Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
614. fundur 24. ágúst 2023 kl. 10:30 - 12:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varamaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Hvítisandur, Önundarfirði. Nýtt deiliskipulag í landi Þórustaða fyrir baðstað. - 2023080049

Lögð fram skipulagslýsing á aðal- og deiliskipulagsstigi í landi Þórustaða í Önundarfirði við Hvítasand, vegna áforma um nýjan baðstað.

Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, skipulagsráðgjafi hjá EFLU ásamt Runólfi Ágústssyni hjá Blævangi ehf. mæta til fjarfundar við nefndina til að ræða hugmyndavinnu að "Hvítasandi" í Önundarfirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila vinnu við deiliskipulag "Hvítasands" í landi Þórustaða og samhliða að heimila breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

2.Gjaldskrár 2024 - 2023040034

Gjaldskrár 2024 umhverfis- og eignasjóðs Ísafjarðarbæjar lagðar fram til fyrstu umræðu.

Vinnugögn kynnt.

Skipulags- og mannvirkjanefnd felur starfsmanni nefndar að gera greiningu á útfærslu gatnagerðargjalda.
Gestir yfirgáfu fund klukkan 11:37.

Gestir

  • Edda María Hagalín - mæting: 11:00
  • Védís Geirsdóttir - mæting: 11:00
  • Jóna Kristín Kristinsdóttir - mæting: 11:00
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir - mæting: 11:00

3.Mannlíf, byggð og bæjarrými - vinnslutillaga - 2023080047

Á 1251. fundi bæjarráðs, þann 21. ágúst 2023, var lögð fram til kynningar vinnslutillaga Skipulagsstofnunar, dags. 19. júní 2023, en Skipulagsstofnun og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið að þróun leiðbeininga um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur í þéttbýli. Leiðbeiningarnar eru birtar til kynningar til loka október þar sem hagaðilum og almenningi gefst kostur á að kynnar sér efni þeirra og senda inn athugasemdir og ábendingar.

https://www.skipulag.is/skipulagsstofnun/frettir/mannlif-byggd-og-baejarrymi-leidbeiningar-um-sjalfbaert-skipulag-og-vistvaenar-samgongur-1?fbclid=IwAR31fW9vg6cL_QJjsL6yCShoDSr4FmKqIEA0tHOHDl6d4nXCDvTl7lqtqWQ

Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Lagt fram til kynningar.

4.Dynjandisheiði - Breyting á aðalskipulagi vegna veglagningar - 2021030106

Lagt fram minnisblað frá Verkís, dags. 16. ágúst 2023, viðbrögð við athugasemdir og ábendingar eftir auglýsingu skipulagstillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna vegar um Dynjandisheiði.

Skipulagstillagan var í auglýsingu frá 25. október til 7. desember 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur tekið athugasemdir og umsagnir, sem bárust á fyrri stigum, til efnislegrar meðferðar á fundum nr. 581 og 582. Athugasemdir nú, eftir auglýsingu, gefa ekki tilefni til að gerðar verði efnislegar breytingar á uppdrætti og greinargerð.

Skipulagsfulltrúa er falið að svara umsögnum og athugasemdum með vísan í skjalið „Samantekt umsagna - Aðalskipulagsbreyting Dynjandisheiði“ dags. 16. ágúst 2023.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt með vísan í 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-20, svæði Í9. Dagverðardalur, orlofshúsabyggð - 2021060044

Lögð fram vinnslutillaga, greinargerð og uppdráttur unnin af M11 arkitektum, dags. 21. ágúst 2023, vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-20 á svæði Í9 í Dagverðardal í Skutulsfirði undir orlofshúsabyggð ásamt þjónustustarfssemi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu á vinnslutillögu, vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-20 á svæði Í9 í Dagverðarddal, skv. 31. gr. skipulagslaga 123/2010.

6.Deiliskipulag Suðurtangi - Breyting 2023 - 2023040059

Kynnt frumdrög að breytingu á deiliskipulagi við Suðurtanga, annars vegar deiliskipulag íbúðar- og þjónustusvæði að vestan og hinsvegar deiliskipulag fyrir hafnar- og iðnaðarsvæði að austan, dags. 21. ágúst 2023, unnin af Verkís ehf.
Lagt fram til kynningar.

7.Rútustæði í Ísafjarðarbæ, fyrirspurn - 2023080073

Lögð fram fyrirspurn dags. 15. ágúst 2023 frá Þór Ó. Helgasyni til Ísafjarðarbæjar um fyrirhuguð rútustæði í landi sveitarfélagsins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar ábendinguna og málið verður unnið áfram í gegnum skipulagsbreytingar á Suðurtanga.

8.Miðbær Ísafjarðar. Deiliskipulag - 2023050086

Kynnt minnisblað unnið af Verkís ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi miðbæjar Ísafjarðar dags. 22. ágúst 2023, eftir kynningu skipulagslýsingar frá 31. maí. Frestur til að skila ábendingum var til 28. júní 2023.
Lagt fram til kynningar.

9.Gramsverslun. Ósk um breytingu á deiliskipulagi á Þingeyri - 2023080072

Kynnt drög að deiliskipulagsbreytingu miðbæjar og hafnarsvæðis á Þingeyri frá Fasteignafélaginu Þingeyri ehf. vegna áforma við endurbætur á Gramsverslun, Vallargötu 1.

Breytingin snýr að breytingum á lóðarmörkum og fallið er frá flutningi hússins yfir á lóð við Hafnarstræti 6 sem er í núgildandi deiliskipulagi frá 2015.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur vel í hugmyndir um endurbætur á Grams-verslun á núverandi stað.

10.Stefnisgata 6 og Smiðjustígur 2, Suðureyri. Umsókn um lóðir - 2023070098

Lögð fram umsókn sem barst með tölvupósti dags. 28. júlí 2023 frá KÓA arkitektum fyrir hönd Mýrartúns ehf kt. 470705-0350 þar sem er óskað eftir að fá úthlutað lóðunum við Smiðjustíg 2 og Stefnisgötu 6 Suðureyri. Jafnframt eru lögð fram mæliblöð Tæknideildar dags. 10. desember 2019. Jafnframt er óskað eftir því að fá að sameina lóðirnar. Sameinuð lóð yrði þá Smiðjustígur 2.

Megin ástæða fyrir sameiningu lóðannar er að skapa rými fyrir þjónustu/íbúðarbyggingu. Landnotkun við Smiðjustíg 2 yrði þá óbreytt, þar sem gert er ráð fyrir blandaðri starfsemi, þar sem áform eru um veitinga-, afþreyingar- og gistirekstur í húsinu.

Afgreiðslu var frestað á 613. fundi nefndarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta Mýrartúni ehf. lóðum við Smiðjustíg 2 og Stefnisgötu 6 á Suðureyri.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur einnig til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Suðureyrarmala vegna sameiningar lóða við Stefnisgötu 6 og Smiðjustíg 2. Jafnframt verði heimilaðir sér skilmálar vegna þjónustustarfsemi á hinni sameinuðu lóð.

11.Seljalandsdalur, lóðarstofnun. Lendingarstaður fyrir geimskip - 2023080048

Lagðir fram aðaluppdrættir dags. 16. ágúst 2023 unnið af KAA arkitektum vegna útilistaverksins "lendingarstaður fyrir geimskip" við jaðar varnargarðs á Seljalandsdal.

Jafnframt lagt fram mæliblað Tæknideildar dags. 21. ágúst 2023 með tillögu að lóðarmörkum undir listaverkið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar undir listaverkið "Lendingarstaður fyrir geimskip" við Seljalandsdal.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?