á næsta fundi. Nefndin bendir á að skipulagsbreytingar eru á svæðinu og leggur til að forsendur samnings verði með ákvæðum þess efnis að sveitarfélagið áskilji sér rétt til breytinga á samningstímanum í samræmi við nýtt skipulag.

6.Suðurtangi, Ísafirði. Umsókn um lóð undir rafbílahleðslugarð - 2023110011

Lögð fram umsókn dags. 31. október 2023. frá Daníel Erni Antonssyni hjá Orkubúi Vestfjarða varðandi lóð á Suðurtangasvæðinu á Ísafirði undir hleðslugarð fyrir 30 rafbíla vegna ferðamanna.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur vel í erindið og vísar því inn í endurskoðun á deiliskipulagi á Suðurtanga.

7.Hlíðarvegur 15, Ísafirði. Umsókn um stækkun lóðar - 2023080001

Á 415. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áform um byggingu bílskúrs og stækkun lóðarinnar við Hlíðarveg 15 á Ísafirði. skv. uppdrætti frá Verkís hf. dags. 29. janúar 2019 fyrir eigendum fasteigna við Hjallaveg 2 og Hlíðarveg 17, Ísafirði. Engar athugasemdir bárust á grenndarkynningartíma. Frestur til að koma með athugasemdir var til og með 20. október 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja stækkun lóðar við Hlíðarveg 15 L138371 á Ísafirði miðað við grenndarkynntan uppdrátt dags. 29. janúar 2019.
Steinunn Guðný Einarsdóttir yfirgaf fundinn.

8.Aðalstræti 26 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - 2023100096

Lögð er fram tilkynning Illuga Örvars Sólveigarsonar f.h. Sjóvár, vegna framkvæmda tengdum rampi við inngangsdyr hússins. Ástæða framkvæmdarinnar er að bæta aðgengi fatlaðra að skrifstofum fyrirtækisins.
Jafnframt eru lagðir fram uppdrættir frá Eflu er sýna umfang framkvæmdanna.
Þar sem umrædd framkvæmd er utan lóðamarka er óskað álits og umfjöllunar nefndarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að þörf er á heildstæðri stefnu sveitarfélagsins í aðgengismálum.

Erindinu er vísað til umræðu í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Steinunn Guðný Einarsdóttir mætir aftur til fundar klukkan 10:46.

9.Flateyraroddi. Umsókn um stöðuleyfi - 2023100130

Lögð er fram umsókn um stöðuleyfi frá Páli S. Önundarsyni vegna gáms á Flateyrarodda. Um er að ræða umsókn um áframhaldandi stöðuleyfi.
Jafnframt eru lagðar fram ljósmyndir og loftmynd er sýnir staðsetningu gáms.

Byggingarfulltrúi tók fyrir umsóknina á afgreiðslufundi númer 70. þann 31. október 2023, en vísar erindi til umfjöllunar skipulags- og mannvirkjanefndar þar sem að stöðuleyfi er einungis hugsað sem tímabundin lausn. Einnig er óskað eftir áliti nefndarinnar á staðsetningu gáms en hún er á lóð Ísafjarðarbæjar. Áður hefur verið veitt stöðuleyfi fyrir umræddum gám.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindi vegna fyrirhugaðrar uppsetningu hreinsistöðvar á svæðinu. Nefndin bendir umsækjanda á að finna annan stað með samþykki lóðarhafa og sækja um að nýju.

10.Varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi - 2023110012

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 1. nóvember 2023, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 216/2023, Skýrsla um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi.

Umsagnarfrestur er til og með 15. nóvember 2023.
Lagt fram til kynningar.

11.Stefnumótun um lagareldi - 2023080034

Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs áform um frumvarp til laga um lagareldi ásamt frummati á áhrifum lagasetningar.

Óskað er eftir umsögnum, athugasemdum og ábendingum um áform um lagasetningu og frummat í samráðsgátt stjórnvalda til og með 20. nóvember 2023.
Lagt fram til kynningar.

12.Breytingar á skipulagslögum nr. 123 2010 fyrir tímabundnar uppbyggingarheimildir - 2023110032

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 6. nóvember 2023, þar sem innviðaráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 223/2023, Breytingar á skipulagslögum nr. 123/2010 (Tímabundnar uppbyggingarheimildir). Umsagnarfrestur er til 16. nóvember 2023.

Með frumvarpinu er lagt til að í þeim tilvikum þegar framkvæmdir við uppbyggingu í íbúðarbyggð eða svæði þar sem íbúðarbyggð er heimiluð hafa ekki hafist innan sjö ára frá birtingu samþykkts deiliskipulags skuli sveitarstjórn, áður en ákvörðun er tekin um samþykkt byggingaráforma, meta hvort þörf er á að skipulagið verði endurskoðað í heild eða að hluta. Hafi engin umsókn um byggingaráform verið lögð fram á umræddum tíma þá getur sveitarstjórn kallað eftir skýringum og framkvæmt áðurnefnt mat á grundvelli þeirra. Þá er einnig lögð til sú undantekningarregla að sveitarstjórn geti ákveðið að heimila útgáfu byggingarleyfis án þess að framkvæma fyrrnefnt mat ef um er að ræða óverulega framkvæmd eða framkvæmd fellur að öllu leyti að markmiðum og forsendum deiliskipulags.
Lagt fram til kynningar.

13.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - Umræður, meðal annars um flugvelli.
Umræður um flugvelli í aðalskipulagi.

Lögð fram tillaga að kafla. Starfsmanni falið að vinna málið áfram með fulltrúum Arkís.

14.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 70 - 2310022F

Lögð fram fundargerð 70. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa sem var haldinn 31. október 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?